Óheppilegt að „höfðingjaleg gjöf“ hafi verið dregin til baka Bjarki Sigurðsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 2. júní 2022 11:08 Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, segist skilja ákvörðun Krabbameinsfélagið með að draga til baka 450 milljón króna styrkboð til spítalans. Vísir/Vilhelm Krabbameinsfélagið hefur afturkallað 450 milljón króna styrk sem ætlaður var Landspítalanum. Skilyrði sem félagið setti voru ekki uppfyllt og segir forstjóri Landspítalans að ákvörðunin sé óheppileg en skiljanleg. Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins árið 2021 var lýst yfir þungum áhyggjum af aðstöðuleysi dagdeildar blóð- og krabbameinslækninga á Landspítala. Þá lofaði félagið að styrkja spítalann um allt að 450 milljónir króna, með því skilyrði að stjórnvöld setji uppbyggingu deildarinnar í forgang svo hægt væri að setja nýja deild í notkun árið 2024. „Nú þarf skýr svör frá stjórnvöldum. Vandinn er mjög brýnn og hann mun aukast gríðarlega á næstu árum því krabbameinstilvikum mun fjölga um 30 prósent á næstu 15 árum. Það er sífellt betri árangur og fólk lifir lengur en það þýðir líka að það þarf meðferð lengur en ella þannig að álag mun aukast mjög mikið mjög hratt,“ sagði Halla Þorvaldsdóttir, formaður Krabbameinsfélagsins í samtali við Vísi eftir aðalfundinn í fyrra. Lítil viðbrögð frá stjórnvöldum Í tilkynningu frá félaginu sem send var út í gær kemur þó fram að styrkboðið hafi verið dregið til baka. Í samtali við RÚV sagði Halla að aðbúnaðurinn á deildinni væri algjörlega óviðunandi og að styrkurinn hafi vakið litla athygli stjórnvalda. Félagið ætlar í staðinn að nýta fjármunina í önnur verkefni þeirra. „Viðbrögðin hafa í raun og veru ekki verið nein fyrr en við fengum skriflegt svar sem má ekki skilja öðruvísi en svo en nei takk þó að það hafi ekki verið sagt með beinum orðum,“ sagði Halla við RÚV. Óheppilegt en skiljanlegt Í samtali við fréttastofu segir Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, að hann skilji vel ákvörðun félagsins en að hún komi mjög óheppilega út. „Þessari gjöf var komið á framfæri fyrir ári síðan að ég held og er mjög mikilvægt framlag vegna þess að það er brýn þörf á að ráðast í úrbætur á aðstöðu krabbameinsþjónustunnar eins og í dagdeild, blóð- og krabbameinsþjónustu. Við í rauninni tókum því fagnandi hér á Landspítala og það var komin ákveðin tillaga sem var unnin í samráði við Krabbameinsfélag Íslands en það er annað sjónarmið í þessu máli og það snýr að því að það þarf náttúrulega fjárfestingu til viðbótar í þetta verkefni,“ segir Runólfur. Nú sé í gangi mat á ástandi bygginganna á eldri byggingum spítalans á Hringbraut og að sögn hans verður niðurstaðan úr skoðuninni að liggja fyrir áður en tekin verði ákvörðun um stórar framkvæmdir. „Að mínu mati er þetta mjög skiljanleg afstaða en þetta kemur náttúrulega mjög óheppilega út þar sem mjög höfðingjalega gjöf er um að ræða og mjög brýna þörf fyrir að ráðast í úrbætur á aðstöðu krabbameinsþjónustunnar. Það er algjörlega í forgangi vegna þess að við getum ekki beðið í mörg ár eftir því að bæta þessa aðstöðu.“ Mynd fáist á málið í sumar Spítalinn ætlar að taka þetta mál upp með Krabbameinsfélaginu og á Runólfur von á því að það fáist mynd á þetta í sumar. „Krabbameinsfélagið er mjög öflugur stuðningsaðili krabbameinsþjónustu Landspítala og þjónustu vegna krabbameina hér í landinu og ég er ekki í vafa um að þeirra stuðningur nýtist, hver sem hann er an auðvitað yrði þetta kærkomið fyrir okkur ef við gætum fengið þennan stuðning í tengslum við að endurnýja krabbameinsþjónustuna hérna á spítalanum.“ Neitaði að trúa á óviðráðanleikann Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði Willum Þór Willumsson heilbrigðisráðherra út í viðbrögð ráðuneytisins við styrkboðinu á þingfundi 7. mars. Í færslu á Facebook-síðu hennar segir hún að svör ráðherrans hafi ekki gert sig bjartsýna. „Samt neitaði ég að trúa því að heilbrigðisráðuneytið og Landspítalinn réðu ekki við að taka á móti tæplega hálfs milljarðs króna gjöf Krabbameinsfélagsins. En nú er það komið á daginn og ég velti fyrir mér hvaða hagsmunir ráði í raun för. Eftirfarandi kom m.a. fram samtali mínu við ráðherra fyrir tæplega þrem mánuðum: Willum sagði þetta mjög virðingarvert framtak Krabbameinsfélagsins og að það ætti að nýta, miðað við það sem hann heyrði á Landspítala, en að það þyrfti að gera í samhengi við aðra uppbyggingu.“ Færslan sem Þórunn birti á Facebook í dag.Skjáskot Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins árið 2021 var lýst yfir þungum áhyggjum af aðstöðuleysi dagdeildar blóð- og krabbameinslækninga á Landspítala. Þá lofaði félagið að styrkja spítalann um allt að 450 milljónir króna, með því skilyrði að stjórnvöld setji uppbyggingu deildarinnar í forgang svo hægt væri að setja nýja deild í notkun árið 2024. „Nú þarf skýr svör frá stjórnvöldum. Vandinn er mjög brýnn og hann mun aukast gríðarlega á næstu árum því krabbameinstilvikum mun fjölga um 30 prósent á næstu 15 árum. Það er sífellt betri árangur og fólk lifir lengur en það þýðir líka að það þarf meðferð lengur en ella þannig að álag mun aukast mjög mikið mjög hratt,“ sagði Halla Þorvaldsdóttir, formaður Krabbameinsfélagsins í samtali við Vísi eftir aðalfundinn í fyrra. Lítil viðbrögð frá stjórnvöldum Í tilkynningu frá félaginu sem send var út í gær kemur þó fram að styrkboðið hafi verið dregið til baka. Í samtali við RÚV sagði Halla að aðbúnaðurinn á deildinni væri algjörlega óviðunandi og að styrkurinn hafi vakið litla athygli stjórnvalda. Félagið ætlar í staðinn að nýta fjármunina í önnur verkefni þeirra. „Viðbrögðin hafa í raun og veru ekki verið nein fyrr en við fengum skriflegt svar sem má ekki skilja öðruvísi en svo en nei takk þó að það hafi ekki verið sagt með beinum orðum,“ sagði Halla við RÚV. Óheppilegt en skiljanlegt Í samtali við fréttastofu segir Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, að hann skilji vel ákvörðun félagsins en að hún komi mjög óheppilega út. „Þessari gjöf var komið á framfæri fyrir ári síðan að ég held og er mjög mikilvægt framlag vegna þess að það er brýn þörf á að ráðast í úrbætur á aðstöðu krabbameinsþjónustunnar eins og í dagdeild, blóð- og krabbameinsþjónustu. Við í rauninni tókum því fagnandi hér á Landspítala og það var komin ákveðin tillaga sem var unnin í samráði við Krabbameinsfélag Íslands en það er annað sjónarmið í þessu máli og það snýr að því að það þarf náttúrulega fjárfestingu til viðbótar í þetta verkefni,“ segir Runólfur. Nú sé í gangi mat á ástandi bygginganna á eldri byggingum spítalans á Hringbraut og að sögn hans verður niðurstaðan úr skoðuninni að liggja fyrir áður en tekin verði ákvörðun um stórar framkvæmdir. „Að mínu mati er þetta mjög skiljanleg afstaða en þetta kemur náttúrulega mjög óheppilega út þar sem mjög höfðingjalega gjöf er um að ræða og mjög brýna þörf fyrir að ráðast í úrbætur á aðstöðu krabbameinsþjónustunnar. Það er algjörlega í forgangi vegna þess að við getum ekki beðið í mörg ár eftir því að bæta þessa aðstöðu.“ Mynd fáist á málið í sumar Spítalinn ætlar að taka þetta mál upp með Krabbameinsfélaginu og á Runólfur von á því að það fáist mynd á þetta í sumar. „Krabbameinsfélagið er mjög öflugur stuðningsaðili krabbameinsþjónustu Landspítala og þjónustu vegna krabbameina hér í landinu og ég er ekki í vafa um að þeirra stuðningur nýtist, hver sem hann er an auðvitað yrði þetta kærkomið fyrir okkur ef við gætum fengið þennan stuðning í tengslum við að endurnýja krabbameinsþjónustuna hérna á spítalanum.“ Neitaði að trúa á óviðráðanleikann Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði Willum Þór Willumsson heilbrigðisráðherra út í viðbrögð ráðuneytisins við styrkboðinu á þingfundi 7. mars. Í færslu á Facebook-síðu hennar segir hún að svör ráðherrans hafi ekki gert sig bjartsýna. „Samt neitaði ég að trúa því að heilbrigðisráðuneytið og Landspítalinn réðu ekki við að taka á móti tæplega hálfs milljarðs króna gjöf Krabbameinsfélagsins. En nú er það komið á daginn og ég velti fyrir mér hvaða hagsmunir ráði í raun för. Eftirfarandi kom m.a. fram samtali mínu við ráðherra fyrir tæplega þrem mánuðum: Willum sagði þetta mjög virðingarvert framtak Krabbameinsfélagsins og að það ætti að nýta, miðað við það sem hann heyrði á Landspítala, en að það þyrfti að gera í samhengi við aðra uppbyggingu.“ Færslan sem Þórunn birti á Facebook í dag.Skjáskot
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira