Nadal áfram drottnari leirsins eftir sigur á Djokovic | Byrjuðu í maí en luku leik í júní Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júní 2022 11:01 Rafael Nadal felldi tár er sigurinn var í höfn. EPA-EFE/MARTIN DIVISEK Rafael Nadal og Novak Djokovic mættust í uppgjöri tveggja af bestu tennisspilara allra tíma í átta manna úrslitum á Opna franska meistaramótinu sem fram fer á hinum fornfræga Roland Garros-velli í París. Áður en mennirnir stigu á völlinn á þriðjudagskvöld var talið að Djokovic væri sigurstranglegri. Nadal var en að jafna sig eftir að hafa brákað rifbein og þá hafði hann ekki spilað vel á mótinu til þessa. Hinn 35 ára gamli Nadal er hins vegar enginn venjulegur maður, enginn venjulegur tennisspilari. Hann er kóngur leirsins. Í leik sem hófst í lok maímánaðar og endaði í byrjun júnímánaðar þá var Nadal með svo gott sem fullkomna stjórn. Started in May.Ended in June. pic.twitter.com/3wsFUEriOi— Roland-Garros (@rolandgarros) June 1, 2022 Fór það svo að Nadal vann 3-1 í settum. Fyrsta settið tók hann örugglega 6-2, annað settið vann Djokovic 6-4 eftir hörkubaráttu en Nadal lét það ekki á sig fá. Hann vann þriðja sett leiksins 6-2 og að lokum fjórða settið – þar sem Djokovic ætlaði ekki að gefast upp – eftir upphækkun, 7-6 og leikinn þar með 3-1. Alls tók leikurinn fjóra klukkutíma og 11 mínútur. „Þetta var mjög erfiður leikur. Novak er án alls efa einn besti leikmaður sögunnar. Það er ávallt ótrúlega krefjandi að keppa á móti honum,“ sagði sigurreifur Nadal að leik loknum. Check out the best moments of @RafaelNadal 's thrilling four-set win over No.1 Novak Djokovic with Highlights by @emirates#RolandGarros | #EmiratesFlyBetterMoments pic.twitter.com/3F2oFCSD00— Roland-Garros (@rolandgarros) June 1, 2022 Um var að ræða 59 leikinn þeirra á milli. Nadal hefur nú unnið 29 á meðan Djokovic hefur unnið 30. Þessi sigur mun þó litlu máli skipta ef Nadal fer ekki alla leið á Roland Garros og vinnur Opna franska. Tennis Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Sjá meira
Áður en mennirnir stigu á völlinn á þriðjudagskvöld var talið að Djokovic væri sigurstranglegri. Nadal var en að jafna sig eftir að hafa brákað rifbein og þá hafði hann ekki spilað vel á mótinu til þessa. Hinn 35 ára gamli Nadal er hins vegar enginn venjulegur maður, enginn venjulegur tennisspilari. Hann er kóngur leirsins. Í leik sem hófst í lok maímánaðar og endaði í byrjun júnímánaðar þá var Nadal með svo gott sem fullkomna stjórn. Started in May.Ended in June. pic.twitter.com/3wsFUEriOi— Roland-Garros (@rolandgarros) June 1, 2022 Fór það svo að Nadal vann 3-1 í settum. Fyrsta settið tók hann örugglega 6-2, annað settið vann Djokovic 6-4 eftir hörkubaráttu en Nadal lét það ekki á sig fá. Hann vann þriðja sett leiksins 6-2 og að lokum fjórða settið – þar sem Djokovic ætlaði ekki að gefast upp – eftir upphækkun, 7-6 og leikinn þar með 3-1. Alls tók leikurinn fjóra klukkutíma og 11 mínútur. „Þetta var mjög erfiður leikur. Novak er án alls efa einn besti leikmaður sögunnar. Það er ávallt ótrúlega krefjandi að keppa á móti honum,“ sagði sigurreifur Nadal að leik loknum. Check out the best moments of @RafaelNadal 's thrilling four-set win over No.1 Novak Djokovic with Highlights by @emirates#RolandGarros | #EmiratesFlyBetterMoments pic.twitter.com/3F2oFCSD00— Roland-Garros (@rolandgarros) June 1, 2022 Um var að ræða 59 leikinn þeirra á milli. Nadal hefur nú unnið 29 á meðan Djokovic hefur unnið 30. Þessi sigur mun þó litlu máli skipta ef Nadal fer ekki alla leið á Roland Garros og vinnur Opna franska.
Tennis Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Sjá meira