Vaktarálag og raunveruleg áhrif þess Arnar Kjartansson skrifar 2. júní 2022 08:00 Vinsæll sjónvarpsmaður og atvinnurekandi í veitingargeiranum sendi hér inn grein 1.júní þar sem að hann segist ekki skilja af hverju launþegar fá vaktarálag á kvöldin og um helgar. Þetta er ansi áhugavert þar sem hann rekur sjálfur fjöldann allan af veitingarstöðum. Ég segi að þetta sé áhugavert þar sem að veitingargeirinn er líklegast besta dæmi um af hverju launþegar fá þessi tilteknu launaálög. Það er vegna þess að lang mesta traffíkin inn á veitingarstaði er einmitt á kvöldin og um helgar. Því er meira en eðlilegt að starfsmenn fái meiri laun fyrir meiri vinnu. Almenna reglan er sú að á kvöldin fái launþegar 33% hækkun á grunnlaunum og 45% um helgar. Þetta er bæði gert til þess að greiða fólki fyrir meiri vinnu og til þess að fyrirtæki nái að fylla þær vaktir sem teljast óæskilegri. Almennt kýs fólk að vinna á morgnanna og á daginn enda eru flestir sem að vinna á þeim tímum. Tökum dæmi, maður vinnur hjá símfyrirtæki í fullu starfi. Hann á konu og 2 börn á leikskólaaldri. Hans vaktir krefja hann um að vinna frá 14-22 á kvöldin. Börnin eru þó í leikskóla og klára hann klukkan 17 á daginn og þarf því konan að sinna börnunum ein, hann sér þau lítið, ekki nema á morgnanna áður en að þau fara í leikskólann. Þetta er aukið álag á fjölskylduna og því eðlilegt að maðurinn fái greidd hærri laun til þess að komast til móts við þessa stöðu. Vaktarálög geta svo komið í mörgum myndum. Til að mynda fá starfsmenn sem að vinna á heilsugæslum ákveðið vaktarálag eftir því hvað er mikið álag á heilsugæslunum á því svæði. Vill þá Sigmar að því verði aflétt? Auðvelt er að sjá hverjar afleiðingarnar yrðu, læknar og hjúkrunarfræðingar myndu vilja færa sig á starfstöðvar með minna álagi. Laun hafa líka mikið að segja um starfsánægju en samkvæmt grein sem birtist í Forbes árið 2011 að þá eru starfsmenn í sömu störfum sem fá hærri laun ánægðari, ekki bara með launin, heldur ánægðari með starf sitt í heild sinni og allt sem að tengist starfinu. Ef þú lækkar laun hjá starfsmönnum eru þeir líklegri til þess að verða óánægðir með starfið og jafnvel segja upp störfum. Þannig að ef téðum atvinnurekanda er svona afskaplega annt um ánægju starfsmanna þá legg ég til að hann hækki grunnlaunin í öllum sínum fyrirtækjum. Það mun gleðja starfsmenn til muna og minnka starfsmannaveltuna til lengri tíma litið. Það myndi einnig hafa veruleg áhrif á andlega heilsu starfsmanna og yrðu vinnustaðir hans eftirsóttir meðal framúrskarandi starfsfólks. Það mun þó ekki gleðja starfsmenn fyrirtækja hans að afnema vaktarálög og þar af leiðandi lækka laun þeirra, því get ég lofað. Líklegasta niðurstaðan af því væri hærri starfsmannavelta, uppsagnir og erfiðleikar með að manna vaktir. Höfundur er nýútskrifaður viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru fyrir vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Vinsæll sjónvarpsmaður og atvinnurekandi í veitingargeiranum sendi hér inn grein 1.júní þar sem að hann segist ekki skilja af hverju launþegar fá vaktarálag á kvöldin og um helgar. Þetta er ansi áhugavert þar sem hann rekur sjálfur fjöldann allan af veitingarstöðum. Ég segi að þetta sé áhugavert þar sem að veitingargeirinn er líklegast besta dæmi um af hverju launþegar fá þessi tilteknu launaálög. Það er vegna þess að lang mesta traffíkin inn á veitingarstaði er einmitt á kvöldin og um helgar. Því er meira en eðlilegt að starfsmenn fái meiri laun fyrir meiri vinnu. Almenna reglan er sú að á kvöldin fái launþegar 33% hækkun á grunnlaunum og 45% um helgar. Þetta er bæði gert til þess að greiða fólki fyrir meiri vinnu og til þess að fyrirtæki nái að fylla þær vaktir sem teljast óæskilegri. Almennt kýs fólk að vinna á morgnanna og á daginn enda eru flestir sem að vinna á þeim tímum. Tökum dæmi, maður vinnur hjá símfyrirtæki í fullu starfi. Hann á konu og 2 börn á leikskólaaldri. Hans vaktir krefja hann um að vinna frá 14-22 á kvöldin. Börnin eru þó í leikskóla og klára hann klukkan 17 á daginn og þarf því konan að sinna börnunum ein, hann sér þau lítið, ekki nema á morgnanna áður en að þau fara í leikskólann. Þetta er aukið álag á fjölskylduna og því eðlilegt að maðurinn fái greidd hærri laun til þess að komast til móts við þessa stöðu. Vaktarálög geta svo komið í mörgum myndum. Til að mynda fá starfsmenn sem að vinna á heilsugæslum ákveðið vaktarálag eftir því hvað er mikið álag á heilsugæslunum á því svæði. Vill þá Sigmar að því verði aflétt? Auðvelt er að sjá hverjar afleiðingarnar yrðu, læknar og hjúkrunarfræðingar myndu vilja færa sig á starfstöðvar með minna álagi. Laun hafa líka mikið að segja um starfsánægju en samkvæmt grein sem birtist í Forbes árið 2011 að þá eru starfsmenn í sömu störfum sem fá hærri laun ánægðari, ekki bara með launin, heldur ánægðari með starf sitt í heild sinni og allt sem að tengist starfinu. Ef þú lækkar laun hjá starfsmönnum eru þeir líklegri til þess að verða óánægðir með starfið og jafnvel segja upp störfum. Þannig að ef téðum atvinnurekanda er svona afskaplega annt um ánægju starfsmanna þá legg ég til að hann hækki grunnlaunin í öllum sínum fyrirtækjum. Það mun gleðja starfsmenn til muna og minnka starfsmannaveltuna til lengri tíma litið. Það myndi einnig hafa veruleg áhrif á andlega heilsu starfsmanna og yrðu vinnustaðir hans eftirsóttir meðal framúrskarandi starfsfólks. Það mun þó ekki gleðja starfsmenn fyrirtækja hans að afnema vaktarálög og þar af leiðandi lækka laun þeirra, því get ég lofað. Líklegasta niðurstaðan af því væri hærri starfsmannavelta, uppsagnir og erfiðleikar með að manna vaktir. Höfundur er nýútskrifaður viðskiptafræðingur.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun