Sársaukafullar vaxtahækkanir framundan Halldór Kári Sigurðarson skrifar 3. júní 2022 09:00 Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7% í apríl sem þýðir að húsnæðisverð hefur hækkað um 8,5% á þremur mánuðum. Árshækkunartakturinn stendur nánast í stað og er nú 22,3%. Heimildir: Þjóðskrá Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Ef litið er á húsnæðisverðsþróun eftir sveitarfélögum og hverfum má sjá að hvað mestar hækkanir hafa verið í Breiðholti, Árbænum og miðbænum. Miklar verðhækkanir í Breiðholti og Árbæ skýrast e.t.v af því að fólk hefur sótt í ódýrari svæði í þeim miklu verðhækkunum sem hafa átt sér stað undanfarið ár. Í miðbænum eru það svo nýbyggðar lúxusíbúðir sem valda mikilli hækkun á meðalfermetraverði. Heimildir: Þjóðskrá Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Þessar verðhækkanir þrýsta á verðbólguna sem mælist nú 7,6% og útlit er fyrir að hún eigi eftir að aukast enn frekar. Í nýjustu útgáfu peningamála hækkaði Seðlabankinn verðbólguspá sína töluvert og fer toppurinn úr 5,8% upp í 8,1%. Ætli peningastefnunefnd sér að ná verðbólgunni niður úr 8% í u.þ.b. 4% á einu ári líkt og nýjasta spáin segir til um er ljóst að það þarf að beita vaxtatækinu óspart. Næsta vaxtaákvörðun Seðlabankans verður kynnt 22. júní og ekki við öðru að búast en frekari vaxtahækkun í ljósi stöðunnar. Heimildir: Seðlabanki Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Í lágvaxtaumhverfinu sem fylgdi heimsfaraldrinum og út apríl sl. námu nettó húsnæðislán bankanna á breytilegum vöxtum til heimilanna 410 ma.kr. Það er því ákveðinn hópur sem er mjög viðkvæmur fyrir frekari vaxtahækkunum þrátt fyrir að heimilin hafi verið hrifnari af föstum vöxtum undanfarið ár. Heimildir: Seðlabanki Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Ofan á það leggst að fastir óverðtryggðir vextir eru nú bilinu 6,10-6,85% og því einnig kostnaðarsamt að festa vextina á þessum tímapunkti. Horft fram á við má vænta þess að aukinn vaxtabyrði muni hægja talsvert á markaðnum auk þess sem aukið framboð mun draga úr ójafnvægi markaðarins með haustinu. Þá má ætla að raunverðshækkanir verði takmarkaðar í haust og á næsta ári. Höfundur er hagfræðingur Húsaskjóls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Kári Sigurðarson Húsnæðismál Fjármál heimilisins Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7% í apríl sem þýðir að húsnæðisverð hefur hækkað um 8,5% á þremur mánuðum. Árshækkunartakturinn stendur nánast í stað og er nú 22,3%. Heimildir: Þjóðskrá Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Ef litið er á húsnæðisverðsþróun eftir sveitarfélögum og hverfum má sjá að hvað mestar hækkanir hafa verið í Breiðholti, Árbænum og miðbænum. Miklar verðhækkanir í Breiðholti og Árbæ skýrast e.t.v af því að fólk hefur sótt í ódýrari svæði í þeim miklu verðhækkunum sem hafa átt sér stað undanfarið ár. Í miðbænum eru það svo nýbyggðar lúxusíbúðir sem valda mikilli hækkun á meðalfermetraverði. Heimildir: Þjóðskrá Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Þessar verðhækkanir þrýsta á verðbólguna sem mælist nú 7,6% og útlit er fyrir að hún eigi eftir að aukast enn frekar. Í nýjustu útgáfu peningamála hækkaði Seðlabankinn verðbólguspá sína töluvert og fer toppurinn úr 5,8% upp í 8,1%. Ætli peningastefnunefnd sér að ná verðbólgunni niður úr 8% í u.þ.b. 4% á einu ári líkt og nýjasta spáin segir til um er ljóst að það þarf að beita vaxtatækinu óspart. Næsta vaxtaákvörðun Seðlabankans verður kynnt 22. júní og ekki við öðru að búast en frekari vaxtahækkun í ljósi stöðunnar. Heimildir: Seðlabanki Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Í lágvaxtaumhverfinu sem fylgdi heimsfaraldrinum og út apríl sl. námu nettó húsnæðislán bankanna á breytilegum vöxtum til heimilanna 410 ma.kr. Það er því ákveðinn hópur sem er mjög viðkvæmur fyrir frekari vaxtahækkunum þrátt fyrir að heimilin hafi verið hrifnari af föstum vöxtum undanfarið ár. Heimildir: Seðlabanki Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Ofan á það leggst að fastir óverðtryggðir vextir eru nú bilinu 6,10-6,85% og því einnig kostnaðarsamt að festa vextina á þessum tímapunkti. Horft fram á við má vænta þess að aukinn vaxtabyrði muni hægja talsvert á markaðnum auk þess sem aukið framboð mun draga úr ójafnvægi markaðarins með haustinu. Þá má ætla að raunverðshækkanir verði takmarkaðar í haust og á næsta ári. Höfundur er hagfræðingur Húsaskjóls.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar