Fótbolti

Heimaleikur Englands fyrir luktum dyrum í fyrsta sinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Enskir stuðningsmenn ruddust miðalausir inn á leikvanginn þegar úrslitaleikur EM fór fram í fyrra.
Enskir stuðningsmenn ruddust miðalausir inn á leikvanginn þegar úrslitaleikur EM fór fram í fyrra. Zac Goodwin/PA Images via Getty Images

Vegna slæmrar hefðunnar stuðningsmanna enska landsliðsins í fótbolta á úrslitaleik EM í fyrra mun leikur Englands og Ítalíu í Þjóðadeildinni í kvöld fara fram fyrir luktum dyrum.

Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem enska landsliðið í fótbolta leikur heimaleik fyrir luktum dyrum, en leikið verður á Molineux-vellinum í Wolverhampton.

Stuðningsmenn enska landsliðsins létu öllum illum látum á úrslitaleik EM í fyrra þar sem hundruð þeirra reyndu að troða sér inn á leikvanginn án miða. Mörgum þeirra tókst það og mikill troðningur myndaðist fyrir utan Wembley þar sem leikurinn fór fram.

Að lokum var enska knattspyrnusambandið sektað um 100 þúsund evrur og liðinu gert skylt að leika tvo leiki fyrir luktum dyrum. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, sagði að þetta væri „til skammar fyrir ensku þjóðina.“

Þó er búist við um 3.000 áhorfendum á leikinn þar sem skólabörn 14 ára og yngri geta fengið boðsmiða á leiki sem leiknir eru fyrir luktum dyrum.

Leikur Englands og Ítalíu hefst klukkan 18:45 og verður hægt að fylgjast með beinni textalýsingu hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×