Ósakhæfur = eilífðar fangelsi? Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar 25. maí 2022 16:01 Þegar einstaklingur telst ekki ábyrgur gjörða sinna er hann talinn ósakhæfur. Oftar en ekki eru ósakhæfir einstaklingar andlega veikir, en undir ósakhæfi falla einnig einstaklingar með greindarskerðingar eða fötlun. Þegar sakhæfur einstaklingur fremur glæp er ákveðinn tímarammi sem miðað er við hversu lengi einstaklingurinn er sviptur frelsi sínu og öðrum réttindum og oftar en ekki styttist sá tími ef hegðun er góð. Þegar læknir og dómari eru sammála um að manneskjan sem metin var ósakhæf sé ekki lengur talin hættuleg sjálfum sér eða öðrum er viðkomandi útskrifaður af réttargeðdeild. Því miður er það ekki alltaf svo einfalt þar sem erfitt er að finna húsnæði fyrir ósakhæfa einstaklinga utan réttargeðdeildarinnar. Auk þess gætir úrræðaleysis fyrir ákveðinn hóp sem fellur undir ósakhæfi og lendir þessi hópur því milli kerfa með þeim afleiðingum að vera sviptur frelsi sínu mun lengur en sakhæfur einstaklingur, jafnvel fyrir mun vægari glæp ásamt því að brotið er á mannréttindum þeirra með slíkri nálgun. Í dag er karlmaður rétt yfir þrítugt vistaður á réttargeðdeild metinn ósakhæfur vegna greindarskerðingar eftir alvarleg veikindi sem barn, þar sem í framhaldinu varð að fjarlægja u.þ.b helming af heila hans í aðgerð. Fyrir rúmum fimm árum síðan lenti hann í átökum, var í framhaldinu vistaður á réttargeðdeild og hefur dvalið þar síðan. Hefði þessi umræddi einstaklingur verið talinn sakhæfur má ætla að hann hafi fengið í versta falli fimm ára dóm og verið laus eftir rúmlega þrjú ár með góðri hegðun. En sökum skerðinga hans hlýtur hann mun þyngri refsingu þar sem hann er sviptur frelsi sínu tvöfalt lengur fyrir það eitt að vera þroskaskertur. Það skal tekið fram að maðurinn hafði aldrei komist í kast við lögin að þessu atviki utanskyldu. Vísindin sýna að ekki megi reikna með bata á veikindum hans og því ljóst að maðurinn þarf viðeigandi úrræði á sambýli eða í annarskonar þjónustukjarna til lengri tíma. Ríkið bendir á sveitarfélögin og sveitarfélögin benda á ríkið og fellur fyrrnefnt úrræði einhverstaðar þar á milli. Á meðan er maðurinn vistaður á réttargeðdeild og engin leið til að segja um hvenær ætla megi að hann fái viðeigandi þjónustu og húsnæði, eða hvort hann yfir höfuð fái slíkt úrræði á sinni lífsævi. Af þessu má sjá að íslenska réttarkerfið gætir ekki hagsmuna þeirra jaðarsettu hópa sem lifa með þroskaskerðingar, geðfatlanir eða annarskonar skerðingar. Ef þú ert ósakhæfur vegna annara þátta en andlegra veikinda (til dæmis vegna geðrofs, geðhvarfa eða annarra geðsjúkdóma sem hægt er að meðhöndla með réttum lyfjum samhliða samtalsmeðferð) má búast við því að einstaklingur hljóti eilífðar fangelsi. Þar sem enginn lagarammi né úrræði er til staðar fyrir hagsmuni einstaklinga með þroskaskerðingar sem komast í kast við lögin hallar því mikið á jafnréttindi þeirra, Ef við ætlum að hafa eilífðar fangelsi á Íslandi væri þeim fjármunum ekki betur eytt í að læsa inni barnaníðinga og kynferðisbrotamenn heldur en að búa við þá fáfræði að þroskaskertir einstaklingar séu svo stórhættulegir að læsa þurfi þá inni og halda þeim frá samfélaginu sem árum skiptir sökum „hættu“? Höfundur er starfsmaður á heimili fyrir fatlaða og baráttukona fyrir jafnrétti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Geðheilbrigði Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar einstaklingur telst ekki ábyrgur gjörða sinna er hann talinn ósakhæfur. Oftar en ekki eru ósakhæfir einstaklingar andlega veikir, en undir ósakhæfi falla einnig einstaklingar með greindarskerðingar eða fötlun. Þegar sakhæfur einstaklingur fremur glæp er ákveðinn tímarammi sem miðað er við hversu lengi einstaklingurinn er sviptur frelsi sínu og öðrum réttindum og oftar en ekki styttist sá tími ef hegðun er góð. Þegar læknir og dómari eru sammála um að manneskjan sem metin var ósakhæf sé ekki lengur talin hættuleg sjálfum sér eða öðrum er viðkomandi útskrifaður af réttargeðdeild. Því miður er það ekki alltaf svo einfalt þar sem erfitt er að finna húsnæði fyrir ósakhæfa einstaklinga utan réttargeðdeildarinnar. Auk þess gætir úrræðaleysis fyrir ákveðinn hóp sem fellur undir ósakhæfi og lendir þessi hópur því milli kerfa með þeim afleiðingum að vera sviptur frelsi sínu mun lengur en sakhæfur einstaklingur, jafnvel fyrir mun vægari glæp ásamt því að brotið er á mannréttindum þeirra með slíkri nálgun. Í dag er karlmaður rétt yfir þrítugt vistaður á réttargeðdeild metinn ósakhæfur vegna greindarskerðingar eftir alvarleg veikindi sem barn, þar sem í framhaldinu varð að fjarlægja u.þ.b helming af heila hans í aðgerð. Fyrir rúmum fimm árum síðan lenti hann í átökum, var í framhaldinu vistaður á réttargeðdeild og hefur dvalið þar síðan. Hefði þessi umræddi einstaklingur verið talinn sakhæfur má ætla að hann hafi fengið í versta falli fimm ára dóm og verið laus eftir rúmlega þrjú ár með góðri hegðun. En sökum skerðinga hans hlýtur hann mun þyngri refsingu þar sem hann er sviptur frelsi sínu tvöfalt lengur fyrir það eitt að vera þroskaskertur. Það skal tekið fram að maðurinn hafði aldrei komist í kast við lögin að þessu atviki utanskyldu. Vísindin sýna að ekki megi reikna með bata á veikindum hans og því ljóst að maðurinn þarf viðeigandi úrræði á sambýli eða í annarskonar þjónustukjarna til lengri tíma. Ríkið bendir á sveitarfélögin og sveitarfélögin benda á ríkið og fellur fyrrnefnt úrræði einhverstaðar þar á milli. Á meðan er maðurinn vistaður á réttargeðdeild og engin leið til að segja um hvenær ætla megi að hann fái viðeigandi þjónustu og húsnæði, eða hvort hann yfir höfuð fái slíkt úrræði á sinni lífsævi. Af þessu má sjá að íslenska réttarkerfið gætir ekki hagsmuna þeirra jaðarsettu hópa sem lifa með þroskaskerðingar, geðfatlanir eða annarskonar skerðingar. Ef þú ert ósakhæfur vegna annara þátta en andlegra veikinda (til dæmis vegna geðrofs, geðhvarfa eða annarra geðsjúkdóma sem hægt er að meðhöndla með réttum lyfjum samhliða samtalsmeðferð) má búast við því að einstaklingur hljóti eilífðar fangelsi. Þar sem enginn lagarammi né úrræði er til staðar fyrir hagsmuni einstaklinga með þroskaskerðingar sem komast í kast við lögin hallar því mikið á jafnréttindi þeirra, Ef við ætlum að hafa eilífðar fangelsi á Íslandi væri þeim fjármunum ekki betur eytt í að læsa inni barnaníðinga og kynferðisbrotamenn heldur en að búa við þá fáfræði að þroskaskertir einstaklingar séu svo stórhættulegir að læsa þurfi þá inni og halda þeim frá samfélaginu sem árum skiptir sökum „hættu“? Höfundur er starfsmaður á heimili fyrir fatlaða og baráttukona fyrir jafnrétti.
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar