Tugir þúsunda fögnuðu drottningu allra drottninga Heimir Már Pétursson skrifar 2. júní 2022 19:31 Hún á tvo afmælisdaga, fæðingardaginn og opinberan afmælisdag og hefur setið lengur en nokkur annar í hásæti Bretlands. Elísabet II Bretlandsdrottning er elskuð og dáð í heimalandinu og víða um heim og í dag var því fagnað með miklum hátíðarhöldum að sjötíu ár eru liðin frá því hún varð drottning. Bretar fagna því í dag og næstu fjóra daga að 70 ár eru í dag frá því að Elísabet II varð drottning aðeins 25 ára gömul eftir að faðir hennar Georg VI lést í febrúar 1952. Hún var krýnd hinn 2. júní árið eftir. Í leiðinni fagna Bretar opinberum afmælisdegi drottingar sem varð 96 ára hinn 26. apríl. Opinber afmælisdagur þjóðhöfðingja Breta er hins vegar haldinn annan laugardag í júní í von um gott veður. Hann var færður fram á þessu ári í tilefni 70 ára tímamótanna. Gífurlegur fjöldi fólks kom saman á Mall breiðstrætinu sem liggur frá Buckingham höll til að fagna með drottningunni í blíðskapar veðri í dag.AP/Daniel Lea Tugir þúsunda manna komu saman við Buckinghamhöll og breiðgötuna Mall sem liggur frá höllinni til að fylgjast með skúrðgöngum og öðrum atriðum. Sumir höfðu mætt í gærkvöldi eða nótt til að tryggja sér góða staðsetningu. Hefð er fyrir því í Bretlandi að boða til götusamkvæma í tilefni stórhátíða eins og í dag. Hundruð þúsunda slíkra samkvæma voru haldin í dag.AP/Stefan Rousseau Diane Principi kom alla leið frá Toronto í samveldisríkinu Kanada. „Ég er mikill aðdáandi konungsfjölskyldunnar og allrar sögu Englands. Þetta er fyrsta heimsókn mín og með þessari ferð rætist lífstíðarósk mín,“ sagði Principi glöð í bragði. Fallbyssuskotum var hleypt af við Tower brúnna og víðar til heiðurs drottningunni.AP/Joe Cook Carly Martin íbúi í Lundúnum sagðist mætt til að skapa minningar. „Þetta gerist bara einu sinni. Maður sér þetta ekki aftur á lífsleiðinni, að minnsta kosti ekki minni, kannski. Ekki heldur á ævi dóttur minnar,“ sagði Martin. Hún þekkti ekki lífið án drottningarinnar. Þannig er það um flesta Breta og umheiminn allan. Það er aðeins fólk vel yfir sjötugu sem man eftir öðrum en Elísabetu II á valdastóli en enginn hefur haldið bresku krúnunni lengur en hún. Drottningin ásamt þremur erfingjum krúnunnar, Katrínu eiginkonu Vilhjálms, Camellu eiginkonu Karls og Louis prins og Karlottu prinsessu litlu systkinum Georgs elsta sonar Vilhjálms og Katrínar.AP/Jonathan Brady Drottninginn kom út á svalir Buckinghamhallar í dag ásamt þremur framtíðar erfingjum krúnunnar; Karli syni sínum, Vilhjálmi syni hans og Georgi syni Vilhjálms og Katrínar. Þau fylgdust með glæsilegri flugsýningu, þar sem 70 flugvélum af öllum stærðum og gerðum var flogið yfir höllina. Aðeins starfandi meðlimir konungsfjölskyldunnar voru á svölunum meðdrottningu. Þannig var komist hjá því að Andrés sonur hennar sem sakaður hefur verið um kynferðislega misnotkun og Harry og Meghan yrðu í sviðsljósinu. Elísabet II kom tvívegis fram á svalir Buckingham hallar í dag. Í fyrra skiptið kom hún með frænda sínum hertoganum af Kent en feður þeirra voru bræður.AP/Alastair Grant „Hennar hátign er stórkostleg persóna á heimsvísu. Ég dáist mikið að henni eins og svo margir aðrir,“ sagði Christian Amy frá Bandaríkjunum í Lundúnum í dag. Síðdegis var send tilkynning frá Buckingham höll þar sem segir að drottningin hafi notiðdagsins verulega mikið en fyndi fyrir óþægindum. Hún þyrfti þvímiður að hætta við að taka þátt í þakkargjörðardagskráí Sánkti Páls dómkirkjunni á morgun. Hún hlakki hins vegar til að taka þátt ítendrun vita í borgum og bæjum um allt Bretland og samveldið í kvöld en drottingin mun tendra á vitunum frá höllinni. Kóngafólk Bretland Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Bretar fagna því í dag og næstu fjóra daga að 70 ár eru í dag frá því að Elísabet II varð drottning aðeins 25 ára gömul eftir að faðir hennar Georg VI lést í febrúar 1952. Hún var krýnd hinn 2. júní árið eftir. Í leiðinni fagna Bretar opinberum afmælisdegi drottingar sem varð 96 ára hinn 26. apríl. Opinber afmælisdagur þjóðhöfðingja Breta er hins vegar haldinn annan laugardag í júní í von um gott veður. Hann var færður fram á þessu ári í tilefni 70 ára tímamótanna. Gífurlegur fjöldi fólks kom saman á Mall breiðstrætinu sem liggur frá Buckingham höll til að fagna með drottningunni í blíðskapar veðri í dag.AP/Daniel Lea Tugir þúsunda manna komu saman við Buckinghamhöll og breiðgötuna Mall sem liggur frá höllinni til að fylgjast með skúrðgöngum og öðrum atriðum. Sumir höfðu mætt í gærkvöldi eða nótt til að tryggja sér góða staðsetningu. Hefð er fyrir því í Bretlandi að boða til götusamkvæma í tilefni stórhátíða eins og í dag. Hundruð þúsunda slíkra samkvæma voru haldin í dag.AP/Stefan Rousseau Diane Principi kom alla leið frá Toronto í samveldisríkinu Kanada. „Ég er mikill aðdáandi konungsfjölskyldunnar og allrar sögu Englands. Þetta er fyrsta heimsókn mín og með þessari ferð rætist lífstíðarósk mín,“ sagði Principi glöð í bragði. Fallbyssuskotum var hleypt af við Tower brúnna og víðar til heiðurs drottningunni.AP/Joe Cook Carly Martin íbúi í Lundúnum sagðist mætt til að skapa minningar. „Þetta gerist bara einu sinni. Maður sér þetta ekki aftur á lífsleiðinni, að minnsta kosti ekki minni, kannski. Ekki heldur á ævi dóttur minnar,“ sagði Martin. Hún þekkti ekki lífið án drottningarinnar. Þannig er það um flesta Breta og umheiminn allan. Það er aðeins fólk vel yfir sjötugu sem man eftir öðrum en Elísabetu II á valdastóli en enginn hefur haldið bresku krúnunni lengur en hún. Drottningin ásamt þremur erfingjum krúnunnar, Katrínu eiginkonu Vilhjálms, Camellu eiginkonu Karls og Louis prins og Karlottu prinsessu litlu systkinum Georgs elsta sonar Vilhjálms og Katrínar.AP/Jonathan Brady Drottninginn kom út á svalir Buckinghamhallar í dag ásamt þremur framtíðar erfingjum krúnunnar; Karli syni sínum, Vilhjálmi syni hans og Georgi syni Vilhjálms og Katrínar. Þau fylgdust með glæsilegri flugsýningu, þar sem 70 flugvélum af öllum stærðum og gerðum var flogið yfir höllina. Aðeins starfandi meðlimir konungsfjölskyldunnar voru á svölunum meðdrottningu. Þannig var komist hjá því að Andrés sonur hennar sem sakaður hefur verið um kynferðislega misnotkun og Harry og Meghan yrðu í sviðsljósinu. Elísabet II kom tvívegis fram á svalir Buckingham hallar í dag. Í fyrra skiptið kom hún með frænda sínum hertoganum af Kent en feður þeirra voru bræður.AP/Alastair Grant „Hennar hátign er stórkostleg persóna á heimsvísu. Ég dáist mikið að henni eins og svo margir aðrir,“ sagði Christian Amy frá Bandaríkjunum í Lundúnum í dag. Síðdegis var send tilkynning frá Buckingham höll þar sem segir að drottningin hafi notiðdagsins verulega mikið en fyndi fyrir óþægindum. Hún þyrfti þvímiður að hætta við að taka þátt í þakkargjörðardagskráí Sánkti Páls dómkirkjunni á morgun. Hún hlakki hins vegar til að taka þátt ítendrun vita í borgum og bæjum um allt Bretland og samveldið í kvöld en drottingin mun tendra á vitunum frá höllinni.
Kóngafólk Bretland Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira