„Mér finnst að það eigi ekki að vera neinar reglur þegar kemur að tísku“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 12. júní 2022 07:01 Tískuáhugakonan Sóley Bjarna er viðmælandi í Tískutali. Aðsend Plötusnúðurinn Sóley Þöll Bjarnadóttir er mikil áhugakona um tísku og er óhrædd við að fara eigin leiðir í klæðaburði. Sóley er fyrsti viðmælandi Tískutals. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. View this post on Instagram A post shared by So ley Þo ll Bjarnado ttir (@soleybjarna) Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Það sem mér finnst skemmtilegast við tískuna er það að hún er alltaf að breytast. Mér finnst svo gaman að fylgjast með hvað er í gangi í tískunni og hvað er að koma og fara en það fallega við hana er að allir ráða í hverju þeir eru og geta notað tískuna sem tól til þess að tjá skap, tilfinningar og persónuleika. View this post on Instagram A post shared by So ley Þo ll Bjarnado ttir (@soleybjarna) Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Uppáhalds flíkin mín er vintage leðurkápa með loði sem ég eignaðist um daginn. Hún er rosalega tímalaus og passar við allt. Uppáhalds flík SóleyjarAðsend Eyðir þú miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Ég eyði ekki miklum tíma í að velja föt dags daglega, ég fer oftast bara í það sem er þægilegt, en þegar ég er að fara eitthvað út þá get ég alveg skipt um föt þrisvar áður en ég get ákveðið mig. View this post on Instagram A post shared by So ley Þo ll Bjarnado ttir (@soleybjarna) Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum? Stílinn minn er mjög fjölbreyttur, ég myndi lýsa honum sem blöndu af nútímalegum og vintage. ég sæki mikinn innblástur í streetwear og 2000s tísku þessa dagana. Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Stílinn minn hefur verið alveg út og suður í gegnum tíðina. Ég hef tekið alls konar tímabil í gegnum árin, sérstaklega í menntaskóla þegar ég var ennþá aðeins að finna mig. View this post on Instagram A post shared by So ley Þo ll Bjarnado ttir (@soleybjarna) Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég sæki mikinn innblástur frá fólkinu í kringum mig, samstarfskonum og vinkonum sérstaklega. Svo er ég mikið á Instagram, skoða þá helst skandínavískar skvísur sem eru oft með puttann á púlsinum þegar kemur að tísku. View this post on Instagram A post shared by So ley Þo ll Bjarnado ttir (@soleybjarna) Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Mér finnst að það eigi ekki að vera neinar reglur þegar kemur að tísku þannig ég reyni að fara eftir því. Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Ég mætti einu sinni í skólann í gallabuxum, gallabol og gallajakka. Það er mjög eftirminnilegt lúkk. Ég myndi sennilega ekki fara í það í dag en það var skemmtilegt á sínum tíma. Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Alltaf að treysta sinni eigin sannfæringu. Ekki hlusta á aðra, ef þér finnst eitthvað flott þá er það flott. Svo mæli ég klárlega með því að versla second hand, það er hægt að finna ótrúlegustu gersemar með smá gramsi og þolinmæði. Tískutal Tíska og hönnun Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. View this post on Instagram A post shared by So ley Þo ll Bjarnado ttir (@soleybjarna) Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Það sem mér finnst skemmtilegast við tískuna er það að hún er alltaf að breytast. Mér finnst svo gaman að fylgjast með hvað er í gangi í tískunni og hvað er að koma og fara en það fallega við hana er að allir ráða í hverju þeir eru og geta notað tískuna sem tól til þess að tjá skap, tilfinningar og persónuleika. View this post on Instagram A post shared by So ley Þo ll Bjarnado ttir (@soleybjarna) Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Uppáhalds flíkin mín er vintage leðurkápa með loði sem ég eignaðist um daginn. Hún er rosalega tímalaus og passar við allt. Uppáhalds flík SóleyjarAðsend Eyðir þú miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Ég eyði ekki miklum tíma í að velja föt dags daglega, ég fer oftast bara í það sem er þægilegt, en þegar ég er að fara eitthvað út þá get ég alveg skipt um föt þrisvar áður en ég get ákveðið mig. View this post on Instagram A post shared by So ley Þo ll Bjarnado ttir (@soleybjarna) Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum? Stílinn minn er mjög fjölbreyttur, ég myndi lýsa honum sem blöndu af nútímalegum og vintage. ég sæki mikinn innblástur í streetwear og 2000s tísku þessa dagana. Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Stílinn minn hefur verið alveg út og suður í gegnum tíðina. Ég hef tekið alls konar tímabil í gegnum árin, sérstaklega í menntaskóla þegar ég var ennþá aðeins að finna mig. View this post on Instagram A post shared by So ley Þo ll Bjarnado ttir (@soleybjarna) Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég sæki mikinn innblástur frá fólkinu í kringum mig, samstarfskonum og vinkonum sérstaklega. Svo er ég mikið á Instagram, skoða þá helst skandínavískar skvísur sem eru oft með puttann á púlsinum þegar kemur að tísku. View this post on Instagram A post shared by So ley Þo ll Bjarnado ttir (@soleybjarna) Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Mér finnst að það eigi ekki að vera neinar reglur þegar kemur að tísku þannig ég reyni að fara eftir því. Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Ég mætti einu sinni í skólann í gallabuxum, gallabol og gallajakka. Það er mjög eftirminnilegt lúkk. Ég myndi sennilega ekki fara í það í dag en það var skemmtilegt á sínum tíma. Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Alltaf að treysta sinni eigin sannfæringu. Ekki hlusta á aðra, ef þér finnst eitthvað flott þá er það flott. Svo mæli ég klárlega með því að versla second hand, það er hægt að finna ótrúlegustu gersemar með smá gramsi og þolinmæði.
Tískutal Tíska og hönnun Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira