Erlingur: Eiginlega bara ekkert sár með neitt Einar Kárason skrifar 28. maí 2022 19:12 Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var nokkuð sáttur með sína menn þrátt fyrir að Valsmenn hafi fagnað Íslandsmeistaratitlinum. Vísir/Hulda Margrét Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var nokkuð sáttur með spilamennsku síns liðs í dag þrátt fyrir ósigur sem skilaði Valsmönnum Íslandsmeistaratitlinum í handbolta. „Ég er eiginlega bara ekkert sár með neitt, nema kannski tvö fráköst hérna í lokin sem falla til þeirra. Þar kannski liggur munurinn að lokum. Ég er mjög ánægður með frammistöðu liðsins og get eiginlega ekki kvartað yfir neinu.” „Ég vil óska Valsmönnum til hamingju með titilinn. Þeir voru einu marki betri í dag. Ég var ánægður með hvernig liðið óx í úrslitakeppninni. Þó við höfum ekki komið inn í fyrsta leikinn eins og við vildum þar sem við áttum lélegar þrjátíu mínútur.” „Ég verð að segja að frammistaða dómaranna í dag var frábær. Þetta er besta parið og átti auðvitað að vera á öllum leikjunum. Þar klikkaði HSÍ að mínu viti og hefðu getað gert betur þar. En liðin sýndu frábæran leik og frábæra leiki. Sérstaklega þegar línan er alveg á hreinu.” ,,Við erum búnir að breikka hópinn og ég held að við séum fullir tilhlökkunnar að byrja næsta tímabil. Menn séu staddir þar að þeir vilji mæta strax á æfingu á morgun þrátt fyrir að þetta sé búið að vera langt og strangt tímabil. Persónulega líka hjá mér sjálfum. Nú er að koma júní svo þetta er kannski aðeins of langt. Við erum nokkuð sáttur með frammistöðuna.” Stigu upp eftir áramót. „Okkur var spáð sjötta sæti í deildinni. Kári [Kristján Kristjánsson] var ekki sáttur við það og sagði að það væri eiginlega bara dónaskapur. Það var bara fínt. Hann ýtti við mannskapnum enda stór karakter í hópnum. Við erum óheppnir með meiðsli heilt yfir en við erum að leggja inn.” „Ég vil hrósa báðum félögum fyrir uppeldisstefnu sem þau eru með. Það eru auðvitað reynsluboltar í liðunum til að hjálpa til og miðla til þeirra yngri. Við erum að fara í úrslitaeinvígi með fullt af ungum strákum. Hrós til Eyjamanna og einnig til Valsmanna.” „Ég reikna með því,” sagði Erlingur aðspurður hvort hann héldi áfram með liðið. „Maður fer ekkert frá Eyjunni fögru. Hér er best að vera og við erum með frábæran hóp í höndunum. Vonandi fæ ég að stýra honum.” Olís-deild karla ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Valur 30-31 | Valsmenn kórónuðu draumatímabil Valur er Íslandsmeistari karla í handbolta annað árið í röð og í 24. sinn alls eftir sigur á ÍBV, 30-31, í Vestmannaeyjum í dag. Valsmenn unnu einvígið, 3-1. 28. maí 2022 17:48 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
„Ég er eiginlega bara ekkert sár með neitt, nema kannski tvö fráköst hérna í lokin sem falla til þeirra. Þar kannski liggur munurinn að lokum. Ég er mjög ánægður með frammistöðu liðsins og get eiginlega ekki kvartað yfir neinu.” „Ég vil óska Valsmönnum til hamingju með titilinn. Þeir voru einu marki betri í dag. Ég var ánægður með hvernig liðið óx í úrslitakeppninni. Þó við höfum ekki komið inn í fyrsta leikinn eins og við vildum þar sem við áttum lélegar þrjátíu mínútur.” „Ég verð að segja að frammistaða dómaranna í dag var frábær. Þetta er besta parið og átti auðvitað að vera á öllum leikjunum. Þar klikkaði HSÍ að mínu viti og hefðu getað gert betur þar. En liðin sýndu frábæran leik og frábæra leiki. Sérstaklega þegar línan er alveg á hreinu.” ,,Við erum búnir að breikka hópinn og ég held að við séum fullir tilhlökkunnar að byrja næsta tímabil. Menn séu staddir þar að þeir vilji mæta strax á æfingu á morgun þrátt fyrir að þetta sé búið að vera langt og strangt tímabil. Persónulega líka hjá mér sjálfum. Nú er að koma júní svo þetta er kannski aðeins of langt. Við erum nokkuð sáttur með frammistöðuna.” Stigu upp eftir áramót. „Okkur var spáð sjötta sæti í deildinni. Kári [Kristján Kristjánsson] var ekki sáttur við það og sagði að það væri eiginlega bara dónaskapur. Það var bara fínt. Hann ýtti við mannskapnum enda stór karakter í hópnum. Við erum óheppnir með meiðsli heilt yfir en við erum að leggja inn.” „Ég vil hrósa báðum félögum fyrir uppeldisstefnu sem þau eru með. Það eru auðvitað reynsluboltar í liðunum til að hjálpa til og miðla til þeirra yngri. Við erum að fara í úrslitaeinvígi með fullt af ungum strákum. Hrós til Eyjamanna og einnig til Valsmanna.” „Ég reikna með því,” sagði Erlingur aðspurður hvort hann héldi áfram með liðið. „Maður fer ekkert frá Eyjunni fögru. Hér er best að vera og við erum með frábæran hóp í höndunum. Vonandi fæ ég að stýra honum.”
Olís-deild karla ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Valur 30-31 | Valsmenn kórónuðu draumatímabil Valur er Íslandsmeistari karla í handbolta annað árið í röð og í 24. sinn alls eftir sigur á ÍBV, 30-31, í Vestmannaeyjum í dag. Valsmenn unnu einvígið, 3-1. 28. maí 2022 17:48 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Umfjöllun: ÍBV - Valur 30-31 | Valsmenn kórónuðu draumatímabil Valur er Íslandsmeistari karla í handbolta annað árið í röð og í 24. sinn alls eftir sigur á ÍBV, 30-31, í Vestmannaeyjum í dag. Valsmenn unnu einvígið, 3-1. 28. maí 2022 17:48