Átak í menntamálum – skortur á vilja? Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 3. júní 2022 11:01 Átak þarf til þess að bæta stöðu á húsnæðismarkaði. Langvarandi skortur húsnæðis hefur orðið til þess að fasteignaverð hefur hækkað verulega á undanförnum árum og nú er svo komið að mati fjölmargra greiningaraðila að þrengingar í efnahagslífinu verði enn meiri sökum þess ástands. Það er jákvætt að nú skuli vera gerð áætlun um byggingarmagn komandi ára og slík áætlun þarf að ná til áratuga svo vel sé. Í uppbyggingunni sem framundan er verður mikil þörf fyrir iðn- og tæknimentuðu fólki sem þarf til þess að byggja húsnæðið. Því er ljóst að skólakerfið þarf að útvega fleiri einstaklinga sem hafa klárað formlega menntun í viðkomandi greinum. Á síðasta ári var 700 umsækjendum vísað frá iðnnámsgreinum í skólakerfinu. Það er eftirsóknarvert að komast í iðn- og tækninám og má þar þakka ýmsu fyrir það. En á sama tíma og við búum við skort á fólki með iðn- og tæknimenntun þá hefur ríkið tekið undir og gripið til þess að ýta undir og auka aðsókn í iðn- og tækninám. Farið var í átak á tímum heimsfaraldurs að auka vægi iðn- og tækninámsins, sem er vel. En þegar aðsókn hefur aukist þá hefur komið í ljós að menntakerfið hefur ekki verið nægilega tilbúið að taka á móti auknum fjölda sem mér skilst að orsakist fyrst og fremst á því að fjármagn skorti, það skorti nemendaígildi sem fjármagnað er af ríkinu. Reiknilíkanið sem notað er segir stopp. „Computer says NO“ Ég heyri að í dag þegar verið er að fara yfir umsóknir í iðn- og tækninám muni fjöldi þess sem vísað verði frá vera enn meiri en í fyrra. Fjöldinn muni mögulega fara yfir 1.000 nemendur! Þá er spurt, hvað skýrir þessa stöðu á sama tíma og vinnumarkaðurinn öskrar eftir fleiri menntuðum einstaklingum í þessum greinum? Jú svo virðist sem að samdráttur sé í þessum nemendaígildum eða sem sagt fjölda námsplássa sem bjóða megi upp á. Fjölgun í heimsfaraldri sé að valda því að samdráttur verði núna. Það er hægt að finna leiðir til að kennsluhúsnæði dugi til, kennarar eru til staðar þó fjölgun þar sé nauðsynleg til lengri tíma. Það vantar því fyrst og fremst aukið fjármagn í iðn- og tæknigreinar. Það þarf að fjölga námsplássum sem menntakerfið má fylla. Það vantar raunverulegar aðgerðir strax til að bjóða fólki á öllum aldri að sækja í iðn- og tækninám. Það þarf fjármagn og samstarf menntastofnanna víðsvegar um landið til þess að anna þörfum markaðarins. Þetta þarf að gerast strax. Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Skóla - og menntamál Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Sjá meira
Átak þarf til þess að bæta stöðu á húsnæðismarkaði. Langvarandi skortur húsnæðis hefur orðið til þess að fasteignaverð hefur hækkað verulega á undanförnum árum og nú er svo komið að mati fjölmargra greiningaraðila að þrengingar í efnahagslífinu verði enn meiri sökum þess ástands. Það er jákvætt að nú skuli vera gerð áætlun um byggingarmagn komandi ára og slík áætlun þarf að ná til áratuga svo vel sé. Í uppbyggingunni sem framundan er verður mikil þörf fyrir iðn- og tæknimentuðu fólki sem þarf til þess að byggja húsnæðið. Því er ljóst að skólakerfið þarf að útvega fleiri einstaklinga sem hafa klárað formlega menntun í viðkomandi greinum. Á síðasta ári var 700 umsækjendum vísað frá iðnnámsgreinum í skólakerfinu. Það er eftirsóknarvert að komast í iðn- og tækninám og má þar þakka ýmsu fyrir það. En á sama tíma og við búum við skort á fólki með iðn- og tæknimenntun þá hefur ríkið tekið undir og gripið til þess að ýta undir og auka aðsókn í iðn- og tækninám. Farið var í átak á tímum heimsfaraldurs að auka vægi iðn- og tækninámsins, sem er vel. En þegar aðsókn hefur aukist þá hefur komið í ljós að menntakerfið hefur ekki verið nægilega tilbúið að taka á móti auknum fjölda sem mér skilst að orsakist fyrst og fremst á því að fjármagn skorti, það skorti nemendaígildi sem fjármagnað er af ríkinu. Reiknilíkanið sem notað er segir stopp. „Computer says NO“ Ég heyri að í dag þegar verið er að fara yfir umsóknir í iðn- og tækninám muni fjöldi þess sem vísað verði frá vera enn meiri en í fyrra. Fjöldinn muni mögulega fara yfir 1.000 nemendur! Þá er spurt, hvað skýrir þessa stöðu á sama tíma og vinnumarkaðurinn öskrar eftir fleiri menntuðum einstaklingum í þessum greinum? Jú svo virðist sem að samdráttur sé í þessum nemendaígildum eða sem sagt fjölda námsplássa sem bjóða megi upp á. Fjölgun í heimsfaraldri sé að valda því að samdráttur verði núna. Það er hægt að finna leiðir til að kennsluhúsnæði dugi til, kennarar eru til staðar þó fjölgun þar sé nauðsynleg til lengri tíma. Það vantar því fyrst og fremst aukið fjármagn í iðn- og tæknigreinar. Það þarf að fjölga námsplássum sem menntakerfið má fylla. Það vantar raunverulegar aðgerðir strax til að bjóða fólki á öllum aldri að sækja í iðn- og tækninám. Það þarf fjármagn og samstarf menntastofnanna víðsvegar um landið til þess að anna þörfum markaðarins. Þetta þarf að gerast strax. Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun