Hinn valkosturinn í Reykjavík Katrín Atladóttir skrifar 2. júní 2022 15:30 Nú standa yfir meirihlutaviðræður í borginni milli hins fallna meirihluta og Framsóknar. Hinn fallni meirihluti, með smávægilegum blæbrigðamun, hefur farið með áhrif í borginni um nærri þriggja áratuga skeið. Endurreisn hans getur varla falið annað í sér en meira af hinu sama. Viðræðurnar geta varla endurspeglað þá breytingu sem kjósendur óskuðu eftir. En er þetta eini valkosturinn í stöðunni? Meirihluti framfara, sáttar og breytinga Borðleggjandi væri að mynda meirihluta Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Meirihluta sem hefði trúverðugleika til að ráðast í nauðsynlegar kerfisbreytingar og löngu tímabæra tiltekt á fjármálum borgarinnar. Meirihluta framfara, sáttar og breytinga. Þessi meirihluti framfara gæti ráðist strax í úttekt á fjármálum og stjórnkerfi Reykjavíkurborgar með það fyrir augum að ná fram aukinni hagræðingu og skilvirkni. Jafnframt gætu flokkarnir lækkað álagningarhlutfall fasteignaskatta umsvifalaust, sem viðbragð við gríðarlegri hækkun fasteignamats sem kynnt var í vikunni. Þá mætti draga úr samkeppnisrekstri borgarinnar og virkja betur einkaframtak. Þessi meirihluti sáttar gæti náð vel saman um skipulagsmálin í borginni – jafnvel undir áframhaldandi forystu Viðreisnar. Borgarlínu mætti koma endanlega af teikniborðinu og tryggja skynsamlega fjármögnun, útfærslu og rekstraráætlun. Flýta mætti lagningu Sundabrautar í einkaframkvæmd og tryggja samhliða alvöru hjólaborg á heimsmælikvarða. Halda mætti áfram að þétta byggðina þar sem innviðir leyfa en jafnframt ráðast í kröftuga húsnæðisuppbyggingu á skynsamlegum framtíðarsvæðum, svo sem í Örfirisey og að Keldum. Jafnframt ættu flokkarnir að geta fundið samhljóm hvað varðar framtíð flugvallarins. Þessi meirihluti breytinga gæti jafnframt unnið að fjölmörgum framförum í skólastarfi. Flokkarnir gætu unnið að raunverulegri lausn leikskólavandans og stutt betur við dagforeldrakerfið. Þá gæti loks reynst unnt að styðja betur við sjálfstætt starfandi skóla í borginni og annað einkaframtak í menntamálum. Auka mætti vægi list- og verkgreina í skólastarfi og tryggja stóraukna tæknikennslu í öllum grunnskólum borgarinnar, ekki síst forritunarkennslu. Þá gæti hinn nýi meirihluti stutt betur við atvinnulíf, nýsköpun og menningu. Skipuleggja mætti fleiri atvinnulóðir og tryggja hagstæðara skattaumhverfi fyrir verðmætasköpun. Skipuleggja mætti nýsköpunarþorp um loftslagsmál í Örfirisey í samstarfi við einkaaðila. Koma mætti Reykjavíkurborg í forystu hvað varðar orkuskipti á landi, sjó og lofti. Tryggja mætti menningarborg á heimsmælikvarða sem yrði lifandi aðdráttarafl ferðamanna og erlendra sérfræðinga. Tækifærin eru óþrjótandi. Nýir vendir sópa best Nýr meirihluti framfara, sáttar og breytinga gæti haft tilfinnanleg áhrif til batnaðar í Reykjavík. Áfram mætti halda með þau jákvæðu mál sem þegar eru í farvegi – en styðja framgang mikilvægra framfaramála sem kjósendur hafa ítrekað kallað eftir. Það er kominn tími á breytingar í Reykjavík. Um það var meginþorri kjósenda sammála. Þeim breytingum mætti ná fram með kröftugum endurnýjuðum meirihluta í Reykjavík. Nýir vendir sópa nefnilega best – og ekki er vanþörf á í Reykjavík. Höfundur er fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Atladóttir Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú standa yfir meirihlutaviðræður í borginni milli hins fallna meirihluta og Framsóknar. Hinn fallni meirihluti, með smávægilegum blæbrigðamun, hefur farið með áhrif í borginni um nærri þriggja áratuga skeið. Endurreisn hans getur varla falið annað í sér en meira af hinu sama. Viðræðurnar geta varla endurspeglað þá breytingu sem kjósendur óskuðu eftir. En er þetta eini valkosturinn í stöðunni? Meirihluti framfara, sáttar og breytinga Borðleggjandi væri að mynda meirihluta Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Meirihluta sem hefði trúverðugleika til að ráðast í nauðsynlegar kerfisbreytingar og löngu tímabæra tiltekt á fjármálum borgarinnar. Meirihluta framfara, sáttar og breytinga. Þessi meirihluti framfara gæti ráðist strax í úttekt á fjármálum og stjórnkerfi Reykjavíkurborgar með það fyrir augum að ná fram aukinni hagræðingu og skilvirkni. Jafnframt gætu flokkarnir lækkað álagningarhlutfall fasteignaskatta umsvifalaust, sem viðbragð við gríðarlegri hækkun fasteignamats sem kynnt var í vikunni. Þá mætti draga úr samkeppnisrekstri borgarinnar og virkja betur einkaframtak. Þessi meirihluti sáttar gæti náð vel saman um skipulagsmálin í borginni – jafnvel undir áframhaldandi forystu Viðreisnar. Borgarlínu mætti koma endanlega af teikniborðinu og tryggja skynsamlega fjármögnun, útfærslu og rekstraráætlun. Flýta mætti lagningu Sundabrautar í einkaframkvæmd og tryggja samhliða alvöru hjólaborg á heimsmælikvarða. Halda mætti áfram að þétta byggðina þar sem innviðir leyfa en jafnframt ráðast í kröftuga húsnæðisuppbyggingu á skynsamlegum framtíðarsvæðum, svo sem í Örfirisey og að Keldum. Jafnframt ættu flokkarnir að geta fundið samhljóm hvað varðar framtíð flugvallarins. Þessi meirihluti breytinga gæti jafnframt unnið að fjölmörgum framförum í skólastarfi. Flokkarnir gætu unnið að raunverulegri lausn leikskólavandans og stutt betur við dagforeldrakerfið. Þá gæti loks reynst unnt að styðja betur við sjálfstætt starfandi skóla í borginni og annað einkaframtak í menntamálum. Auka mætti vægi list- og verkgreina í skólastarfi og tryggja stóraukna tæknikennslu í öllum grunnskólum borgarinnar, ekki síst forritunarkennslu. Þá gæti hinn nýi meirihluti stutt betur við atvinnulíf, nýsköpun og menningu. Skipuleggja mætti fleiri atvinnulóðir og tryggja hagstæðara skattaumhverfi fyrir verðmætasköpun. Skipuleggja mætti nýsköpunarþorp um loftslagsmál í Örfirisey í samstarfi við einkaaðila. Koma mætti Reykjavíkurborg í forystu hvað varðar orkuskipti á landi, sjó og lofti. Tryggja mætti menningarborg á heimsmælikvarða sem yrði lifandi aðdráttarafl ferðamanna og erlendra sérfræðinga. Tækifærin eru óþrjótandi. Nýir vendir sópa best Nýr meirihluti framfara, sáttar og breytinga gæti haft tilfinnanleg áhrif til batnaðar í Reykjavík. Áfram mætti halda með þau jákvæðu mál sem þegar eru í farvegi – en styðja framgang mikilvægra framfaramála sem kjósendur hafa ítrekað kallað eftir. Það er kominn tími á breytingar í Reykjavík. Um það var meginþorri kjósenda sammála. Þeim breytingum mætti ná fram með kröftugum endurnýjuðum meirihluta í Reykjavík. Nýir vendir sópa nefnilega best – og ekki er vanþörf á í Reykjavík. Höfundur er fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun