Erlent

Flugu í átt að landa­mærum Norður-Kóreu

Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Suðurkóreskar og bandarískar herflugvélar, þar með taldar F-35A, á flugi yfir Gulahafi í dag.
Suðurkóreskar og bandarískar herflugvélar, þar með taldar F-35A, á flugi yfir Gulahafi í dag. EPA

Um tuttugu herþotur frá Suður-Kóreu og Bandaríkjunum fóru í morgun á loft og flugu í átt að landamærunum að Norður-Kóreu. Flugferðin átti að sýna Norður-Kóreumönnum glöggt hernaðarmátt sunnanmanna sem njóta liðsinnis Bandaríkjanna.

AP segir frá því að Norður-Kórea sé talin vera komin fremsta hlunn með að sprengja enn eina kjarnorkusprengjuna í tilraunaskyni og óttast menn að stýriflaugar landsins séu orðnar mun fullkomnari en þær voru áður.

Flugferðin kemur degi eftir að bandamennirnir skutu átta eldflaugum í sjóinn í grennd við norðurlandamærin til að sýna mátt sinn á því sviðinu.

Bandaríkjamenn hafa einnig lofað hörðum og snöggum viðbrögðum, láti norðanmenn verða af því að sprengja kjarnorkusprengju í tilraunaskyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×