Rangfærslur ráðherra Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar 25. maí 2022 13:01 Í viðtali í Morgunútvarpinu í gær, þann 24. maí 2022, fór Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, með ýmsar rangfærslur varðandi fyrirhugaða fjöldabrottvísun flóttafólks sem fjallað hefur verið um í fréttum upp á síðkastið. Nú stendur til að vísa hátt í 300 manns úr landi, sem væri sannkallað Íslandsmet í brottvísunum, líkt og bent hefur verið á. Um er að ræða flóttafólk sem hefur sótt um dvalarleyfi á Íslandi, en mörg þeirra hafa nú þegar dvalið hér í á þriðja ár, þraukað faraldurinn og komið sér fyrir í samfélaginu. Ætlunin er að senda stóran hluta þeirra til Grikklands, þar sem fólk í þeirra stöðu hefur engan raunverulegan aðgang að vinnumarkaði, húsnæði, félagslegum úrræðum eða öðru sem öllu fólki er nauðsynlegt til þess að geta byggt sér upp framtíð. Sannleikurinn í stuttu máli Meinlokurnar í máli ráðherra eru fjölmargar og alvarlegar, og sýna annað hvort fram á mikla vanþekkingu ráðherrans á málaflokknum, eða vísvitandi rangfærslur. Þar sem það er engri umræðu gagnlegt að henni sé stýrt með rangfærslum og útúrsnúningum tel ég ástæðu til þess að leiðrétta þær, lið fyrir lið, en í stuttu máli er þetta staðan: Fjöldabrottvísunin er alls ekki lagaleg nauðsyn eða hluti af alþjóðasamstarfi, eins og ráðherrann þráast við að halda fram. Þvert á móti er brottvísunin ómannúðleg og kaldranaleg pólitísk ákvörðun íslenskra stjórnvalda, ákvörðun sem er á ábyrgð dómsmálaráðherra. Fólkið sem hann vill vísa á brott hefur engin raunveruleg réttindi í Grikklandi eða annarsstaðar í Evrópu, og því verður það ótvírætt afar illa statt ef brottvísunin nær fram að ganga. Rangfærslurnar leiðréttar, lið fyrir lið 1. Þarf að breyta lögunum? Jón hélt því snemma fram í viðtalinu að breyta þurfi lögum til þess að stjórnvöld geti hætt að endursenda fólk til Grikklands. Þetta er rangt, þótt hann endurtaki vitleysuna oft og óspart í gegnum allt viðtalið, og víðar. Lögin, samkvæmt orðanna hljóðan, veita stjórnvöldum í raun mjög þrönga heimild til þess að senda fólk til baka þangað sem það hefur fengið vernd. Þeim ber engin skylda til þess í neinum lagalegum skilningi. Meginreglan er raunar sú að umsókn skuli tekin til efnismeðferðar hér á landi, jafnvel þótt íslensk stjórnvöld geri það aðeins í undantekningartilvikum í framkvæmd. Það þarf því ekki að breyta neinum lögum. Lögin eru ágæt hvað stöðu þessa fólks varðar. Þeim er bara rangt beitt. Það er alfarið á ábyrgð ráðherra og enginn getur breytt þessari framkvæmd nema dómsmálaráðherra. 2. Getur fólk fundið sér samastað hvar sem er í Evrópu eftir að það fær vernd í einu Evrópuríki? Ráðherra hélt því enn fremur fram að þegar fólk hafi fengið vernd í einu Evrópuríki sé því frjálst að fara hvert sem er innan Evrópu, finna sér vinnu og setjast þar að. Þetta er líka rangt. Dvalarleyfi fyrir flóttamann í einu Evrópuríki fylgir ferðaheimild innan Evrópu sem ferðamaður í 3 mánuði. Fólk í þessari stöðu hefur enga heimild til lengri dvalar eða atvinnu í öðrum ríkjum og á ekki raunhæfan kost á því að sækja um annarskonar dvalar- og atvinnuleyfi en stöðu flóttamanns, sem er auðvitað ekkert annað en dvalar- og atvinnuleyfi, þó ráðherrar þessarar ríkisstjórnar kappkosti við að viðhalda þeim misskilningi að það sé eitthvað annað. 3. Segja reglurnar að fólki beri að fara til þess lands þar sem það hefur fengið vernd? Jón hélt áfram og fullyrti að reglurnar væru skýrar: að fólki sem hefur fengið vernd í öðru landi bæri einfaldlega að fara aftur til þess lands. Þetta er einnig alrangt. Lítum aftur á fyrsta svarið: lögin heimila íslenskum stjórnvöldum ekki aðeins að meta hvert mál fyrir sig, heldur skylda þau stjórnvöld raunar til þess að senda fólk ekki í aðstæður á borð við þær sem margt flóttafólk býr við í Grikklandi, á Ítalíu og í Ungverjalandi. Þarna var ráðherra að fara með rangt mál eins og lögin eru nú. Hins vegar var hann að lýsa raunveruleikanum sem við byggjum við ef frumvarp hans um útlendinga hefði þegar verið samþykkt á Alþingi – frumvarp sem við í þingflokki Pírata auk annarra stjórnarandstöðuliða höfum barist linnulaust gegn um árabil. 4. Býr flóttafólk í Grikklandi við sömu aðstæður og aðrir Grikkir? Enn hélt ráðherra áfram að fara með rangfærslur, því hann staðhæfði að flóttafólk í Grikklandi búi við sömu aðstæður og aðrir Grikkir. Þetta er einnig blákalt ósatt. Í Grikklandi hefur flóttafólk öll réttindi í orði, en ekki á borði. Flóttafólk hefur ekki raunverulegan aðgang að vinnumarkaði, ekki aðgang að húsnæðismarkaði og ekki aðgang að félagslegum úrræðum. Þá hafa flóttabörn minni aðgang að menntun en grískir ríkisborgarar. Þetta þýðir að langflestir flóttamenn í Grikklandi eru á götunni, án húsaskjóls, án matar og án vonar um að það muni nokkurn tíma breytast. Um þetta liggja fyrir ótal opinberar og áreiðanlegar skýrslur sem ráðherra ætti að vera hægt um vik að kynna sér sjálfur. 5. Brýtur það gegn jafnræði að stöðva endursendingar til eins lands en ekki annars? Næsta rangfærsla Jóns sneri að því að það bryti gegn jafnræði að stöðva endursendingar til eins ríkis en ekki annars, sem er aftur rangt. Raunin er sú að Ísland hefur ekki sent fólk til Grikklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar síðan 2010, einmitt vegna þess að aðstæður hælisleitenda þar í landi eru óviðunandi. Nær væri að segja að það brjóti gegn jafnræði að senda flóttafólk til Grikklands en ekki hælisleitendur, því gögnin sýna að staða fólks sem fengið hefur vernd í Grikklandi er jafnvel verri en hælisleitenda. Fólki er nefnilega vísað frá úrræðum á vegum hers og hjálparstofnana þegar það er búið að fá vernd. Þá fer fólk á götuna og ætlast er til þess að það sjái um sig sjálft, sem því er í mjög mörgum tilvikum ómögulegt að gera vegna kerfisbundinna hindrana, mismununar og annarra vandamála sem ekkert bendir til þess að verði leyst nokkurn tíma. Þetta ástand er búið að ríkja í Grikklandi núna árum saman og hefur lítið breyst til batnaðar. 6. Ber félags- og vinnumarkaðsráðherra ábyrgð á heimildum fólks til komu og dvalar á Íslandi? Dómsmálaráðherra hélt enn áfram að fara með þvætting þegar hann hélt því fram að það væri ekki undir sér komið hvort reglur um heimild fólks til komu og dvalar í atvinnuskyni hér á landi væru rýmkaðar, heldur væri það á forræði félags- og vinnumarkaðsráðherra. Þetta er satt best að segja alveg ótrúleg rangfærsla. Ráðherra virðist ekki vita hvað fellur undir hans ráðuneyti – sem vekur upp talsverðan ugg eitt og sér. Útlendingalögin eru nefnilega óumdeilanlega á forræði dómsmálaráðherra, og það eru útlendingalög sem kveða á um heimild fólks til komu og dvalar hér á landi. Félags- og vinnumarkaðsráðherra sér um atvinnuleyfi, ekki dvalarleyfi – og atvinnuleyfi er ekki hægt að veita án dvalarleyfis. Valdið til þess að rýmka heimildir fólks til komu hingað og dvalar er því í höndum dómsmálaráðherra, þó hann viti það ekki. 7. Ætti flóttafólk frekar að sækja um annarskonar dvalar- og atvinnuleyfi? Ráðherra talaði því næst um að fólk ætti fremur að sækja um dvalar- og atvinnuleyfi en ekki vernd til þess að fá að búa og starfa á Íslandi. Þetta er rangt, sem ætti ekki að koma neinum á óvart. Flóttaólk sem fengið hefur viðurkenningu á stöðu sinni í einu landi, er flóttafólk allstaðar. Það er óumdeilt að hér er um flóttafólk að ræða. Umsókn um vernd er ekkert annað en umsókn um dvalar- og atvinnuleyfi. Þegar fólki er veitt staða flóttamanns fær það fjögurra ára dvalarleyfi og opið og óbundið atvinnuleyfi. Flóttafólk á upp til hópa ekki möguleika á annarskonar dvalar- eða atvinnuleyfi hér á landi, þetta er dvalar- og atvinnuleyfið sem þau eiga kost á að sækja um og kerfið gerir ráð fyrir að þau geri. Dómsmálaráðherra hefur einfaldlega ákveðið að synja þeim um það því honum finnst að lögin eigi að vera öðruvísi en þau eru. 8. Erum við að vinna eftir alþjóðlegum lögum þegar við sendum fólk til Grikklands? Jón staðhæfði því næst að við værum einfaldlega að fylgja alþjóðlegum lögum með því að endursenda fólk til Grikklands. Þetta er rangt. Það er ekkert alþjóðasamstarf sem Ísland á aðild að, hvorki Evrópusamstarf né annað, sem kveður á um að fólk skuli sent þangað sem það hefur fengið vernd. Um þetta gilda landslög, ekki alþjóðasamningar eða reglur. Dyflinnarreglugerðin, til að mynda, gildir ekki um fólk sem er búið að fá stöðu flóttamanns í einhverju Evrópuríki. Í ofanálag, eins og áður hefur komið fram, er sú reglugerð skýr um það að einungis sé um heimild að ræða en ekki skyldu til endursendingar. Eins og áður segir er því ekkert sem skyldar okkur til þess að senda þetta fólk til baka. Að lokum – samantekt Dómsmálaráðherra hefur fullt vald til þess að koma í veg fyrir þessa fjöldabrottvísun, sama hversu oft hann lætur eins og hér sé um að ræða einhverja óheppilega nauðsyn. Ég hvet almenning til þess að sýna fólkinu sem á að vísa burt samstöðu með því að mótmæla ákvörðun ráðherra og krefjast þess að komið verði í veg fyrir þessi ósköp. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Píratar Hælisleitendur Alþingi Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Skoðun Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Í viðtali í Morgunútvarpinu í gær, þann 24. maí 2022, fór Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, með ýmsar rangfærslur varðandi fyrirhugaða fjöldabrottvísun flóttafólks sem fjallað hefur verið um í fréttum upp á síðkastið. Nú stendur til að vísa hátt í 300 manns úr landi, sem væri sannkallað Íslandsmet í brottvísunum, líkt og bent hefur verið á. Um er að ræða flóttafólk sem hefur sótt um dvalarleyfi á Íslandi, en mörg þeirra hafa nú þegar dvalið hér í á þriðja ár, þraukað faraldurinn og komið sér fyrir í samfélaginu. Ætlunin er að senda stóran hluta þeirra til Grikklands, þar sem fólk í þeirra stöðu hefur engan raunverulegan aðgang að vinnumarkaði, húsnæði, félagslegum úrræðum eða öðru sem öllu fólki er nauðsynlegt til þess að geta byggt sér upp framtíð. Sannleikurinn í stuttu máli Meinlokurnar í máli ráðherra eru fjölmargar og alvarlegar, og sýna annað hvort fram á mikla vanþekkingu ráðherrans á málaflokknum, eða vísvitandi rangfærslur. Þar sem það er engri umræðu gagnlegt að henni sé stýrt með rangfærslum og útúrsnúningum tel ég ástæðu til þess að leiðrétta þær, lið fyrir lið, en í stuttu máli er þetta staðan: Fjöldabrottvísunin er alls ekki lagaleg nauðsyn eða hluti af alþjóðasamstarfi, eins og ráðherrann þráast við að halda fram. Þvert á móti er brottvísunin ómannúðleg og kaldranaleg pólitísk ákvörðun íslenskra stjórnvalda, ákvörðun sem er á ábyrgð dómsmálaráðherra. Fólkið sem hann vill vísa á brott hefur engin raunveruleg réttindi í Grikklandi eða annarsstaðar í Evrópu, og því verður það ótvírætt afar illa statt ef brottvísunin nær fram að ganga. Rangfærslurnar leiðréttar, lið fyrir lið 1. Þarf að breyta lögunum? Jón hélt því snemma fram í viðtalinu að breyta þurfi lögum til þess að stjórnvöld geti hætt að endursenda fólk til Grikklands. Þetta er rangt, þótt hann endurtaki vitleysuna oft og óspart í gegnum allt viðtalið, og víðar. Lögin, samkvæmt orðanna hljóðan, veita stjórnvöldum í raun mjög þrönga heimild til þess að senda fólk til baka þangað sem það hefur fengið vernd. Þeim ber engin skylda til þess í neinum lagalegum skilningi. Meginreglan er raunar sú að umsókn skuli tekin til efnismeðferðar hér á landi, jafnvel þótt íslensk stjórnvöld geri það aðeins í undantekningartilvikum í framkvæmd. Það þarf því ekki að breyta neinum lögum. Lögin eru ágæt hvað stöðu þessa fólks varðar. Þeim er bara rangt beitt. Það er alfarið á ábyrgð ráðherra og enginn getur breytt þessari framkvæmd nema dómsmálaráðherra. 2. Getur fólk fundið sér samastað hvar sem er í Evrópu eftir að það fær vernd í einu Evrópuríki? Ráðherra hélt því enn fremur fram að þegar fólk hafi fengið vernd í einu Evrópuríki sé því frjálst að fara hvert sem er innan Evrópu, finna sér vinnu og setjast þar að. Þetta er líka rangt. Dvalarleyfi fyrir flóttamann í einu Evrópuríki fylgir ferðaheimild innan Evrópu sem ferðamaður í 3 mánuði. Fólk í þessari stöðu hefur enga heimild til lengri dvalar eða atvinnu í öðrum ríkjum og á ekki raunhæfan kost á því að sækja um annarskonar dvalar- og atvinnuleyfi en stöðu flóttamanns, sem er auðvitað ekkert annað en dvalar- og atvinnuleyfi, þó ráðherrar þessarar ríkisstjórnar kappkosti við að viðhalda þeim misskilningi að það sé eitthvað annað. 3. Segja reglurnar að fólki beri að fara til þess lands þar sem það hefur fengið vernd? Jón hélt áfram og fullyrti að reglurnar væru skýrar: að fólki sem hefur fengið vernd í öðru landi bæri einfaldlega að fara aftur til þess lands. Þetta er einnig alrangt. Lítum aftur á fyrsta svarið: lögin heimila íslenskum stjórnvöldum ekki aðeins að meta hvert mál fyrir sig, heldur skylda þau stjórnvöld raunar til þess að senda fólk ekki í aðstæður á borð við þær sem margt flóttafólk býr við í Grikklandi, á Ítalíu og í Ungverjalandi. Þarna var ráðherra að fara með rangt mál eins og lögin eru nú. Hins vegar var hann að lýsa raunveruleikanum sem við byggjum við ef frumvarp hans um útlendinga hefði þegar verið samþykkt á Alþingi – frumvarp sem við í þingflokki Pírata auk annarra stjórnarandstöðuliða höfum barist linnulaust gegn um árabil. 4. Býr flóttafólk í Grikklandi við sömu aðstæður og aðrir Grikkir? Enn hélt ráðherra áfram að fara með rangfærslur, því hann staðhæfði að flóttafólk í Grikklandi búi við sömu aðstæður og aðrir Grikkir. Þetta er einnig blákalt ósatt. Í Grikklandi hefur flóttafólk öll réttindi í orði, en ekki á borði. Flóttafólk hefur ekki raunverulegan aðgang að vinnumarkaði, ekki aðgang að húsnæðismarkaði og ekki aðgang að félagslegum úrræðum. Þá hafa flóttabörn minni aðgang að menntun en grískir ríkisborgarar. Þetta þýðir að langflestir flóttamenn í Grikklandi eru á götunni, án húsaskjóls, án matar og án vonar um að það muni nokkurn tíma breytast. Um þetta liggja fyrir ótal opinberar og áreiðanlegar skýrslur sem ráðherra ætti að vera hægt um vik að kynna sér sjálfur. 5. Brýtur það gegn jafnræði að stöðva endursendingar til eins lands en ekki annars? Næsta rangfærsla Jóns sneri að því að það bryti gegn jafnræði að stöðva endursendingar til eins ríkis en ekki annars, sem er aftur rangt. Raunin er sú að Ísland hefur ekki sent fólk til Grikklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar síðan 2010, einmitt vegna þess að aðstæður hælisleitenda þar í landi eru óviðunandi. Nær væri að segja að það brjóti gegn jafnræði að senda flóttafólk til Grikklands en ekki hælisleitendur, því gögnin sýna að staða fólks sem fengið hefur vernd í Grikklandi er jafnvel verri en hælisleitenda. Fólki er nefnilega vísað frá úrræðum á vegum hers og hjálparstofnana þegar það er búið að fá vernd. Þá fer fólk á götuna og ætlast er til þess að það sjái um sig sjálft, sem því er í mjög mörgum tilvikum ómögulegt að gera vegna kerfisbundinna hindrana, mismununar og annarra vandamála sem ekkert bendir til þess að verði leyst nokkurn tíma. Þetta ástand er búið að ríkja í Grikklandi núna árum saman og hefur lítið breyst til batnaðar. 6. Ber félags- og vinnumarkaðsráðherra ábyrgð á heimildum fólks til komu og dvalar á Íslandi? Dómsmálaráðherra hélt enn áfram að fara með þvætting þegar hann hélt því fram að það væri ekki undir sér komið hvort reglur um heimild fólks til komu og dvalar í atvinnuskyni hér á landi væru rýmkaðar, heldur væri það á forræði félags- og vinnumarkaðsráðherra. Þetta er satt best að segja alveg ótrúleg rangfærsla. Ráðherra virðist ekki vita hvað fellur undir hans ráðuneyti – sem vekur upp talsverðan ugg eitt og sér. Útlendingalögin eru nefnilega óumdeilanlega á forræði dómsmálaráðherra, og það eru útlendingalög sem kveða á um heimild fólks til komu og dvalar hér á landi. Félags- og vinnumarkaðsráðherra sér um atvinnuleyfi, ekki dvalarleyfi – og atvinnuleyfi er ekki hægt að veita án dvalarleyfis. Valdið til þess að rýmka heimildir fólks til komu hingað og dvalar er því í höndum dómsmálaráðherra, þó hann viti það ekki. 7. Ætti flóttafólk frekar að sækja um annarskonar dvalar- og atvinnuleyfi? Ráðherra talaði því næst um að fólk ætti fremur að sækja um dvalar- og atvinnuleyfi en ekki vernd til þess að fá að búa og starfa á Íslandi. Þetta er rangt, sem ætti ekki að koma neinum á óvart. Flóttaólk sem fengið hefur viðurkenningu á stöðu sinni í einu landi, er flóttafólk allstaðar. Það er óumdeilt að hér er um flóttafólk að ræða. Umsókn um vernd er ekkert annað en umsókn um dvalar- og atvinnuleyfi. Þegar fólki er veitt staða flóttamanns fær það fjögurra ára dvalarleyfi og opið og óbundið atvinnuleyfi. Flóttafólk á upp til hópa ekki möguleika á annarskonar dvalar- eða atvinnuleyfi hér á landi, þetta er dvalar- og atvinnuleyfið sem þau eiga kost á að sækja um og kerfið gerir ráð fyrir að þau geri. Dómsmálaráðherra hefur einfaldlega ákveðið að synja þeim um það því honum finnst að lögin eigi að vera öðruvísi en þau eru. 8. Erum við að vinna eftir alþjóðlegum lögum þegar við sendum fólk til Grikklands? Jón staðhæfði því næst að við værum einfaldlega að fylgja alþjóðlegum lögum með því að endursenda fólk til Grikklands. Þetta er rangt. Það er ekkert alþjóðasamstarf sem Ísland á aðild að, hvorki Evrópusamstarf né annað, sem kveður á um að fólk skuli sent þangað sem það hefur fengið vernd. Um þetta gilda landslög, ekki alþjóðasamningar eða reglur. Dyflinnarreglugerðin, til að mynda, gildir ekki um fólk sem er búið að fá stöðu flóttamanns í einhverju Evrópuríki. Í ofanálag, eins og áður hefur komið fram, er sú reglugerð skýr um það að einungis sé um heimild að ræða en ekki skyldu til endursendingar. Eins og áður segir er því ekkert sem skyldar okkur til þess að senda þetta fólk til baka. Að lokum – samantekt Dómsmálaráðherra hefur fullt vald til þess að koma í veg fyrir þessa fjöldabrottvísun, sama hversu oft hann lætur eins og hér sé um að ræða einhverja óheppilega nauðsyn. Ég hvet almenning til þess að sýna fólkinu sem á að vísa burt samstöðu með því að mótmæla ákvörðun ráðherra og krefjast þess að komið verði í veg fyrir þessi ósköp. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar