Hafið og hringrásarhagkerfið Freyr Eyjólfsson skrifar 8. júní 2022 13:01 Innleiðing hringrásarhagkerfis er eitt mikilvægasta vopnið í baráttunni við hamfarahlýnun og plastmengun. Núverandi línulegt hagkerfi í löndum heims byggist á ósjálfbærri nýtingu auðlinda og miðast við að framleiða – kaupa – nota – henda – og kaupa nýtt. Hringrásarhagkerfi sem miðast við að hámarka verðmætin og auðlindirnar, auka endurnotkun og endurvinnslu; að halda efnislegum vörum og verðmæti þeirra og innihaldi inni í hagkerfishringnum eins lengi og mögulegt er. Sem sagt: Að minnka úrgang og auka endurnotkun. Meira en átta milljón tonn af plasti berast í hafið hvert ár. Um 80% kemur frá starfsemi á landi og um 20% frá starfsemi á sjó. Plastmengun er meðal alvarlegustu ógna sem steðja að lífríki sjávar við Íslandsstrendur, er fram kemur í skýrslu umhverfis- og auðlindaráðuneyti sem kom út á síðasta ári. Veiðibúnaður sem rekur um í hafinu veldur dauða fjölda sjávarfugla og spendýra. Með innleiðingu hringrásarhagkerfis er mögulegt að draga úr plastmengun í höfum. Umfangsmiklar lagabreytingar voru samþykktar síðasta sumar á alþingi um flokkun og endurvinnslu. Þessar breytingar koma flestar til framkvæmda 1. janúar 2023 og er ætlað að skapa skilyrði fyrir myndun hringrásarhagkerfis. Í þessum lögum er talað um að styðja við sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda og takmarka losun mengandi efna og afurða í höf og strandsvæði og þar segir m.a.: Framleiðendur og innflytjendur veiðarfæra sem innihalda plast bera ábyrgð á þeim veiðarfærum sem innihalda plast sem framleidd eru hér á landi eða flutt eru inn. Í ábyrgðinni felst að þeir skulu fjármagna sérstaka söfnun veiðarfæra sem innihalda plast. Í ábyrgðinni felst að þeir skulu fjármagna meðhöndlun veiðarfæra sem innihalda plast eftir að þau verða að úrgangi. Fjármögnunin nær til sérstakrar söfnunar og annarrar meðhöndlunar. Hafa ber í huga að ábyrgðin nær ekki einungis til þeirra veiðarfæra sem rata í söfnunarkerfin heldur líka þeirra sem skilin eftir á víðavangi, í hafi eða öðrum stöðum. Ábyrgðin nær til allra veiðafæra og veiðarfærahluta sem innihalda plast hvort sem þau eru endurvinnanleg eða ekki. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa tekið á sig framleiðendaábyrgð vegna veiðarfæra og sinna móttöku á veiðarfæraúrgangi á Íslandi. Í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar gegn plastnotkun er talað um að hreinsa strendur landsins. Það er því mikilvægt að þrýsta á þessa skyldu sjávarútvegsfyrirtækja og fylgja henni eftir. Það er mikilvægt fyrir alla sem huga að þessum málum, stundað plokk og staðið fyrir hreinsun strandlengjunnar að skilja þessa framleiðendaábyrgð. Þetta þýðir að framleiðendur og innflytjendur veiðarfæra er innihalda plast og framleiðendur og innflytjendur einnota vara úr plasti bera ábyrgð – en við berum auðvitað öll líka ábyrgð hvernig við notum plastið og hvernig við losum okkur við það. Það er mikið og mikilvægt starf framundan fyrir okkar kynslóð að hreinsa upp hafið og strandlengjur landsins af plasti. Framleiðendaábyrðin er lykilþáttur í þessu verkefni: Að þeir sem framleiða og selja plast, kosti söfnun, endurvinnslu og söfnun á því. Höfundur er verkefnastjóri hringrásarhagkerfisins hjá