Tiger King stjarnan Doc Antle handtekin fyrir peningaþvætti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. júní 2022 23:12 Doc Antle hefur ítrekað verið sakaður um að fara illa með dýrin sín. Getty/AP Tiger King stjarnan Bhagavan „Doc“ Antle hefur verið handtekinn af bandarísku alríkislögreglunni, FBI, og verður færður fyrir dómara á mánudag þar sem hann verður ákærður fyrir peningaþvætti. Þetta hefur fréttastofa AP eftir heimildum en fram kemur í fréttinni að ákæran verði á alríkisstigi, sem getur leitt til mun harðari refsingar en annars. Lögreglumenn FBI handtóku Antle á föstudag og honum verður haldið í gæsluvarðhaldi í J. Reuben Long gæsluvarðhaldsfangelsinu í Conway í Suður-Karólínu yfir helgina. Antle er eigandi vinsæla Myrtle Beach dýragarðsins í Suður-Karólínu. Hann vakti mikla athygli þegar honum brá fyrir í Netflix-þáttunum Tiger King: Murder, Mayhem and Madenss, sem voru gefnir út á streymisveitunni árið 2020. Þættirnir eru heimildaþættir og fjölluðu um þá sem rækta tígrisdýr og reka dýragarða fyrir stóra ketti í Bandaríkjunum. Áhersla var lögð á Joe Exotic, sem rak einn slíkan dýragarð í Oklahoma, og hefur verið skotspónn dýravelferðarsinna fyrir meint dýraníð og var svo sakfelldur og dæmdur í fangelsi fyrir að hafa skipulagt morð á óvini sínum Carole Baskin. Talið er líklegt að ákærurnar, sem gefnar verða út á hendur Antle, tengist ásökunum um peningaþvætti. Þetta hefur AP eftir heimildamanni. Doc Antle hefur verið handtekinn fyrir peningaþvætti.AP/Fógetaembætti Horry Sýslu Dýravelferðarsinnar hafa sakað Antle um að hlúa illa að dýrunum sínum, ljónum og fleiri dýrum. Hann var árið 2020 ákærður fyrir dýraníð í Virginíu og fyrir smygl á dýrum. Í maí á þessu ári óskuðu samtökin People for the Ethical Treatment of Animals eftir því við skattyfirvöld í Bandaríkjunum að rannsaka Rare Species Fund, sjóð í eigu Antler sem átti að stuðla að verndun dýralífs. Dýraverndunarsamtökin PETA hafa haldið því fram að hluti sjóðspeninganna hafi farið í dýragarðinn hans í Myrtle Beach, sem er brot á lögum um peningaþvætti. Aðalmeðferð í máli hans í Virginíu mun fara fram í næsta mánuði en hann er ákærður fyrir brot á lögum um smygl á dýrum og fyrir að hafa brotið slík lög af yfirlögðu ráði. Þau brot eru á alríkisstigi. Þá er hann einnig ákærður fyrir þrettán minniháttar brot á lögum um dýr í útrýmingarhættu og fyrir slæma meðferð á dýrum í tengslum við flutning hans á ljónshvolpum. Antle á langan sakaferil, sem rekja má allt aftur til ársins 1989 þegar hann var sektaður fyrir að hafa yfirgefið dádýr og páfugla í dýragarðinum sínum í Virginíu. Síðan þá hefur hann brotið lög um dýravelferð oftar en 35 sinnum. Bandaríkin Dýraheilbrigði Netflix Tengdar fréttir Joe Exotic sækir um skilnað Joe Exotic, betur þekktur sem „tígrisdýrakonungurinn“, hefur sagt skilið við hjónaband sitt við Dillon Passage og sótt um skilnað. Passage, sem er 34 árum yngri en eiginmaður hans, er nú þegar fluttur inn með nýjum kærasta. 31. mars 2022 22:02 Dómur Joe Exotic styttur í dag Bandarískur dómari í Oklahoma-borg mun í dag ákveða nýja refsingu fyrir Joseph Maldonado -Passage, sem er betur þekktur sem Joe Exotic eða „Tígrisdýrakonungurinn“. Það er eftir að áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að stytta ætti dóm sem hann hlaut fyrir að reyna að ráða leigumorðingja til að myrða óvin sinn. 28. janúar 2022 13:19 Baskin-hjónin stefna Netflix vegna Tiger King 2 Carole Baskin, erkióvinur tígrisdýraræktandans Joe Exotic, hefur kært streymisveituna Netflix vegna þess sem hún vill meina að sé stórfellt brot á samningum sem varða notkun á myndefni af henni og eiginmanni hennar í stiklu annarrar þáttaraðar Tiger King sem frumsýnd verður síðar í mánuðinum. 2. nóvember 2021 07:48 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Sjá meira
Þetta hefur fréttastofa AP eftir heimildum en fram kemur í fréttinni að ákæran verði á alríkisstigi, sem getur leitt til mun harðari refsingar en annars. Lögreglumenn FBI handtóku Antle á föstudag og honum verður haldið í gæsluvarðhaldi í J. Reuben Long gæsluvarðhaldsfangelsinu í Conway í Suður-Karólínu yfir helgina. Antle er eigandi vinsæla Myrtle Beach dýragarðsins í Suður-Karólínu. Hann vakti mikla athygli þegar honum brá fyrir í Netflix-þáttunum Tiger King: Murder, Mayhem and Madenss, sem voru gefnir út á streymisveitunni árið 2020. Þættirnir eru heimildaþættir og fjölluðu um þá sem rækta tígrisdýr og reka dýragarða fyrir stóra ketti í Bandaríkjunum. Áhersla var lögð á Joe Exotic, sem rak einn slíkan dýragarð í Oklahoma, og hefur verið skotspónn dýravelferðarsinna fyrir meint dýraníð og var svo sakfelldur og dæmdur í fangelsi fyrir að hafa skipulagt morð á óvini sínum Carole Baskin. Talið er líklegt að ákærurnar, sem gefnar verða út á hendur Antle, tengist ásökunum um peningaþvætti. Þetta hefur AP eftir heimildamanni. Doc Antle hefur verið handtekinn fyrir peningaþvætti.AP/Fógetaembætti Horry Sýslu Dýravelferðarsinnar hafa sakað Antle um að hlúa illa að dýrunum sínum, ljónum og fleiri dýrum. Hann var árið 2020 ákærður fyrir dýraníð í Virginíu og fyrir smygl á dýrum. Í maí á þessu ári óskuðu samtökin People for the Ethical Treatment of Animals eftir því við skattyfirvöld í Bandaríkjunum að rannsaka Rare Species Fund, sjóð í eigu Antler sem átti að stuðla að verndun dýralífs. Dýraverndunarsamtökin PETA hafa haldið því fram að hluti sjóðspeninganna hafi farið í dýragarðinn hans í Myrtle Beach, sem er brot á lögum um peningaþvætti. Aðalmeðferð í máli hans í Virginíu mun fara fram í næsta mánuði en hann er ákærður fyrir brot á lögum um smygl á dýrum og fyrir að hafa brotið slík lög af yfirlögðu ráði. Þau brot eru á alríkisstigi. Þá er hann einnig ákærður fyrir þrettán minniháttar brot á lögum um dýr í útrýmingarhættu og fyrir slæma meðferð á dýrum í tengslum við flutning hans á ljónshvolpum. Antle á langan sakaferil, sem rekja má allt aftur til ársins 1989 þegar hann var sektaður fyrir að hafa yfirgefið dádýr og páfugla í dýragarðinum sínum í Virginíu. Síðan þá hefur hann brotið lög um dýravelferð oftar en 35 sinnum.
Bandaríkin Dýraheilbrigði Netflix Tengdar fréttir Joe Exotic sækir um skilnað Joe Exotic, betur þekktur sem „tígrisdýrakonungurinn“, hefur sagt skilið við hjónaband sitt við Dillon Passage og sótt um skilnað. Passage, sem er 34 árum yngri en eiginmaður hans, er nú þegar fluttur inn með nýjum kærasta. 31. mars 2022 22:02 Dómur Joe Exotic styttur í dag Bandarískur dómari í Oklahoma-borg mun í dag ákveða nýja refsingu fyrir Joseph Maldonado -Passage, sem er betur þekktur sem Joe Exotic eða „Tígrisdýrakonungurinn“. Það er eftir að áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að stytta ætti dóm sem hann hlaut fyrir að reyna að ráða leigumorðingja til að myrða óvin sinn. 28. janúar 2022 13:19 Baskin-hjónin stefna Netflix vegna Tiger King 2 Carole Baskin, erkióvinur tígrisdýraræktandans Joe Exotic, hefur kært streymisveituna Netflix vegna þess sem hún vill meina að sé stórfellt brot á samningum sem varða notkun á myndefni af henni og eiginmanni hennar í stiklu annarrar þáttaraðar Tiger King sem frumsýnd verður síðar í mánuðinum. 2. nóvember 2021 07:48 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Sjá meira
Joe Exotic sækir um skilnað Joe Exotic, betur þekktur sem „tígrisdýrakonungurinn“, hefur sagt skilið við hjónaband sitt við Dillon Passage og sótt um skilnað. Passage, sem er 34 árum yngri en eiginmaður hans, er nú þegar fluttur inn með nýjum kærasta. 31. mars 2022 22:02
Dómur Joe Exotic styttur í dag Bandarískur dómari í Oklahoma-borg mun í dag ákveða nýja refsingu fyrir Joseph Maldonado -Passage, sem er betur þekktur sem Joe Exotic eða „Tígrisdýrakonungurinn“. Það er eftir að áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að stytta ætti dóm sem hann hlaut fyrir að reyna að ráða leigumorðingja til að myrða óvin sinn. 28. janúar 2022 13:19
Baskin-hjónin stefna Netflix vegna Tiger King 2 Carole Baskin, erkióvinur tígrisdýraræktandans Joe Exotic, hefur kært streymisveituna Netflix vegna þess sem hún vill meina að sé stórfellt brot á samningum sem varða notkun á myndefni af henni og eiginmanni hennar í stiklu annarrar þáttaraðar Tiger King sem frumsýnd verður síðar í mánuðinum. 2. nóvember 2021 07:48