Ekkert eðlilegt við að fjölmiðlar gefi vinnu sína Eiður Þór Árnason skrifar 25. maí 2022 15:32 Trausti Hafliðason, ritstjóri Viðskiptablaðsins. Vísir/Vilhelm Viðskiptablaðið hefur takmarkað það magn efnis sem er aðgengilegt lesendum að endurgjaldslausu. Ritstjóri miðilsins segir ekkert eðlilegt við það að fjölmiðlar gefi vinnu sína og um sé að ræða mjög eðlilegt skref. Áfram verður frítt að lesa fréttir sem skrifaðar eru fyrir vef blaðsins en hér eftir munu einungis áskrifendur hafa aðgang að greinum úr tölublöðum Viðskiptablaðsins á vefnum. „Efni sem er unnið sérstaklega fyrir vefinn verður enn sem komið er opið fyrir öllum en þróunin er alveg augljóslega sú að með tímanum muntu einnig þurfa að vera áskrifandi til að nálgast það,“ segir Trausti Hafliðason, ritstjóri Viðskiptablaðsins, í samtali við Vísi. Ekki liggi fyrir hvenær það skref verði tekið. Nýr vefur Viðskiptablaðsins fór í loftið í seinustu viku. Trausti segir óeðlilegt að rukka áskrifendur fyrir aðgang að fréttum og gera svo stóran hluta þeirra aðgengilegan öllum á netinu, líkt og raunin hefur verið síðustu ár. „Vil viljum bara þjóna áskrifendum okkar betur og um leið stíga þetta fullkomlega eðlilega skref.“ Breytingin hafi verið lengi í farvatninu en haldist í hendur við þróun á nýjum vef Viðskiptablaðsins sem fór loks í loftið í seinustu viku. „Þetta er skref í þá átt sem fjölmiðlar um allan heim hafa verið að taka. Fjölmiðlar þrífast ekki nema þeir hafi tekjur og það er í rauninni ekkert eðlilegt við það að fjölmiðlar gefi vinnu sína sem þeir eru strangt til tekið að gera margir hverjir á hverjum degi,“ segir Trausti. Óæskilegt að fjölmiðlar séu á náð og miskunn ríkisins „Það ríkir náttúrulega mikill misskilningur varðandi RÚV í þessum efnum. Þó RÚV-vefurinn, sjónvarpsfréttir og allt efni þar sé opið öllum þá er hvert einasta mannsbarn 69 ára og yngri sem er með tekjur yfir 1,9 milljónir á ári að borga um átján þúsund krónur í áskrift á hverju einasta ári. Það er bara skylduáskrift sem enginn annar fjölmiðill býr að og þetta skekkir markaðinn,“ segir Trausti. Margar skýrslur hafi verið ritaðar síðustu áratugi sem sýni að ríkismiðillinn skekki íslenskan fjölmiðlamarkað með því að vera sömuleiðis á auglýsingamarkaði. „Síðan er það heldur ekkert æskilegt að einkareknir fjölmiðlar séu á náð og miskunn komnir með fjölmiðlastyrki sem við vitum ekkert hvernig muni þróast. Það er þá miklu nær að stíga bara skrefið eins og ríkisstjórnin hefur gefið út, það er að taka RÚV af auglýsingamarkaði,“ bætir Trausti við. Fleiri leita til áskrifenda Á seinustu árum hefur það færst í aukanna að miðlar reiði sig á áskriftartekjur í stað þess að byggja rekstur sinn einungis á auglýsingasölu. Trausti bendir á að Viðskiptablaðið sé í hópi með Morgunblaðinu, Stundinni, ferðavefnum Túrista og öðrum innlendum miðlum sem hafi byggt rekstur sinn upp með áskriftartekjum. Þá hafi Kjarninn og fleiri farið þá leið að halda öllu opnu en óska eftir styrkjum frá lesendum. Sömuleiðis hafi vakið athygli þegar Stöð 2 gerði kvöldfréttir sínar einungis aðgengilegar áskrifendum og viðskiptamiðilinn Innherji var kynntur til leiks á Vísi sem verður brátt áskriftarmiðill. „Allt segir þetta okkur að fjölmiðlarnir standa mjög höllum mæti gagnvart RÚV á þessum markaði,“ segir Trausti. Vonast hann til þess að breytingin hjá Viðskiptablaðinu komi til með að auka tekjur og efla miðilinn. Fjölmiðlar Neytendur Stafræn þróun Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Áfram verður frítt að lesa fréttir sem skrifaðar eru fyrir vef blaðsins en hér eftir munu einungis áskrifendur hafa aðgang að greinum úr tölublöðum Viðskiptablaðsins á vefnum. „Efni sem er unnið sérstaklega fyrir vefinn verður enn sem komið er opið fyrir öllum en þróunin er alveg augljóslega sú að með tímanum muntu einnig þurfa að vera áskrifandi til að nálgast það,“ segir Trausti Hafliðason, ritstjóri Viðskiptablaðsins, í samtali við Vísi. Ekki liggi fyrir hvenær það skref verði tekið. Nýr vefur Viðskiptablaðsins fór í loftið í seinustu viku. Trausti segir óeðlilegt að rukka áskrifendur fyrir aðgang að fréttum og gera svo stóran hluta þeirra aðgengilegan öllum á netinu, líkt og raunin hefur verið síðustu ár. „Vil viljum bara þjóna áskrifendum okkar betur og um leið stíga þetta fullkomlega eðlilega skref.“ Breytingin hafi verið lengi í farvatninu en haldist í hendur við þróun á nýjum vef Viðskiptablaðsins sem fór loks í loftið í seinustu viku. „Þetta er skref í þá átt sem fjölmiðlar um allan heim hafa verið að taka. Fjölmiðlar þrífast ekki nema þeir hafi tekjur og það er í rauninni ekkert eðlilegt við það að fjölmiðlar gefi vinnu sína sem þeir eru strangt til tekið að gera margir hverjir á hverjum degi,“ segir Trausti. Óæskilegt að fjölmiðlar séu á náð og miskunn ríkisins „Það ríkir náttúrulega mikill misskilningur varðandi RÚV í þessum efnum. Þó RÚV-vefurinn, sjónvarpsfréttir og allt efni þar sé opið öllum þá er hvert einasta mannsbarn 69 ára og yngri sem er með tekjur yfir 1,9 milljónir á ári að borga um átján þúsund krónur í áskrift á hverju einasta ári. Það er bara skylduáskrift sem enginn annar fjölmiðill býr að og þetta skekkir markaðinn,“ segir Trausti. Margar skýrslur hafi verið ritaðar síðustu áratugi sem sýni að ríkismiðillinn skekki íslenskan fjölmiðlamarkað með því að vera sömuleiðis á auglýsingamarkaði. „Síðan er það heldur ekkert æskilegt að einkareknir fjölmiðlar séu á náð og miskunn komnir með fjölmiðlastyrki sem við vitum ekkert hvernig muni þróast. Það er þá miklu nær að stíga bara skrefið eins og ríkisstjórnin hefur gefið út, það er að taka RÚV af auglýsingamarkaði,“ bætir Trausti við. Fleiri leita til áskrifenda Á seinustu árum hefur það færst í aukanna að miðlar reiði sig á áskriftartekjur í stað þess að byggja rekstur sinn einungis á auglýsingasölu. Trausti bendir á að Viðskiptablaðið sé í hópi með Morgunblaðinu, Stundinni, ferðavefnum Túrista og öðrum innlendum miðlum sem hafi byggt rekstur sinn upp með áskriftartekjum. Þá hafi Kjarninn og fleiri farið þá leið að halda öllu opnu en óska eftir styrkjum frá lesendum. Sömuleiðis hafi vakið athygli þegar Stöð 2 gerði kvöldfréttir sínar einungis aðgengilegar áskrifendum og viðskiptamiðilinn Innherji var kynntur til leiks á Vísi sem verður brátt áskriftarmiðill. „Allt segir þetta okkur að fjölmiðlarnir standa mjög höllum mæti gagnvart RÚV á þessum markaði,“ segir Trausti. Vonast hann til þess að breytingin hjá Viðskiptablaðinu komi til með að auka tekjur og efla miðilinn.
Fjölmiðlar Neytendur Stafræn þróun Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira