Bíðum ekki eftir framtíðinni Davíð Þorláksson skrifar 1. júní 2022 09:30 Því er stundum haldið fram að fjárfesting í almenningssamgöngum sé óþörf því sjálfkeyrandi bílar séu handan við hornið og þeir muni koma í stað almenningssamgangna og leysa úr umferðartöfum. Þeir sömu vilja þó gjarnan fjárfesta enn meira í mannvirkjum fyrir einkabíla, sem hlýtur að fela í sér þversögn. Þegar internetið var að ná fótfestu á tíunda áratugnum spáðu sum því að fljótlega þyrfti ekki að byggja upp samgöngumannvirki eða verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Allir yrðu heima hjá sér að vinna og versla. Þrátt fyrir áframhaldandi þróun netsins og nýlegar samkomutakmarkanir, sem hefur gert okkur kleift að gera margt að heiman, er langur vegur frá því að umferðartafir eða eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði séu að stórminnka. Það er full ástæða til að fylgjast með tækniþróun þegar kemur að ökutækjum og aðlaga áætlanir að þeim þegar þörf krefur. Við langtímaskipulag samgangna getum við hins vegar ekki gefið okkur að ný tækni eða ný menning breyti meginforsendum frá því sem er í dag. Ef sú forsenda klikkar, að það sé hvort sem er allt að breytast og að nútíminn geti bara hinkrað og beðið eftir framtíðinni, þá yrði aldrei fjárfest í neinu. Mér er ekki kunnugt um neina borg í Evrópu sem hefur tekið upp þá stefnu að hætta að fjárfesta í samgöngum því að sjálfkeyrandi bílar muni leysa allan vanda. Þvert á móti leggja þær nær allar áherslu á fjárfestingu í fjölbreyttum ferðamátum, yfirleitt fyrst og fremst almenningssamgöngum. Sjálfkeyrandi bílar og sjálfkeyrandi almenningssamgöngur munu koma einhvern tímann. Væntanlega er styttra í að almenningssamgöngur í sérrými, eins og Borgarlínan, verði sjálfkeyrandi en bílar í blandaðri umferð. Við megum þó ekki ofmeta áhrif tækni- og menningarbreytinga og þurfum mjög reglulega að endurskoða áætlanir og áform með hliðsjón af þróun sem er í hendi. Við þurfum að halda áfram að spá í framtíðina og undirbúa okkur fyrir hana, en megum ekki sitja með hendur í skauti og búast við því að hún muni leysa öll okkar vandamál. Höfundur er framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þorláksson Samgöngur Borgarlína Umferð Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Því er stundum haldið fram að fjárfesting í almenningssamgöngum sé óþörf því sjálfkeyrandi bílar séu handan við hornið og þeir muni koma í stað almenningssamgangna og leysa úr umferðartöfum. Þeir sömu vilja þó gjarnan fjárfesta enn meira í mannvirkjum fyrir einkabíla, sem hlýtur að fela í sér þversögn. Þegar internetið var að ná fótfestu á tíunda áratugnum spáðu sum því að fljótlega þyrfti ekki að byggja upp samgöngumannvirki eða verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Allir yrðu heima hjá sér að vinna og versla. Þrátt fyrir áframhaldandi þróun netsins og nýlegar samkomutakmarkanir, sem hefur gert okkur kleift að gera margt að heiman, er langur vegur frá því að umferðartafir eða eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði séu að stórminnka. Það er full ástæða til að fylgjast með tækniþróun þegar kemur að ökutækjum og aðlaga áætlanir að þeim þegar þörf krefur. Við langtímaskipulag samgangna getum við hins vegar ekki gefið okkur að ný tækni eða ný menning breyti meginforsendum frá því sem er í dag. Ef sú forsenda klikkar, að það sé hvort sem er allt að breytast og að nútíminn geti bara hinkrað og beðið eftir framtíðinni, þá yrði aldrei fjárfest í neinu. Mér er ekki kunnugt um neina borg í Evrópu sem hefur tekið upp þá stefnu að hætta að fjárfesta í samgöngum því að sjálfkeyrandi bílar muni leysa allan vanda. Þvert á móti leggja þær nær allar áherslu á fjárfestingu í fjölbreyttum ferðamátum, yfirleitt fyrst og fremst almenningssamgöngum. Sjálfkeyrandi bílar og sjálfkeyrandi almenningssamgöngur munu koma einhvern tímann. Væntanlega er styttra í að almenningssamgöngur í sérrými, eins og Borgarlínan, verði sjálfkeyrandi en bílar í blandaðri umferð. Við megum þó ekki ofmeta áhrif tækni- og menningarbreytinga og þurfum mjög reglulega að endurskoða áætlanir og áform með hliðsjón af þróun sem er í hendi. Við þurfum að halda áfram að spá í framtíðina og undirbúa okkur fyrir hana, en megum ekki sitja með hendur í skauti og búast við því að hún muni leysa öll okkar vandamál. Höfundur er framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar