Barry: Barry missir kúlið, vitið og samhygðina Heiðar Sumarliðason skrifar 13. júní 2022 08:57 NoHo Hank og Barry Berkman, þvílíkt dúó. Stöð 2 sýnir þessi misserin þriðju seríu gamanþáttaraðarinnar Barry og þegar þessi orð eru rituð hafa sjö þættir af átta verið sýndir, lokaþátturinn verður sýndur í kvöld (mánudag). Barry fjallar um kaldrifjaðan leigumorðingja sem kynnist leiklistarstarfi í Los Angeles þegar honum er falið að myrða áhugaleikara í vinnusmiðju þekkts leiklistarkennara. Eftir að hafa óvart dregist inn í hringiðu leiklistarnámskeiðsins veltir hann fyrir sér hvort hann hafi hæfileika í faginu. Hann fer því á fulla ferð í að reyna fyrir sér á leiklistarbrautinni en getur þó ekki slitið sig frá leigumorðsbransanum, enda þurfa leikarar að hafa gott aukastarf ætli þeir á annað borð að búa og starfa í Hollywood. Líkt og lýsingin gefur til kynna er það svartur húmor sem ræður ríkjum í þáttunum um Barry. SNL-stjarnan fyrrverandi Bill Hader leikur titilhlutverkið og er annar höfundanna, hinn er Alec Berg, sem skrifaði töluvert af Seinfeld-þáttum. Byrjar á að aftöku Þrátt fyrir að hann sé kaldrifjaður þegar kemur að vinnu sinni, þ.e. að myrða fólk, líkar manni strax vel við Barry. Ég fór til baka og horfði á allra fyrsta þáttinn í seríunni og skoðaði hvernig Barry var kynntur til sögunnar. Í fyrstu senunni stendur hann yfir líki manns sem hann er nýbúinn að skjóta í höfuðið, ekki sérlega geðslegt. Það sem kemur í kjölfarið er hins vegar svo hversdagslegt að auðvelt er að falla fyrir honum. Hader og Berg vita augljóslega að trikkið til að áhorfendur haldi með persónu sem fólki ætti að líka illa við er að umkringja hana með enn verra fólki. Það gera þeir og tekst Barry m.a. á við tsjetsjensku mafíuna og bólivískan heróínhring. Það er þó ekki þannig að þetta séu allt alvarlegir og hættulegir glæpamenn, enda er Barry fyrst og fremst kómedía. Þáttaröðin inniheldur eina dásamlegustu persónu síðari ára, NoHo Hank. Tsjetsjenskan gangster, sem er einstaklega hýr á brá, ofan á það að vera gjörsamlega hárlaus. NoHo Hank er einn sá allra litríkasti. Einnig er það sterkur leikur að blanda hópi narsissískra leikara inn í söguna, því við hliðina á þessu fólki virðist leigumorðinginn Barry næstum eðlilegur. M.a.s. leiklistarkennarinn Gene Cousineau, leikinn af Henry Winkler, er í raun hræðileg mannvera. Covid gerir Barry grikk Þessi þriðja þáttaröð af Barry er að mörgu leyti sú besta hingað til þegar kemur að skrifum, því hún inniheldur margar listilega samsettar senur og fyndnar línur, sem toppa allt úr fyrri þáttaröðum. Það er þó eitthvað við nýju þættina sem gerir það að verkum að þeir hafa ekki dregið mig inn á sama máta og fyrstu tvær þáttaraðirnar. Fyrst um sinn áttaði ég mig ekki alveg á ástæðunni, en eftir smá enduráhorf fann ég þá galla sem greinilega gerðu mig fráhverfan framvindunni. Fyrst ber að nefna stærsta ókostinn, sem er hve langur tími er liðinn frá síðustu þáttaröð, sem er vegna Covid og alls sem því fylgdi. Lokaþáttur hennar var sýndur vorið 2019, því hefur fennt ansi duglega yfir fyrri framvindu þegar horft er á nýju þáttaröðina. Eftir að ég kíkti á nokkra eldri þætti og svo aftur á þá nýju, var ýmislegt sem rann upp fyrir mér. T.d. kveikti ég ekki á því að aðstoðarkona Söruh, kærustu Barrys, væri vinkona hennar úr leikhópnum úr fyrstu þáttunum. Það varð til að þess að ég upplifði senurnar á milli þeirra á réttan máta við áhorf númer tvö og náði þar með að sjá virðingarleysi Söruh gagnvart vinkonu sinni í réttu ljós. Þráðurinn um Söruh og sjónvarpsþáttinn hennar er virkilega vel heppnaður. Einnig fer endursköpun á upphafsatriði fyrstu þáttaraðarinnar, sem kemur fyrir í fjórða þætti nýju seríunnar, algjörlega fyrir ofan garð og neðan. Það var ekki fyrr en eftir annað áhorf að ég gat lesið í það að sköllótti maðurinn sem Barry skýtur í endurlitsatriðinu er sá sami og hann myrti í fyrsta þætti, en einungis vegna þess að ég var nýbúinn að horfa á fyrsta þáttinn aftur. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um atriði þar sem lestur á kringumstæður og núansa er ekki fyrir hendi vegna tímans frá síðustu þáttaröð. Þetta er auðvitað ekki ákjósanlegt fyrir jafn marglaga þáttaröð og Barry. Fráhrindandi Barry Það sem er þó erfiðast við þriðju þáttaröðina er söguþráður og hegðun Barrys sjálfs. Í fyrstu tveimur seríunum var ávallt hægt að tengjast honum þrátt fyrir myrkraverkin og Barry var alltaf okkar maður innan um alla þessa furðufugla. Ákveðin breyting varð þó í lokaþætti annarrar þáttaraðar þegar Barry myrti mann og annan í klaustrinu, líkt og hann væri í fyrstu persónu skotleik. Við þetta breyttist daður Barrys við einhverskonar myrkur, í algjört svartnætti. Ég geri mér grein fyrir því að þetta voru glæpamenn sem hann myrti, en þarna var samt einhver lína sem hann fór yfir. Þó svo að Barry hafi ekki stundað nein fjöldamorð í þeim þáttum sem hafa þegar verið sýndir í þriðju þáttaröð, eru sífellt þrumuský yfir höfði hans sem ekki hafa áður sést og hegðun hans eftir því. Hann er ekki sama persónan og breytingin ekki endilega til batnaðar. Ákveðnar senur snemma í nýju seríunni gera sögunni enga greiða. T.d. það að Barry tryllist inni á skrifstofu kærustu sinnar hefur í för með sér að taug slitnar sem hafði myndast milli mín sem áhorfanda og andhetjunnar Barry. Undir einhverjum kringumstæðum gæti þetta virkað, en hér eru þetta mistök og hægt að beintengja þau inn í furðulega réttlætingu Barrys á því hvernig hann ætlar að bæta fyrir misgjarðir sínar gagnvart Cousineau. Það er í þeim þræði sem spilaborgin fellur. Hugmynd hans um að ræna Cousineau og útvega honum hlutverk til að koma ferli hans í gang er svo fráleit að hún er ekki fyndin og flækist fyrir framvindunni. Ef ástæðan fyrir æðiskasti Barrys væri sterkari hefði það getað gengið upp. T.d. gerist það síðar í þáttaröðinni að Sarah missir sig gjörsamlega og tryllist við aðstoðarkonu sína. Það æðiskast gengur hins vegar miklu betur upp, því auðvelt er að finna til samhygðar með henni út frá þeim stað sem það kemur. Það er búið að svína á henni svo gjörsamlega á máta sem auðvelt er að tengja við. Ég hef það á tilfinningunni að höfundarnir hafi verið einum of metnaðarfullir og listrænir í nálgun sinni og misst þetta eilítið úr höndunum. Það eru hins vegar gæði annarra hluta sem bjarga þessari þriðju þáttaröð. Bíó og sjónvarp ekki það sama Þáttaröðin um Barry hefur ávallt stundað línudans, en hafði hingað til haldið sig réttum megin við strikið. Ég er ekki viss um að sú persónuörk Barrys sem við sjáum núna henti fyrir sjónvarpsþáttaröð sem horft er á yfir langt tímabil. Við erum ekki vön því sem áhorfendur að persónur í gamanþáttum breytist of mikið, á meðan breyting, þroski og lærdómur aðalpersónu er oftast algjört lykilatriði í vel heppnaðri kvikmynd. Þetta hefur í grunninn með það að gera hvernig við neytum þessara tveggja birtingarmynda leikinni sagna. Við hverfum almennt ekki frá kvikmyndum, heldur klárum áhorfið í einum rykk og erum því beintengd við upplifunina í rauntíma. Hins vegar er áhorf á sjónvarpsþáttaröð brotakennt. Þetta er helsta ástæðan fyrir því persónur í sjónvarpsþáttum breytast ekki svo mikið, hvernig eigum við að muna eftir öllum atvikum. Það má vel vera að eitthvað hafi gerst fyrir korteri í lífi persónunnar, en áhorfandinn gæti verið að taka upp þráðinn einhverjum vikum síðar. Sérstaklega er þetta vandmeðfarið nú á dögum streymisveita, þar sem löng bið getur orðið milli áhorfs. Stokkið yfir hákarlinn Henry Winkler, sem líkt og áður sagði, leikur leiklistarkennarann Cousineau, er einna þekktastur fyrir hlutverk sitt í gamanþáttaröðinni Happy Days, þar sem hann lék töffarann Fonzie. Hann lék þar í atriði sem lifir enn þann dag í dag, en ekki af ástæðu sem höfundar þeirra þátta vilja láta muna eftir. Í sjónvarpsskrifum er hugtak sem kallast „jumping the shark,“ eða stökkva yfir hákarlinn. Það vísar í senu í sjónvarpsþáttunum Happy Days þar sem töffarinn Fonzie stökk yfir hákarl á sjóskíðum. Þetta er talið vera augnablikið sem gæði þáttaraðarinnar fóru þverrandi og hefur þessu hugtaki verið beitt við greiningar á slíkum atriðum í öðrum þáttaröðum. Samkvæmt hinum ýmsu netverjum var hákarlsstökk Friends-þáttanna þegar Ross sagði nafn Rachel í stað Emily við altarið, Í Seinfeld var það þegar George dró golfkúlu Kramers upp úr blástursopi hvalsins, Í Dallas var það þegar kom í ljós að dauði Bobbys var draumur og í Rosanne var það þegar þau unnu í lottóinu og urðu milljónamæringar. Það virðist gerast með allar gamanþáttaraðir að þær verða meira og meira absúrd þegar höfundarnir eru búnir að þurrausa hugmyndabanka hins augljósa og þurfa því að ganga lengra til að koma áhorfendum á óvart. Ég velti því fyrir mér hvort Barry hafi stokkið yfir hákarlinn með fjöldamorðinu í klaustrinu. Því nýja þáttaröðin byrjar strax á þessu furðulega ferðalagi sem Barry dregur Cousineau í og svo í tryllingskastið skömmu síðar. Ég þurfti hreinlega að horfa aftur á senuna þar sem Barry ákveður að eina leiðin fyrir sig til að tryggja fyrirgefningu Cousineau sé að útvega honum hlutverk í kvikmynd eða sjónvarpsþætti. Það er ekki alveg heil brú í þessu. Svo þegar Barry tryllist inni á skrifstofu kærustu sinnar finnst mér líkt og hann sé orðin önnur persóna en áður. Það er ekki aðeins sú staðreynd að persóna Barry fer yfir um sem skýtur skökku við og fær mig til að halda að Barry hafi stokkið yfir hákarlinn, heldur eru aðrar senur sem innihalda hluti og stílbrögð sem eru ólík því sem boðið var upp á í fyrstu tveimur þáttaröðunum. T.d. er senan þar sem umboðsmaður Cousineaus telur upp alla slæmu hlutina sem hafa verið sagðir um hann, lúmsk vísbending þess efnis að höfundarnir séu eilítið að missa tökin. Senan er alltof löng, ófyndinn brandari sem er teygður og ekki í takti við það sem á undan er komið. Þættir á borð við Seinfeld og Friends voru samt betri en flest annað á dagskránni þrátt fyrir hákarlastökkin og aðeins í samanburði við fyrri afrek sín lítur seinni helmingur þáttaraðanna illa út. Það sama má segja um Barry, hann er enn með því besta sem upp á er boðið, þrátt fyrir að fara eilítið út af sporinu. Niðurstaða: Sumir þræðir í þessari þriðju þáttaröð eru upp á fimm stjörnur, en aðrir þrjár. Því fær hún fjórar stjörnur. Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Barry fjallar um kaldrifjaðan leigumorðingja sem kynnist leiklistarstarfi í Los Angeles þegar honum er falið að myrða áhugaleikara í vinnusmiðju þekkts leiklistarkennara. Eftir að hafa óvart dregist inn í hringiðu leiklistarnámskeiðsins veltir hann fyrir sér hvort hann hafi hæfileika í faginu. Hann fer því á fulla ferð í að reyna fyrir sér á leiklistarbrautinni en getur þó ekki slitið sig frá leigumorðsbransanum, enda þurfa leikarar að hafa gott aukastarf ætli þeir á annað borð að búa og starfa í Hollywood. Líkt og lýsingin gefur til kynna er það svartur húmor sem ræður ríkjum í þáttunum um Barry. SNL-stjarnan fyrrverandi Bill Hader leikur titilhlutverkið og er annar höfundanna, hinn er Alec Berg, sem skrifaði töluvert af Seinfeld-þáttum. Byrjar á að aftöku Þrátt fyrir að hann sé kaldrifjaður þegar kemur að vinnu sinni, þ.e. að myrða fólk, líkar manni strax vel við Barry. Ég fór til baka og horfði á allra fyrsta þáttinn í seríunni og skoðaði hvernig Barry var kynntur til sögunnar. Í fyrstu senunni stendur hann yfir líki manns sem hann er nýbúinn að skjóta í höfuðið, ekki sérlega geðslegt. Það sem kemur í kjölfarið er hins vegar svo hversdagslegt að auðvelt er að falla fyrir honum. Hader og Berg vita augljóslega að trikkið til að áhorfendur haldi með persónu sem fólki ætti að líka illa við er að umkringja hana með enn verra fólki. Það gera þeir og tekst Barry m.a. á við tsjetsjensku mafíuna og bólivískan heróínhring. Það er þó ekki þannig að þetta séu allt alvarlegir og hættulegir glæpamenn, enda er Barry fyrst og fremst kómedía. Þáttaröðin inniheldur eina dásamlegustu persónu síðari ára, NoHo Hank. Tsjetsjenskan gangster, sem er einstaklega hýr á brá, ofan á það að vera gjörsamlega hárlaus. NoHo Hank er einn sá allra litríkasti. Einnig er það sterkur leikur að blanda hópi narsissískra leikara inn í söguna, því við hliðina á þessu fólki virðist leigumorðinginn Barry næstum eðlilegur. M.a.s. leiklistarkennarinn Gene Cousineau, leikinn af Henry Winkler, er í raun hræðileg mannvera. Covid gerir Barry grikk Þessi þriðja þáttaröð af Barry er að mörgu leyti sú besta hingað til þegar kemur að skrifum, því hún inniheldur margar listilega samsettar senur og fyndnar línur, sem toppa allt úr fyrri þáttaröðum. Það er þó eitthvað við nýju þættina sem gerir það að verkum að þeir hafa ekki dregið mig inn á sama máta og fyrstu tvær þáttaraðirnar. Fyrst um sinn áttaði ég mig ekki alveg á ástæðunni, en eftir smá enduráhorf fann ég þá galla sem greinilega gerðu mig fráhverfan framvindunni. Fyrst ber að nefna stærsta ókostinn, sem er hve langur tími er liðinn frá síðustu þáttaröð, sem er vegna Covid og alls sem því fylgdi. Lokaþáttur hennar var sýndur vorið 2019, því hefur fennt ansi duglega yfir fyrri framvindu þegar horft er á nýju þáttaröðina. Eftir að ég kíkti á nokkra eldri þætti og svo aftur á þá nýju, var ýmislegt sem rann upp fyrir mér. T.d. kveikti ég ekki á því að aðstoðarkona Söruh, kærustu Barrys, væri vinkona hennar úr leikhópnum úr fyrstu þáttunum. Það varð til að þess að ég upplifði senurnar á milli þeirra á réttan máta við áhorf númer tvö og náði þar með að sjá virðingarleysi Söruh gagnvart vinkonu sinni í réttu ljós. Þráðurinn um Söruh og sjónvarpsþáttinn hennar er virkilega vel heppnaður. Einnig fer endursköpun á upphafsatriði fyrstu þáttaraðarinnar, sem kemur fyrir í fjórða þætti nýju seríunnar, algjörlega fyrir ofan garð og neðan. Það var ekki fyrr en eftir annað áhorf að ég gat lesið í það að sköllótti maðurinn sem Barry skýtur í endurlitsatriðinu er sá sami og hann myrti í fyrsta þætti, en einungis vegna þess að ég var nýbúinn að horfa á fyrsta þáttinn aftur. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um atriði þar sem lestur á kringumstæður og núansa er ekki fyrir hendi vegna tímans frá síðustu þáttaröð. Þetta er auðvitað ekki ákjósanlegt fyrir jafn marglaga þáttaröð og Barry. Fráhrindandi Barry Það sem er þó erfiðast við þriðju þáttaröðina er söguþráður og hegðun Barrys sjálfs. Í fyrstu tveimur seríunum var ávallt hægt að tengjast honum þrátt fyrir myrkraverkin og Barry var alltaf okkar maður innan um alla þessa furðufugla. Ákveðin breyting varð þó í lokaþætti annarrar þáttaraðar þegar Barry myrti mann og annan í klaustrinu, líkt og hann væri í fyrstu persónu skotleik. Við þetta breyttist daður Barrys við einhverskonar myrkur, í algjört svartnætti. Ég geri mér grein fyrir því að þetta voru glæpamenn sem hann myrti, en þarna var samt einhver lína sem hann fór yfir. Þó svo að Barry hafi ekki stundað nein fjöldamorð í þeim þáttum sem hafa þegar verið sýndir í þriðju þáttaröð, eru sífellt þrumuský yfir höfði hans sem ekki hafa áður sést og hegðun hans eftir því. Hann er ekki sama persónan og breytingin ekki endilega til batnaðar. Ákveðnar senur snemma í nýju seríunni gera sögunni enga greiða. T.d. það að Barry tryllist inni á skrifstofu kærustu sinnar hefur í för með sér að taug slitnar sem hafði myndast milli mín sem áhorfanda og andhetjunnar Barry. Undir einhverjum kringumstæðum gæti þetta virkað, en hér eru þetta mistök og hægt að beintengja þau inn í furðulega réttlætingu Barrys á því hvernig hann ætlar að bæta fyrir misgjarðir sínar gagnvart Cousineau. Það er í þeim þræði sem spilaborgin fellur. Hugmynd hans um að ræna Cousineau og útvega honum hlutverk til að koma ferli hans í gang er svo fráleit að hún er ekki fyndin og flækist fyrir framvindunni. Ef ástæðan fyrir æðiskasti Barrys væri sterkari hefði það getað gengið upp. T.d. gerist það síðar í þáttaröðinni að Sarah missir sig gjörsamlega og tryllist við aðstoðarkonu sína. Það æðiskast gengur hins vegar miklu betur upp, því auðvelt er að finna til samhygðar með henni út frá þeim stað sem það kemur. Það er búið að svína á henni svo gjörsamlega á máta sem auðvelt er að tengja við. Ég hef það á tilfinningunni að höfundarnir hafi verið einum of metnaðarfullir og listrænir í nálgun sinni og misst þetta eilítið úr höndunum. Það eru hins vegar gæði annarra hluta sem bjarga þessari þriðju þáttaröð. Bíó og sjónvarp ekki það sama Þáttaröðin um Barry hefur ávallt stundað línudans, en hafði hingað til haldið sig réttum megin við strikið. Ég er ekki viss um að sú persónuörk Barrys sem við sjáum núna henti fyrir sjónvarpsþáttaröð sem horft er á yfir langt tímabil. Við erum ekki vön því sem áhorfendur að persónur í gamanþáttum breytist of mikið, á meðan breyting, þroski og lærdómur aðalpersónu er oftast algjört lykilatriði í vel heppnaðri kvikmynd. Þetta hefur í grunninn með það að gera hvernig við neytum þessara tveggja birtingarmynda leikinni sagna. Við hverfum almennt ekki frá kvikmyndum, heldur klárum áhorfið í einum rykk og erum því beintengd við upplifunina í rauntíma. Hins vegar er áhorf á sjónvarpsþáttaröð brotakennt. Þetta er helsta ástæðan fyrir því persónur í sjónvarpsþáttum breytast ekki svo mikið, hvernig eigum við að muna eftir öllum atvikum. Það má vel vera að eitthvað hafi gerst fyrir korteri í lífi persónunnar, en áhorfandinn gæti verið að taka upp þráðinn einhverjum vikum síðar. Sérstaklega er þetta vandmeðfarið nú á dögum streymisveita, þar sem löng bið getur orðið milli áhorfs. Stokkið yfir hákarlinn Henry Winkler, sem líkt og áður sagði, leikur leiklistarkennarann Cousineau, er einna þekktastur fyrir hlutverk sitt í gamanþáttaröðinni Happy Days, þar sem hann lék töffarann Fonzie. Hann lék þar í atriði sem lifir enn þann dag í dag, en ekki af ástæðu sem höfundar þeirra þátta vilja láta muna eftir. Í sjónvarpsskrifum er hugtak sem kallast „jumping the shark,“ eða stökkva yfir hákarlinn. Það vísar í senu í sjónvarpsþáttunum Happy Days þar sem töffarinn Fonzie stökk yfir hákarl á sjóskíðum. Þetta er talið vera augnablikið sem gæði þáttaraðarinnar fóru þverrandi og hefur þessu hugtaki verið beitt við greiningar á slíkum atriðum í öðrum þáttaröðum. Samkvæmt hinum ýmsu netverjum var hákarlsstökk Friends-þáttanna þegar Ross sagði nafn Rachel í stað Emily við altarið, Í Seinfeld var það þegar George dró golfkúlu Kramers upp úr blástursopi hvalsins, Í Dallas var það þegar kom í ljós að dauði Bobbys var draumur og í Rosanne var það þegar þau unnu í lottóinu og urðu milljónamæringar. Það virðist gerast með allar gamanþáttaraðir að þær verða meira og meira absúrd þegar höfundarnir eru búnir að þurrausa hugmyndabanka hins augljósa og þurfa því að ganga lengra til að koma áhorfendum á óvart. Ég velti því fyrir mér hvort Barry hafi stokkið yfir hákarlinn með fjöldamorðinu í klaustrinu. Því nýja þáttaröðin byrjar strax á þessu furðulega ferðalagi sem Barry dregur Cousineau í og svo í tryllingskastið skömmu síðar. Ég þurfti hreinlega að horfa aftur á senuna þar sem Barry ákveður að eina leiðin fyrir sig til að tryggja fyrirgefningu Cousineau sé að útvega honum hlutverk í kvikmynd eða sjónvarpsþætti. Það er ekki alveg heil brú í þessu. Svo þegar Barry tryllist inni á skrifstofu kærustu sinnar finnst mér líkt og hann sé orðin önnur persóna en áður. Það er ekki aðeins sú staðreynd að persóna Barry fer yfir um sem skýtur skökku við og fær mig til að halda að Barry hafi stokkið yfir hákarlinn, heldur eru aðrar senur sem innihalda hluti og stílbrögð sem eru ólík því sem boðið var upp á í fyrstu tveimur þáttaröðunum. T.d. er senan þar sem umboðsmaður Cousineaus telur upp alla slæmu hlutina sem hafa verið sagðir um hann, lúmsk vísbending þess efnis að höfundarnir séu eilítið að missa tökin. Senan er alltof löng, ófyndinn brandari sem er teygður og ekki í takti við það sem á undan er komið. Þættir á borð við Seinfeld og Friends voru samt betri en flest annað á dagskránni þrátt fyrir hákarlastökkin og aðeins í samanburði við fyrri afrek sín lítur seinni helmingur þáttaraðanna illa út. Það sama má segja um Barry, hann er enn með því besta sem upp á er boðið, þrátt fyrir að fara eilítið út af sporinu. Niðurstaða: Sumir þræðir í þessari þriðju þáttaröð eru upp á fimm stjörnur, en aðrir þrjár. Því fær hún fjórar stjörnur.
Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira