Frumkvöðlar frá fyrsta degi Bogi Nils Bogason skrifar 3. júní 2022 08:00 Í dag fagnar Icelandair 85 ára afmæli. Við þessi tímamót er gaman að staldra við og í senn líta yfir farinn veg og til framtíðar. Að mínu mati er rauði þráðurinn í gegnum alla söguna einstakur kraftur og ástríða starfsfólks og sá mikli frumkvöðlaandi sem einkennt hefur félagið alla tíð og gerir enn. Við höfum haldið merkjum Íslands á lofti um allan heim í áratugi og ætlum að láta til okkar taka í framtíðarþróun flugs. Rætur félagsins má rekja til ársins 1937 þegar Flugfélag Akureyrar var stofnað sem síðar varð Flugfélag Íslands og sameinaðist Loftleiðum. Einstakir frumkvöðlar unnu þrekvirki á fyrstu dögum flugsins, Loftleiðaævintýrið var engu líkt og vert er að minnast þeirra merku tímamóta í íslenskri flugsögu þegar fyrstu flugin voru flogin yfir Atlantshafið árið 1944. Svo hófst tímabil uppbyggingar þar sem leiðakerfi félagsins með Ísland sem okkar heimahöfn var fest í sessi. Leiðakerfið er hjartað í okkar starfsemi og grundvöllur öflugra tenginga til, frá, um og innan Íslands. Það er jafnframt forsenda þess að við gátum byggt upp öfluga ferðþjónustu hér á landi. Þar vorum við í fararbroddi þar sem við fjárfestum í innviðum og nýsköpun og byggðum upp hágæða hótel um allt land. Þetta hefði ekki verið hægt nema fyrir frábært starfsfólk og uppbyggingu okkar góða vinnustaðar. Með þessu höfum við lagt okkar af mörkum til íslensks samfélags og efnahags. Við erum á fleygiferð til framtíðar. Flugsamgöngur tengja okkur við umheiminn og stuðla að framþróun lands og þjóðar. Við höfum sett okkur metnaðarfull markmið þegar kemur að aukinni sjálfbærni í flugi og trúum því að orkuskipti í flugi muni skapa ný tækifæri fyrir Ísland sem miðstöð umhverfisvæns flugs á Norður-Atlantshafi. Við höfum verið frumkvöðlar frá 1937 og hlökkum til næstu 85 ára. Höfundur er forstjóri Icelandair. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag fagnar Icelandair 85 ára afmæli. Við þessi tímamót er gaman að staldra við og í senn líta yfir farinn veg og til framtíðar. Að mínu mati er rauði þráðurinn í gegnum alla söguna einstakur kraftur og ástríða starfsfólks og sá mikli frumkvöðlaandi sem einkennt hefur félagið alla tíð og gerir enn. Við höfum haldið merkjum Íslands á lofti um allan heim í áratugi og ætlum að láta til okkar taka í framtíðarþróun flugs. Rætur félagsins má rekja til ársins 1937 þegar Flugfélag Akureyrar var stofnað sem síðar varð Flugfélag Íslands og sameinaðist Loftleiðum. Einstakir frumkvöðlar unnu þrekvirki á fyrstu dögum flugsins, Loftleiðaævintýrið var engu líkt og vert er að minnast þeirra merku tímamóta í íslenskri flugsögu þegar fyrstu flugin voru flogin yfir Atlantshafið árið 1944. Svo hófst tímabil uppbyggingar þar sem leiðakerfi félagsins með Ísland sem okkar heimahöfn var fest í sessi. Leiðakerfið er hjartað í okkar starfsemi og grundvöllur öflugra tenginga til, frá, um og innan Íslands. Það er jafnframt forsenda þess að við gátum byggt upp öfluga ferðþjónustu hér á landi. Þar vorum við í fararbroddi þar sem við fjárfestum í innviðum og nýsköpun og byggðum upp hágæða hótel um allt land. Þetta hefði ekki verið hægt nema fyrir frábært starfsfólk og uppbyggingu okkar góða vinnustaðar. Með þessu höfum við lagt okkar af mörkum til íslensks samfélags og efnahags. Við erum á fleygiferð til framtíðar. Flugsamgöngur tengja okkur við umheiminn og stuðla að framþróun lands og þjóðar. Við höfum sett okkur metnaðarfull markmið þegar kemur að aukinni sjálfbærni í flugi og trúum því að orkuskipti í flugi muni skapa ný tækifæri fyrir Ísland sem miðstöð umhverfisvæns flugs á Norður-Atlantshafi. Við höfum verið frumkvöðlar frá 1937 og hlökkum til næstu 85 ára. Höfundur er forstjóri Icelandair.
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun