Réttlát skipting gjaldtöku í fiskeldi Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 2. júní 2022 07:30 Þingsályktunartillaga mín um endurskoðun á reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis, með hliðsjón af gjaldtöku af fiskeldi liggur inni í háttvirtri atvinnuveganefnd þingsins. Þessi tillaga var einnig lögð fram í lok síðasta þings og rataði meginefni hennar inn í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar þar sem stendur að mótuð verði heildstæð stefna um uppbyggingu, umgjörð og gjaldtöku fiskeldis. Tillagan snýr einfaldlega að því að sú endurskoðun feli í sér heildargreiningu á gjaldtöku ríkis og sveitarfélaga af fiskeldi og tillögur að lagabreytingu sem skýra heimildir til töku gjalda til að standa undir nauðsynlegri þjónustu ríkis og sveitarfélaga af sjókvíaeldi. KPMG tók saman í vetur fyrir samtök sjávarútvegsfyrirtækja greiningu á gjaldtöku af sjávarútvegi og fiskeldi. Þar má sjá að þessar greinar skila þjóðarbúinu umtalsverðum tekjum. Í greiningunni má líka sjá að skipting tekna á milli ríkis og sveitarfélaga er verulega skökk og hallar þar á sveitarfélögin. Hlutdeild sveitarfélaga í heildargjaldtöku í sjávarútvegi og fiskeldi hefur verið 29% á árunum 2016-2020. Útflutningsverðmæti á eldislaxi jukust um 29% á milli ára og fór vægi hans í 70% útflutningsverðmætis eldisafurða á síðasta árinu. Nú er svo komið að útflutningur á eldislaxi skilar næst mestum verðmætum allra fisktegunda sem fluttar eru frá Íslandi. Á Vestfjörðum eru sveitarfélögin, sem hýsa starfsemina í vexti og sá vöxtur kallar á mikla innviðauppbyggingu. Hraða þarf innviðauppbyggingu Sveitarfélögin bera hitann og þungann af uppbyggingu innviða og því er það krafan að þau fái stærri hlut af gjaldtöku stjórnvalda. Matvælaráðherra hefur sett af stað vinnu þar sem raungera á stefnu stjórnvalda um að greina þjóðhagslegan ávinning fiskeldis sem og ávinning þeirra byggðarlaga þar sem fiskeldi er stundað. Í framhaldi þarf að skoða sérstaklega gjaldtöku af fiskeldi og skiptingu þeirra gjalda og vinna að stefnumótun í greininni. Þessi greining fer fram samhliða stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á sviði fiskeldis. Stefnt er að því að mat á stöðu og greining á áhrifum, ávinningi, samkeppnisstöðu og gjaldtöku liggi fyrir á sama tíma og niðurstaða Ríkisendurskoðunar. Stjórnsýsluúttekt á málefnum fiskeldis Ríkisendurskoðun hefur samþykkt beiðni matvælaráðherra að stofnunin muni framkvæma úttekt á stjórnsýslu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og undirstofnana þess á sviði fiskeldis. Er ætlunin að úttektin nái yfir alla stjórnsýslu málaflokksins, allt frá undirbúningi löggjafar og setningu afleiddra reglna til eftirlits með starfsemi fyrirtækja í greininni. Áætlun um afmörkun og framkvæmd úttektarinnar er í vinnslu, en áætlað er að niðurstaða hennar verði birt í opinberri skýrslu til Alþingis á haustmánuðum 2022. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Fiskeldi Byggðamál Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Þingsályktunartillaga mín um endurskoðun á reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis, með hliðsjón af gjaldtöku af fiskeldi liggur inni í háttvirtri atvinnuveganefnd þingsins. Þessi tillaga var einnig lögð fram í lok síðasta þings og rataði meginefni hennar inn í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar þar sem stendur að mótuð verði heildstæð stefna um uppbyggingu, umgjörð og gjaldtöku fiskeldis. Tillagan snýr einfaldlega að því að sú endurskoðun feli í sér heildargreiningu á gjaldtöku ríkis og sveitarfélaga af fiskeldi og tillögur að lagabreytingu sem skýra heimildir til töku gjalda til að standa undir nauðsynlegri þjónustu ríkis og sveitarfélaga af sjókvíaeldi. KPMG tók saman í vetur fyrir samtök sjávarútvegsfyrirtækja greiningu á gjaldtöku af sjávarútvegi og fiskeldi. Þar má sjá að þessar greinar skila þjóðarbúinu umtalsverðum tekjum. Í greiningunni má líka sjá að skipting tekna á milli ríkis og sveitarfélaga er verulega skökk og hallar þar á sveitarfélögin. Hlutdeild sveitarfélaga í heildargjaldtöku í sjávarútvegi og fiskeldi hefur verið 29% á árunum 2016-2020. Útflutningsverðmæti á eldislaxi jukust um 29% á milli ára og fór vægi hans í 70% útflutningsverðmætis eldisafurða á síðasta árinu. Nú er svo komið að útflutningur á eldislaxi skilar næst mestum verðmætum allra fisktegunda sem fluttar eru frá Íslandi. Á Vestfjörðum eru sveitarfélögin, sem hýsa starfsemina í vexti og sá vöxtur kallar á mikla innviðauppbyggingu. Hraða þarf innviðauppbyggingu Sveitarfélögin bera hitann og þungann af uppbyggingu innviða og því er það krafan að þau fái stærri hlut af gjaldtöku stjórnvalda. Matvælaráðherra hefur sett af stað vinnu þar sem raungera á stefnu stjórnvalda um að greina þjóðhagslegan ávinning fiskeldis sem og ávinning þeirra byggðarlaga þar sem fiskeldi er stundað. Í framhaldi þarf að skoða sérstaklega gjaldtöku af fiskeldi og skiptingu þeirra gjalda og vinna að stefnumótun í greininni. Þessi greining fer fram samhliða stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á sviði fiskeldis. Stefnt er að því að mat á stöðu og greining á áhrifum, ávinningi, samkeppnisstöðu og gjaldtöku liggi fyrir á sama tíma og niðurstaða Ríkisendurskoðunar. Stjórnsýsluúttekt á málefnum fiskeldis Ríkisendurskoðun hefur samþykkt beiðni matvælaráðherra að stofnunin muni framkvæma úttekt á stjórnsýslu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og undirstofnana þess á sviði fiskeldis. Er ætlunin að úttektin nái yfir alla stjórnsýslu málaflokksins, allt frá undirbúningi löggjafar og setningu afleiddra reglna til eftirlits með starfsemi fyrirtækja í greininni. Áætlun um afmörkun og framkvæmd úttektarinnar er í vinnslu, en áætlað er að niðurstaða hennar verði birt í opinberri skýrslu til Alþingis á haustmánuðum 2022. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun