Ein mannskæðasta skólaskotárás seinni ára: Fórnarlömbin flest á aldrinum sjö til tíu ára Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. maí 2022 23:27 Bandaríska fánanum var flaggað í hálfa stöng á Hvíta Húsinu vegna árásarinnar. AP Nemendurnir fjórtán sem létust í skotárásinni í grunnskóla í Uvalde í Texas-ríki voru á aldrinum sjö til tíu ára. Árásin er ein sú mannskæðasta í sögu skólaskotárasa í Bandaríkjunum. Skólabygging Robb-grunskólans í hinni sextán þúsund íbúa bæ Uvalde í Texas var vettvangur martraðar þegar hinn átján ára gamli Salvador Ramos gekk þar inn vopnaður skotvopnum og hóf skothríð. Þegar yfir lauk höfðu fjórtán nemendur í fyrsta til þriðja bekk týnt lífi, auk eins kennara. Lögregluyfirvöld í Uvalde segja að Ramos hafi verið einn að verki. Talið er að lögreglumenn á vettvangi hafi skotið hann til bana. Bandarískir fjölmiðlar hafa einnig greint frá því að Ramos hafi skotið ömmu sínu áður en hann lét til skarar skríða í skólanum. Hún er sögð liggja alvarlega særð á spítala. Árásin ein sú mannskæðasta Árásin fer ofarlega á blað yfir mannskæðustu skólaskotárásir í Bandaríkjunum, sem hafa verið tíðar á undanförnum árum. Þegar kemur að grunnskólum hafa aðeins tvær árásir verið mannskæðari. Í Sandy Hook skólanum árið 2012 þegar 27 létust, auk árásarmannsins og í Stoneman Douglas-skólanum í Flórída árið 2018 þegar átján létust. Sextán þúsund manns búa í bænum Uvalde þar sem skotárásin var framin fyrr í dag.William Luther/The San Antonio Express-News via AP) Samkvæmt talningu CNN er þetta þrítugusta skotárásin í grunnskóla í Bandaríkjunum það sem af er ári. Greg Abott, ríkisstjóri Texas, greindi frá atburðum dagsins á blaðamannafundi þar sem hann sagði skotárásina vera hryllilegan harmleik. Viðbrögðin í Bandaríkjunum hafa ekki látið á sér standa. Þannig vakti ræða öldungadeildarþingmannsins Chris Murphy á gólfi öldungadeildar Bandaríkjaþings í kjölfar árásinnar mikla athygli. Þar spurði hann hvað í ósköpunum bandarískt samfélag væri að gera? „Þetta gerist bara hér og hvergi annars staðar. Hvergi annars staðar fara lítil börn í skólann og hugsa að þau gæti týnt lífi þann daginn,“ sagði Murphy. „Börnin okkar lifa í ótta í hvert einasta skipti sem þau ganga inn í skólastofu um að þau séu næst. Hvað erum við að gera?“ "Why are we here?" Sen. Murphy presses fellow senators in emotional speech after Texas elementary school shooting."I am here on this floor, to beg, to literally get down on my hands and knees and beg my colleagues ... find a way to pass laws that make this less likely." pic.twitter.com/ts4VnbTJRH— MSNBC (@MSNBC) May 24, 2022 Hillary Clinton, fyrrverandi forsetafrú og forsetaframbjóðandi Demókrata, segir á Twitter að bænir og hlýir straumar dugi skammt. „Árum saman höfum við ekki gert neitt. Við erum að verða þjóð angistaröskra“ Segir hún að þörf sé á þingmönnum sem séu tilbúnir til þess að leysa vandann sem tengist byssum í Bandaríkjunum. Thoughts and prayers are not enough. After years of nothing else, we are becoming a nation of anguished screams.We simply need legislators willing to stop the scourge of gun violence in America that is murdering our children.— Hillary Clinton (@HillaryClinton) May 24, 2022 Eftir mannskæðar skotárásir í skólum Bandaríkjunum undanfarin árhefur verið hávær krafa uppi um að herða aðgengi að skotvopnum í Bandaríkjunum. Tilraunir til þess hafa þó yfirleitt strandað á kjörnum fulltrúum Repúblikana í Bandaríkjunum. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, mun ávarpa bandarísku þjóðina í nótt að íslenskum tíma vegna árásarinnar. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í grunnskóla í Uvalde Tengdar fréttir Fimmtán látnir eftir skotárás í grunnskóla í Texas Fjórtán nemendur og einn kennari eru látin eftir mannskæða skotárás í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas-ríki Bandaríkjanna. 24. maí 2022 21:01 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Skólabygging Robb-grunskólans í hinni sextán þúsund íbúa bæ Uvalde í Texas var vettvangur martraðar þegar hinn átján ára gamli Salvador Ramos gekk þar inn vopnaður skotvopnum og hóf skothríð. Þegar yfir lauk höfðu fjórtán nemendur í fyrsta til þriðja bekk týnt lífi, auk eins kennara. Lögregluyfirvöld í Uvalde segja að Ramos hafi verið einn að verki. Talið er að lögreglumenn á vettvangi hafi skotið hann til bana. Bandarískir fjölmiðlar hafa einnig greint frá því að Ramos hafi skotið ömmu sínu áður en hann lét til skarar skríða í skólanum. Hún er sögð liggja alvarlega særð á spítala. Árásin ein sú mannskæðasta Árásin fer ofarlega á blað yfir mannskæðustu skólaskotárásir í Bandaríkjunum, sem hafa verið tíðar á undanförnum árum. Þegar kemur að grunnskólum hafa aðeins tvær árásir verið mannskæðari. Í Sandy Hook skólanum árið 2012 þegar 27 létust, auk árásarmannsins og í Stoneman Douglas-skólanum í Flórída árið 2018 þegar átján létust. Sextán þúsund manns búa í bænum Uvalde þar sem skotárásin var framin fyrr í dag.William Luther/The San Antonio Express-News via AP) Samkvæmt talningu CNN er þetta þrítugusta skotárásin í grunnskóla í Bandaríkjunum það sem af er ári. Greg Abott, ríkisstjóri Texas, greindi frá atburðum dagsins á blaðamannafundi þar sem hann sagði skotárásina vera hryllilegan harmleik. Viðbrögðin í Bandaríkjunum hafa ekki látið á sér standa. Þannig vakti ræða öldungadeildarþingmannsins Chris Murphy á gólfi öldungadeildar Bandaríkjaþings í kjölfar árásinnar mikla athygli. Þar spurði hann hvað í ósköpunum bandarískt samfélag væri að gera? „Þetta gerist bara hér og hvergi annars staðar. Hvergi annars staðar fara lítil börn í skólann og hugsa að þau gæti týnt lífi þann daginn,“ sagði Murphy. „Börnin okkar lifa í ótta í hvert einasta skipti sem þau ganga inn í skólastofu um að þau séu næst. Hvað erum við að gera?“ "Why are we here?" Sen. Murphy presses fellow senators in emotional speech after Texas elementary school shooting."I am here on this floor, to beg, to literally get down on my hands and knees and beg my colleagues ... find a way to pass laws that make this less likely." pic.twitter.com/ts4VnbTJRH— MSNBC (@MSNBC) May 24, 2022 Hillary Clinton, fyrrverandi forsetafrú og forsetaframbjóðandi Demókrata, segir á Twitter að bænir og hlýir straumar dugi skammt. „Árum saman höfum við ekki gert neitt. Við erum að verða þjóð angistaröskra“ Segir hún að þörf sé á þingmönnum sem séu tilbúnir til þess að leysa vandann sem tengist byssum í Bandaríkjunum. Thoughts and prayers are not enough. After years of nothing else, we are becoming a nation of anguished screams.We simply need legislators willing to stop the scourge of gun violence in America that is murdering our children.— Hillary Clinton (@HillaryClinton) May 24, 2022 Eftir mannskæðar skotárásir í skólum Bandaríkjunum undanfarin árhefur verið hávær krafa uppi um að herða aðgengi að skotvopnum í Bandaríkjunum. Tilraunir til þess hafa þó yfirleitt strandað á kjörnum fulltrúum Repúblikana í Bandaríkjunum. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, mun ávarpa bandarísku þjóðina í nótt að íslenskum tíma vegna árásarinnar.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í grunnskóla í Uvalde Tengdar fréttir Fimmtán látnir eftir skotárás í grunnskóla í Texas Fjórtán nemendur og einn kennari eru látin eftir mannskæða skotárás í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas-ríki Bandaríkjanna. 24. maí 2022 21:01 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Fimmtán látnir eftir skotárás í grunnskóla í Texas Fjórtán nemendur og einn kennari eru látin eftir mannskæða skotárás í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas-ríki Bandaríkjanna. 24. maí 2022 21:01