Af hverju er gíraffinn með svona langan háls? Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 6. júní 2022 08:01 Vísindamenn telja langan háls gíraffa geta verið af kynferðislegum toga. Getty Vísindamenn telja sig hafa fundið nýja skýringu á því af hverju gíraffar eru með svona langan háls. Og eins og svo oft í líffræðinni þá er skýringin af kynferðislegum toga. Ein af stóru ráðgátum náttúrunnar hefur löngum verið af hverju gíraffar eru með svona ógurlega langan háls. Það hlýtur jú að vera ástæða fyrir svona löngum hálsi sem veldur dýrinu margvíslegum erfiðleikum. Þó ekki væri nema bara fyrir þær sakir að hjartað þarf að dæla blóðinu upp í gegnum 2ja metra langan háls, sem krefst þess að blóðþrýstingur dýrsins þarf að vera mjög hár til þess að komast hjá yfirliði eða hreinlega hjartaáfalli. „Trjákrónukenningin“ Það má segja að franski náttúrufræðingurinn Jean-Baptiste Lamarck hafi í byrjun 19. sett fram kenningu sem menn hafa hallast að æ síðan. Þetta snýst jú allt um að hinir hæfustu lifi af og í tilviki gíraffanna þá höfðu þeir það fram yfir aðrar plöntuætur að þeir sátu einir að hlaðborði laufblaðanna efst í trjákrónunni. Þannig að það var alltaf nóg að bíta og brenna fyrir þá. Þessi skýring fellur einnig vel að þróunarkenningu Darwins sem var sett fram um hálfri öld síðar. En á þessum langa hálsi gæti verið önnur skýring og hana má finna í nýjasta tölublaði vísindatímaritsins Science, sem er eitt hið virtasta sinnar tegundar. Hún byggist hreinlega á því að ástæða þessa langa háls gíraffans sé af kynferðislegum toga. Hin nýja kenning Fyrir aldarfjórðungi fann kínverski steingervingafræðingurinn Jin Meng undarlega og óþekkta hauskúpu í Norður-Kína. Árum saman áttuðu menn sig ekki á því hvaða skepna þetta gæti verið og hún gekk einfaldlega undir heitinu „skrýtin skepna“ (guài shòu). Það sem meira er, hún virðist hafa verið einhyrningur. Áralangar rannsóknir Mengs og félaga hans hafa nú leitt til þeirrar niðurstöðu að skepnan skrýtna hafi verið náskyld gíröffum nútímans og verið uppi fyrir tæpum 17 milljónum ára. Þeir telja víst að sjaldan eða aldrei hafi verið uppi dýr með eins rammgert höfuð og sterka hálsvöðva. Og baráttan um kvendýrin fór fram með sama hætti og hjá gíröffum nútímans (og reyndar jórturdýrum yfirleitt), það er að segja, gíraffakarlarnir berjast um kerlingarnar með því að berja saman hausum. Og þá fóru yfirburðir þeirra sem höfðu lengri háls að sýna sig, þeir gátu beitt höfðinu víðar á líkama andstæðingsins og þar með barið á honum þar til hann laut í gras, bókstaflega. Þessir gíraffar fortíðarinnar yfirgáfu á einhverjum tímapunkti heimkynni sín í Kína og héldu suður á bóginn, þar komu þeir á svæði þar sem langur háls var kostur til þess að ná til fæðu sem önnur dýr náðu ekki til. Og áfram héldu hálsar þeirra að lengjast. Víst er að áhangendur „trjákrónukenningarinnar“ munu ekki gefa sig þrátt fyrir þessa rannsókn og vísindamenn munu áfram deila um þessa heillandi ráðgátu. Svo er til þriðja kenningin, reyndar nýtur lítils fylgis. Hún tengist bandaríska kvikmyndaleikaranum Chuck Norris og er svona: „Einu sinni gaf Chuck Norris hesti á kjaftinn. Afkomendur hans eru kallaðir gíraffar...“ Dýr Vísindi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Ein af stóru ráðgátum náttúrunnar hefur löngum verið af hverju gíraffar eru með svona ógurlega langan háls. Það hlýtur jú að vera ástæða fyrir svona löngum hálsi sem veldur dýrinu margvíslegum erfiðleikum. Þó ekki væri nema bara fyrir þær sakir að hjartað þarf að dæla blóðinu upp í gegnum 2ja metra langan háls, sem krefst þess að blóðþrýstingur dýrsins þarf að vera mjög hár til þess að komast hjá yfirliði eða hreinlega hjartaáfalli. „Trjákrónukenningin“ Það má segja að franski náttúrufræðingurinn Jean-Baptiste Lamarck hafi í byrjun 19. sett fram kenningu sem menn hafa hallast að æ síðan. Þetta snýst jú allt um að hinir hæfustu lifi af og í tilviki gíraffanna þá höfðu þeir það fram yfir aðrar plöntuætur að þeir sátu einir að hlaðborði laufblaðanna efst í trjákrónunni. Þannig að það var alltaf nóg að bíta og brenna fyrir þá. Þessi skýring fellur einnig vel að þróunarkenningu Darwins sem var sett fram um hálfri öld síðar. En á þessum langa hálsi gæti verið önnur skýring og hana má finna í nýjasta tölublaði vísindatímaritsins Science, sem er eitt hið virtasta sinnar tegundar. Hún byggist hreinlega á því að ástæða þessa langa háls gíraffans sé af kynferðislegum toga. Hin nýja kenning Fyrir aldarfjórðungi fann kínverski steingervingafræðingurinn Jin Meng undarlega og óþekkta hauskúpu í Norður-Kína. Árum saman áttuðu menn sig ekki á því hvaða skepna þetta gæti verið og hún gekk einfaldlega undir heitinu „skrýtin skepna“ (guài shòu). Það sem meira er, hún virðist hafa verið einhyrningur. Áralangar rannsóknir Mengs og félaga hans hafa nú leitt til þeirrar niðurstöðu að skepnan skrýtna hafi verið náskyld gíröffum nútímans og verið uppi fyrir tæpum 17 milljónum ára. Þeir telja víst að sjaldan eða aldrei hafi verið uppi dýr með eins rammgert höfuð og sterka hálsvöðva. Og baráttan um kvendýrin fór fram með sama hætti og hjá gíröffum nútímans (og reyndar jórturdýrum yfirleitt), það er að segja, gíraffakarlarnir berjast um kerlingarnar með því að berja saman hausum. Og þá fóru yfirburðir þeirra sem höfðu lengri háls að sýna sig, þeir gátu beitt höfðinu víðar á líkama andstæðingsins og þar með barið á honum þar til hann laut í gras, bókstaflega. Þessir gíraffar fortíðarinnar yfirgáfu á einhverjum tímapunkti heimkynni sín í Kína og héldu suður á bóginn, þar komu þeir á svæði þar sem langur háls var kostur til þess að ná til fæðu sem önnur dýr náðu ekki til. Og áfram héldu hálsar þeirra að lengjast. Víst er að áhangendur „trjákrónukenningarinnar“ munu ekki gefa sig þrátt fyrir þessa rannsókn og vísindamenn munu áfram deila um þessa heillandi ráðgátu. Svo er til þriðja kenningin, reyndar nýtur lítils fylgis. Hún tengist bandaríska kvikmyndaleikaranum Chuck Norris og er svona: „Einu sinni gaf Chuck Norris hesti á kjaftinn. Afkomendur hans eru kallaðir gíraffar...“
Dýr Vísindi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira