Klara Elias frumflutti Þjóðhátíðarlagið 2022 Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 7. júní 2022 11:19 Klara Elias er höfundur og flytjandi þjóðhátíðarlagsins í ár, sem var að koma út í dag. Aðsend Söngkonan Klara Elias er höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlagsins í ár. Lagið, sem heitir Eyjanótt, kom út fyrr í dag á allar helstu streymisveitur og var frumflutt í Brennslunni á FM957 í morgun. Klara er aðeins önnur konan í sögu Þjóðhátíðar í Eyjum til þess að gefa út Þjóðhátíðarlag en sú fyrsta var Ragga Gísla, sem gaf út lagið Sjáumst þar fyrir Þjóðhátíð 2017. „Ég samdi lagið ásamt minni bestu konu, uppáhalds meðhöfundi og samstarfskonu til næstum tuttugu ára, Ölmu Guðmundsdóttur. Vinur minn og annar uppáhalds, James Gladius Wong, sá um upptökustjórn og útsendingu,“ segir Klara. Klara segist vona að fólk hlusti, njóti og syngi hástöfum með sér í brekkunni í Eyjum í lok júlí þegar Þjóðhátíð fer loksins fram eftir tveggja ára fjarveru. View this post on Instagram A post shared by Klara Elias (@klaraelias) „Þetta er söguleg þjóðhátíð á marga vegu en kannski helst því hún hefur ekki verið haldin í tvö ár. Mér fannst rétt að leyfa því að vera hluti af hjarta lagsins að síðustu tvö ár létu ekkert okkar ósnert. Því ef við höfum lært eitthvað á þessum skrítnu tímum er það að við vitum aldrei hvað morgundagurinn býður okkur og hvað það er mikilvægt að njóta augnabliksins og elska hverja mínútu með fólkinu okkar.“ Samkvæmt Klöru er ein lína úr laginu sem segir það best: „Ef þetta er síðasta nóttin sem við eigum hér, þá er mér sama svo lengi sem ég er með þér.“ Klara ræddi nánar um lagið við Lífið í maí síðastliðnum og viðtalið má finna hér. Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Tengdar fréttir Klara Elias er höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlagsins í ár Höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja 2022 er Klara Elias söngkona og lagahöfundur. Aðeins einu sinni áður hefur hið opinbera þjóðhátíðarlag verið samið og flutt af konu og var það lagið og var það lagið Sjáumst þar eftir Röggu Gísla árið 2017. 27. maí 2022 06:01 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Klara er aðeins önnur konan í sögu Þjóðhátíðar í Eyjum til þess að gefa út Þjóðhátíðarlag en sú fyrsta var Ragga Gísla, sem gaf út lagið Sjáumst þar fyrir Þjóðhátíð 2017. „Ég samdi lagið ásamt minni bestu konu, uppáhalds meðhöfundi og samstarfskonu til næstum tuttugu ára, Ölmu Guðmundsdóttur. Vinur minn og annar uppáhalds, James Gladius Wong, sá um upptökustjórn og útsendingu,“ segir Klara. Klara segist vona að fólk hlusti, njóti og syngi hástöfum með sér í brekkunni í Eyjum í lok júlí þegar Þjóðhátíð fer loksins fram eftir tveggja ára fjarveru. View this post on Instagram A post shared by Klara Elias (@klaraelias) „Þetta er söguleg þjóðhátíð á marga vegu en kannski helst því hún hefur ekki verið haldin í tvö ár. Mér fannst rétt að leyfa því að vera hluti af hjarta lagsins að síðustu tvö ár létu ekkert okkar ósnert. Því ef við höfum lært eitthvað á þessum skrítnu tímum er það að við vitum aldrei hvað morgundagurinn býður okkur og hvað það er mikilvægt að njóta augnabliksins og elska hverja mínútu með fólkinu okkar.“ Samkvæmt Klöru er ein lína úr laginu sem segir það best: „Ef þetta er síðasta nóttin sem við eigum hér, þá er mér sama svo lengi sem ég er með þér.“ Klara ræddi nánar um lagið við Lífið í maí síðastliðnum og viðtalið má finna hér.
Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Tengdar fréttir Klara Elias er höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlagsins í ár Höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja 2022 er Klara Elias söngkona og lagahöfundur. Aðeins einu sinni áður hefur hið opinbera þjóðhátíðarlag verið samið og flutt af konu og var það lagið og var það lagið Sjáumst þar eftir Röggu Gísla árið 2017. 27. maí 2022 06:01 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Klara Elias er höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlagsins í ár Höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja 2022 er Klara Elias söngkona og lagahöfundur. Aðeins einu sinni áður hefur hið opinbera þjóðhátíðarlag verið samið og flutt af konu og var það lagið og var það lagið Sjáumst þar eftir Röggu Gísla árið 2017. 27. maí 2022 06:01