Lífið

Nýr örlagavaldur á Ástareyjunni

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Keppendur Ástareyjunnar í góðu ásigkomulagi
Keppendur Ástareyjunnar í góðu ásigkomulagi love island

Raunveruleikaþættirnir Love Island hafa notið gríðarlegra vinsælda um allan heim. Þar leita þátttakendur í sífellu að ástinni og hafa hingað til fengið að ákveða sjálfir með hverjum þeir stinga saman nefjum, en nú verður breyting á. 

„Í ár, í fyrsta skiptið frá upp­hafi, ætlum við að leyfa ykkur sem heima sitjið að leika ástar­guðinn. Þið hafið val um það hvaða strákur parar sig saman með hvaða stelpu,“ sagði Iain Stirling sem til­kynnti um breytingarnar í beinni útsendingu.

Það verður því á færi áhorfenda að para saman einstaklinga í þáttunum sem munu þá fara saman á stefnumót og gerast par þangað til næstu kosningar fara fram. 

Keppendur sumarsins voru kynntir til sögunnar í síðustu viku en þættirnir hefjast 7. júní. Ian hvetur áhorfendur til að ná sér í appið þar sem hægt verður að kjósa.

„Þið ráðið því hverjir verða saman. Þið getið skoðað alla kepp­endur, kannað stemminguna og valið þá sem ykkur líst á sem par. “ sagði Iain. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×