„Hef oftast hugsað um tísku sem eins konar ofurhetjubúning“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 19. júní 2022 07:01 Sindri Snær Einarsson er þrítugur Reykvíkingur sem hefur alla tíð haft brennandi áhuga á tísku. Hann hefur aldrei trúað á boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði og man eiginlega alltaf í hverju hann var hverju sinni. Sindri Snær er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. View this post on Instagram A post shared by Sindri Snær Einarsson (@sindrisnaereinars) Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Það sem mér finnst skemmtilegast er hvað það getur sagt mikið um mann sjálfan hverju sinni, hvar maður er staddur, hvað maður vill segja og hvernig manni líður. Ég hef oftast hugsað um tísku og útlit sem eins konar ofurhetjubúning, getur gefið manni styrk þegar mann vantar hann. Getur líka gert hin ýmsu tilefni því mun einstakari. Ég man eiginlega alltaf í hverju ég var. View this post on Instagram A post shared by Sindri Snær Einarsson (@sindrisnaereinars) Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Ég á mjög erfitt með að gera upp á milli en ég held það séu Vivienne Westwood jakkaföt sem ég keypti fyrir nokkrum árum og gifti mig í. Ég er eiginlega aldrei í jakkafötum en ég keypti þessi fyrir þetta tilefni og þrátt fyrir að hafa bara notað þau einu sinni síðan þá eiga þau mjög sérstakan stað í mínu hjarta. Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Ég eyði meiri tíma í að ákveða hvað ég kaupi en er frekar fljótur að setja saman og ákveða í hverju ég ætla að vera, sem fer svo auðvitað bara eftir tilefni. Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég hef farið í gegnum rosalega mörg og mismunandi tímabil, en akkúrat núna myndi ég segja að það væri blanda af götutískunni sem er í gangi núna og svo frekar miklir skvísustælar inn á milli. View this post on Instagram A post shared by Sindri Snær Einarsson (@sindrisnaereinars) Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Stíllinn minn hefur verið úti um allt og ég hef farið í gegnum rosalega mörg og mismunandi tímabil, allt frá því að vera emo/scene kid, 80's/90's tísku, vintage/second hand æði og svo götutísku hvers tímabils sem hefur verið í gangi hverju sinni. View this post on Instagram A post shared by Sindri Snær Einarsson (@sindrisnaereinars) Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég sæki innblástur héðan og þaðan, alls staðar frá í rauninni. Kvikmyndir, tónlist, tímarit, hönnuðir, mismunandi menningarheimar, frægir einstaklingar frá mismunandi tímum o.s.frv. eru einhver dæmi um hvaðan ég hef fengið hugmyndir í gegnum tíðina. Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Alls ekki, hef aldrei trúað á boð og bönn þegar kemur að útliti og klæðaburði. Veit ekkert verra en þegar einhver hefur fordæmt trend eða look og þarf svo að éta það ofan í sig síðar meir þegar allir aðrir byrja á því og viðkomandi langar að vera memm. Hins vegar er alltaf gott að hafa í huga að það fer manni alls ekki allt og maður þarf ekki að taka þátt í einhverju trendi ef maður fílar það ekki og ef manni líður ekki vel með það, það skín alltaf í gegn. Persónulegur stíll er alltaf mest heillandi. Held það sé klárlega eitthvað sem að kemur með aldrinum, maður finnur út hvað hentar manni og hvað ekki. Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Þær eru rosalega margar, en nýlega enduruppgötvaði ég skyrtu sem ég keypti í búð í London fyrir kannski tólf eða þrettán árum sem að endurnýtti gömul föt og gerði þau að sínu. Ég hafði ekki notað þessa skyrtu í fjöldamörg ár, hún er mjög einstök, eiginlega bara ermar og kragi með hnepptu stykki framan á og engu baki. Hún kemur fyrst upp í hugann. View this post on Instagram A post shared by Sindri Snær Einarsson (@sindrisnaereinars) Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Aldrei hlusta á eða fylgja boðum og bönnum. Vertu í því sem lætur þér líða vel og klæddu þig eins og þú vilt, þitt eigið álit og innsæi er það eina sem skiptir máli. Fólk á að vera óhrætt við að prófa sig áfram, taka tímabil, breytast fram og til baka sama hvað öðrum finnst og algjörlega óháð aldri, kyni, líkamsvexti o.s.frv. Það má allt. Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Mér finnst að það eigi ekki að vera neinar reglur þegar kemur að tísku“ Plötusnúðurinn Sóley Þöll Bjarnadóttir er mikil áhugakona um tísku og er óhrædd við að fara eigin leiðir í klæðaburði. Sóley er fyrsti viðmælandi Tískutals. 12. júní 2022 07:01 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. View this post on Instagram A post shared by Sindri Snær Einarsson (@sindrisnaereinars) Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Það sem mér finnst skemmtilegast er hvað það getur sagt mikið um mann sjálfan hverju sinni, hvar maður er staddur, hvað maður vill segja og hvernig manni líður. Ég hef oftast hugsað um tísku og útlit sem eins konar ofurhetjubúning, getur gefið manni styrk þegar mann vantar hann. Getur líka gert hin ýmsu tilefni því mun einstakari. Ég man eiginlega alltaf í hverju ég var. View this post on Instagram A post shared by Sindri Snær Einarsson (@sindrisnaereinars) Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Ég á mjög erfitt með að gera upp á milli en ég held það séu Vivienne Westwood jakkaföt sem ég keypti fyrir nokkrum árum og gifti mig í. Ég er eiginlega aldrei í jakkafötum en ég keypti þessi fyrir þetta tilefni og þrátt fyrir að hafa bara notað þau einu sinni síðan þá eiga þau mjög sérstakan stað í mínu hjarta. Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Ég eyði meiri tíma í að ákveða hvað ég kaupi en er frekar fljótur að setja saman og ákveða í hverju ég ætla að vera, sem fer svo auðvitað bara eftir tilefni. Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég hef farið í gegnum rosalega mörg og mismunandi tímabil, en akkúrat núna myndi ég segja að það væri blanda af götutískunni sem er í gangi núna og svo frekar miklir skvísustælar inn á milli. View this post on Instagram A post shared by Sindri Snær Einarsson (@sindrisnaereinars) Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Stíllinn minn hefur verið úti um allt og ég hef farið í gegnum rosalega mörg og mismunandi tímabil, allt frá því að vera emo/scene kid, 80's/90's tísku, vintage/second hand æði og svo götutísku hvers tímabils sem hefur verið í gangi hverju sinni. View this post on Instagram A post shared by Sindri Snær Einarsson (@sindrisnaereinars) Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég sæki innblástur héðan og þaðan, alls staðar frá í rauninni. Kvikmyndir, tónlist, tímarit, hönnuðir, mismunandi menningarheimar, frægir einstaklingar frá mismunandi tímum o.s.frv. eru einhver dæmi um hvaðan ég hef fengið hugmyndir í gegnum tíðina. Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Alls ekki, hef aldrei trúað á boð og bönn þegar kemur að útliti og klæðaburði. Veit ekkert verra en þegar einhver hefur fordæmt trend eða look og þarf svo að éta það ofan í sig síðar meir þegar allir aðrir byrja á því og viðkomandi langar að vera memm. Hins vegar er alltaf gott að hafa í huga að það fer manni alls ekki allt og maður þarf ekki að taka þátt í einhverju trendi ef maður fílar það ekki og ef manni líður ekki vel með það, það skín alltaf í gegn. Persónulegur stíll er alltaf mest heillandi. Held það sé klárlega eitthvað sem að kemur með aldrinum, maður finnur út hvað hentar manni og hvað ekki. Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Þær eru rosalega margar, en nýlega enduruppgötvaði ég skyrtu sem ég keypti í búð í London fyrir kannski tólf eða þrettán árum sem að endurnýtti gömul föt og gerði þau að sínu. Ég hafði ekki notað þessa skyrtu í fjöldamörg ár, hún er mjög einstök, eiginlega bara ermar og kragi með hnepptu stykki framan á og engu baki. Hún kemur fyrst upp í hugann. View this post on Instagram A post shared by Sindri Snær Einarsson (@sindrisnaereinars) Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Aldrei hlusta á eða fylgja boðum og bönnum. Vertu í því sem lætur þér líða vel og klæddu þig eins og þú vilt, þitt eigið álit og innsæi er það eina sem skiptir máli. Fólk á að vera óhrætt við að prófa sig áfram, taka tímabil, breytast fram og til baka sama hvað öðrum finnst og algjörlega óháð aldri, kyni, líkamsvexti o.s.frv. Það má allt.
Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Mér finnst að það eigi ekki að vera neinar reglur þegar kemur að tísku“ Plötusnúðurinn Sóley Þöll Bjarnadóttir er mikil áhugakona um tísku og er óhrædd við að fara eigin leiðir í klæðaburði. Sóley er fyrsti viðmælandi Tískutals. 12. júní 2022 07:01 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Mér finnst að það eigi ekki að vera neinar reglur þegar kemur að tísku“ Plötusnúðurinn Sóley Þöll Bjarnadóttir er mikil áhugakona um tísku og er óhrædd við að fara eigin leiðir í klæðaburði. Sóley er fyrsti viðmælandi Tískutals. 12. júní 2022 07:01