Sorpu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Innleiðing hringrásarhagkerfis er eitt mikilvægasta vopnið í baráttunni við hamfarahlýnun og plastmengun. Núverandi línulegt hagkerfi í löndum heims byggist á ósjálfbærri nýtingu auðlinda og miðast við að framleiða – kaupa – nota – henda – og kaupa nýtt. Hringrásarhagkerfi sem miðast við að hámarka verðmætin og auðlindirnar, auka endurnotkun og endurvinnslu; að halda efnislegum vörum og verðmæti þeirra og innihaldi inni í hagkerfishringnum eins lengi og mögulegt er. Sem sagt: Að minnka úrgang og auka endurnotkun. Meira en átta milljón tonn af plasti berast í hafið hvert ár. Um 80% kemur frá starfsemi á landi og um 20% frá starfsemi á sjó. Plastmengun er meðal alvarlegustu ógna sem steðja að lífríki sjávar við Íslandsstrendur, er fram kemur í skýrslu umhverfis- og auðlindaráðuneyti sem kom út á síðasta ári. Veiðibúnaður sem rekur um í hafinu veldur dauða fjölda sjávarfugla og spendýra. Með innleiðingu hringrásarhagkerfis er mögulegt að draga úr plastmengun í höfum. Umfangsmiklar lagabreytingar voru samþykktar síðasta sumar á alþingi um flokkun og endurvinnslu. Þessar breytingar koma flestar til framkvæmda 1. janúar 2023 og er ætlað að skapa skilyrði fyrir myndun hringrásarhagkerfis. Í þessum lögum er talað um að styðja við sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda og takmarka losun mengandi efna og afurða í höf og strandsvæði og þar segir m.a.: Framleiðendur og innflytjendur veiðarfæra sem innihalda plast bera ábyrgð á þeim veiðarfærum sem innihalda plast sem framleidd eru hér á landi eða flutt eru inn. Í ábyrgðinni felst að þeir skulu fjármagna sérstaka söfnun veiðarfæra sem innihalda plast. Í ábyrgðinni felst að þeir skulu fjármagna meðhöndlun veiðarfæra sem innihalda plast eftir að þau verða að úrgangi. Fjármögnunin nær til sérstakrar söfnunar og annarrar meðhöndlunar. Hafa ber í huga að ábyrgðin nær ekki einungis til þeirra veiðarfæra sem rata í söfnunarkerfin heldur líka þeirra sem skilin eftir á víðavangi, í hafi eða öðrum stöðum. Ábyrgðin nær til allra veiðafæra og veiðarfærahluta sem innihalda plast hvort sem þau eru endurvinnanleg eða ekki. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa tekið á sig framleiðendaábyrgð vegna veiðarfæra og sinna móttöku á veiðarfæraúrgangi á Íslandi. Í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar gegn plastnotkun er talað um að hreinsa strendur landsins. Það er því mikilvægt að þrýsta á þessa skyldu sjávarútvegsfyrirtækja og fylgja henni eftir. Það er mikilvægt fyrir alla sem huga að þessum málum, stundað plokk og staðið fyrir hreinsun strandlengjunnar að skilja þessa framleiðendaábyrgð. Þetta þýðir að framleiðendur og innflytjendur veiðarfæra er innihalda plast og framleiðendur og innflytjendur einnota vara úr plasti bera ábyrgð – en við berum auðvitað öll líka ábyrgð hvernig við notum plastið og hvernig við losum okkur við það. Það er mikið og mikilvægt starf framundan fyrir okkar kynslóð að hreinsa upp hafið og strandlengjur landsins af plasti. Framleiðendaábyrðin er lykilþáttur í þessu verkefni: Að þeir sem framleiða og selja plast, kosti söfnun, endurvinnslu og söfnun á því. Höfundur er verkefnastjóri hringrásarhagkerfisins hjá Sorpu.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun