Þrír íslenskir kylfingar fyrir ofan Tiger á heimslistanum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. júní 2022 11:30 Tiger Woods er fyrir miðju á heimslistanum í golfi. Hann lenti í skelfilegu bílslysi á síðasta ári en sneri aftur í síðasta mánuði. Christian Petersen/Getty Images Tiger Woods tók nokkuð óvænt þátt á PGA-meistaramótinu í golfi í síðasta mánuði en þurfti á endanum að draga sig úr keppni þar sem hann treysti sér ekki til að halda áfram. Hann er sem stendur í 881. sæti heimslistans í golfi en þrír Íslendingar eru fyrir ofan hann á listanum. Hinn 46 ára gamli Tiger lenti í skelfilegu bílslysi á síðasta ári og var talið að golfferill hans væri endanlega á enda. Allt kom þó fyrir ekki og hann sneri aftur á völlinn á þessu ári. Hann náði þó ekki að klára mótið vegna eymsla í hægri fæti. Það er í raun ákveðið afrek að Tiger sé fyrir miðju á heimslistanum í golfi sem telur alls 1751 kylfing. Þrír Íslendingar eru nú fyrir ofan Tiger á heimslistanum. Haraldur Franklín Magnús er efstur Íslendinga í 520. sæti en hann var grátlega nálægt því að tryggja sér keppnisrétt á Opna bandaríska meistaramótinu. Haraldur Franklín er einnig eini íslenski karlkylfingurinn til að keppa á risamóti en hann tók þátt á Opna breska meistaramótinu árið 2018. Guðmundur Kristjánsson situr í 820. sæti og Axel Bóasson er þar rétt fyrir neðan í 848. sæti listans. Scottie Scheffler er sem stendur á toppi listans eftir að hafa verið í 12. sæti í upphafi árs. Jon Rahm er áfram í öðru sæti og Patrick Cantlay er í 3. sæti listans sem má sjá í heild sinni hér. Golf Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Hinn 46 ára gamli Tiger lenti í skelfilegu bílslysi á síðasta ári og var talið að golfferill hans væri endanlega á enda. Allt kom þó fyrir ekki og hann sneri aftur á völlinn á þessu ári. Hann náði þó ekki að klára mótið vegna eymsla í hægri fæti. Það er í raun ákveðið afrek að Tiger sé fyrir miðju á heimslistanum í golfi sem telur alls 1751 kylfing. Þrír Íslendingar eru nú fyrir ofan Tiger á heimslistanum. Haraldur Franklín Magnús er efstur Íslendinga í 520. sæti en hann var grátlega nálægt því að tryggja sér keppnisrétt á Opna bandaríska meistaramótinu. Haraldur Franklín er einnig eini íslenski karlkylfingurinn til að keppa á risamóti en hann tók þátt á Opna breska meistaramótinu árið 2018. Guðmundur Kristjánsson situr í 820. sæti og Axel Bóasson er þar rétt fyrir neðan í 848. sæti listans. Scottie Scheffler er sem stendur á toppi listans eftir að hafa verið í 12. sæti í upphafi árs. Jon Rahm er áfram í öðru sæti og Patrick Cantlay er í 3. sæti listans sem má sjá í heild sinni hér.
Golf Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira