Ein mannskæðasta skólaskotárás seinni ára: Fórnarlömbin flest á aldrinum sjö til tíu ára Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. maí 2022 23:27 Bandaríska fánanum var flaggað í hálfa stöng á Hvíta Húsinu vegna árásarinnar. AP Nemendurnir fjórtán sem létust í skotárásinni í grunnskóla í Uvalde í Texas-ríki voru á aldrinum sjö til tíu ára. Árásin er ein sú mannskæðasta í sögu skólaskotárasa í Bandaríkjunum. Skólabygging Robb-grunskólans í hinni sextán þúsund íbúa bæ Uvalde í Texas var vettvangur martraðar þegar hinn átján ára gamli Salvador Ramos gekk þar inn vopnaður skotvopnum og hóf skothríð. Þegar yfir lauk höfðu fjórtán nemendur í fyrsta til þriðja bekk týnt lífi, auk eins kennara. Lögregluyfirvöld í Uvalde segja að Ramos hafi verið einn að verki. Talið er að lögreglumenn á vettvangi hafi skotið hann til bana. Bandarískir fjölmiðlar hafa einnig greint frá því að Ramos hafi skotið ömmu sínu áður en hann lét til skarar skríða í skólanum. Hún er sögð liggja alvarlega særð á spítala. Árásin ein sú mannskæðasta Árásin fer ofarlega á blað yfir mannskæðustu skólaskotárásir í Bandaríkjunum, sem hafa verið tíðar á undanförnum árum. Þegar kemur að grunnskólum hafa aðeins tvær árásir verið mannskæðari. Í Sandy Hook skólanum árið 2012 þegar 27 létust, auk árásarmannsins og í Stoneman Douglas-skólanum í Flórída árið 2018 þegar átján létust. Sextán þúsund manns búa í bænum Uvalde þar sem skotárásin var framin fyrr í dag.William Luther/The San Antonio Express-News via AP) Samkvæmt talningu CNN er þetta þrítugusta skotárásin í grunnskóla í Bandaríkjunum það sem af er ári. Greg Abott, ríkisstjóri Texas, greindi frá atburðum dagsins á blaðamannafundi þar sem hann sagði skotárásina vera hryllilegan harmleik. Viðbrögðin í Bandaríkjunum hafa ekki látið á sér standa. Þannig vakti ræða öldungadeildarþingmannsins Chris Murphy á gólfi öldungadeildar Bandaríkjaþings í kjölfar árásinnar mikla athygli. Þar spurði hann hvað í ósköpunum bandarískt samfélag væri að gera? „Þetta gerist bara hér og hvergi annars staðar. Hvergi annars staðar fara lítil börn í skólann og hugsa að þau gæti týnt lífi þann daginn,“ sagði Murphy. „Börnin okkar lifa í ótta í hvert einasta skipti sem þau ganga inn í skólastofu um að þau séu næst. Hvað erum við að gera?“ "Why are we here?" Sen. Murphy presses fellow senators in emotional speech after Texas elementary school shooting."I am here on this floor, to beg, to literally get down on my hands and knees and beg my colleagues ... find a way to pass laws that make this less likely." pic.twitter.com/ts4VnbTJRH— MSNBC (@MSNBC) May 24, 2022 Hillary Clinton, fyrrverandi forsetafrú og forsetaframbjóðandi Demókrata, segir á Twitter að bænir og hlýir straumar dugi skammt. „Árum saman höfum við ekki gert neitt. Við erum að verða þjóð angistaröskra“ Segir hún að þörf sé á þingmönnum sem séu tilbúnir til þess að leysa vandann sem tengist byssum í Bandaríkjunum. Thoughts and prayers are not enough. After years of nothing else, we are becoming a nation of anguished screams.We simply need legislators willing to stop the scourge of gun violence in America that is murdering our children.— Hillary Clinton (@HillaryClinton) May 24, 2022 Eftir mannskæðar skotárásir í skólum Bandaríkjunum undanfarin árhefur verið hávær krafa uppi um að herða aðgengi að skotvopnum í Bandaríkjunum. Tilraunir til þess hafa þó yfirleitt strandað á kjörnum fulltrúum Repúblikana í Bandaríkjunum. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, mun ávarpa bandarísku þjóðina í nótt að íslenskum tíma vegna árásarinnar. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í grunnskóla í Uvalde Tengdar fréttir Fimmtán látnir eftir skotárás í grunnskóla í Texas Fjórtán nemendur og einn kennari eru látin eftir mannskæða skotárás í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas-ríki Bandaríkjanna. 24. maí 2022 21:01 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Skólabygging Robb-grunskólans í hinni sextán þúsund íbúa bæ Uvalde í Texas var vettvangur martraðar þegar hinn átján ára gamli Salvador Ramos gekk þar inn vopnaður skotvopnum og hóf skothríð. Þegar yfir lauk höfðu fjórtán nemendur í fyrsta til þriðja bekk týnt lífi, auk eins kennara. Lögregluyfirvöld í Uvalde segja að Ramos hafi verið einn að verki. Talið er að lögreglumenn á vettvangi hafi skotið hann til bana. Bandarískir fjölmiðlar hafa einnig greint frá því að Ramos hafi skotið ömmu sínu áður en hann lét til skarar skríða í skólanum. Hún er sögð liggja alvarlega særð á spítala. Árásin ein sú mannskæðasta Árásin fer ofarlega á blað yfir mannskæðustu skólaskotárásir í Bandaríkjunum, sem hafa verið tíðar á undanförnum árum. Þegar kemur að grunnskólum hafa aðeins tvær árásir verið mannskæðari. Í Sandy Hook skólanum árið 2012 þegar 27 létust, auk árásarmannsins og í Stoneman Douglas-skólanum í Flórída árið 2018 þegar átján létust. Sextán þúsund manns búa í bænum Uvalde þar sem skotárásin var framin fyrr í dag.William Luther/The San Antonio Express-News via AP) Samkvæmt talningu CNN er þetta þrítugusta skotárásin í grunnskóla í Bandaríkjunum það sem af er ári. Greg Abott, ríkisstjóri Texas, greindi frá atburðum dagsins á blaðamannafundi þar sem hann sagði skotárásina vera hryllilegan harmleik. Viðbrögðin í Bandaríkjunum hafa ekki látið á sér standa. Þannig vakti ræða öldungadeildarþingmannsins Chris Murphy á gólfi öldungadeildar Bandaríkjaþings í kjölfar árásinnar mikla athygli. Þar spurði hann hvað í ósköpunum bandarískt samfélag væri að gera? „Þetta gerist bara hér og hvergi annars staðar. Hvergi annars staðar fara lítil börn í skólann og hugsa að þau gæti týnt lífi þann daginn,“ sagði Murphy. „Börnin okkar lifa í ótta í hvert einasta skipti sem þau ganga inn í skólastofu um að þau séu næst. Hvað erum við að gera?“ "Why are we here?" Sen. Murphy presses fellow senators in emotional speech after Texas elementary school shooting."I am here on this floor, to beg, to literally get down on my hands and knees and beg my colleagues ... find a way to pass laws that make this less likely." pic.twitter.com/ts4VnbTJRH— MSNBC (@MSNBC) May 24, 2022 Hillary Clinton, fyrrverandi forsetafrú og forsetaframbjóðandi Demókrata, segir á Twitter að bænir og hlýir straumar dugi skammt. „Árum saman höfum við ekki gert neitt. Við erum að verða þjóð angistaröskra“ Segir hún að þörf sé á þingmönnum sem séu tilbúnir til þess að leysa vandann sem tengist byssum í Bandaríkjunum. Thoughts and prayers are not enough. After years of nothing else, we are becoming a nation of anguished screams.We simply need legislators willing to stop the scourge of gun violence in America that is murdering our children.— Hillary Clinton (@HillaryClinton) May 24, 2022 Eftir mannskæðar skotárásir í skólum Bandaríkjunum undanfarin árhefur verið hávær krafa uppi um að herða aðgengi að skotvopnum í Bandaríkjunum. Tilraunir til þess hafa þó yfirleitt strandað á kjörnum fulltrúum Repúblikana í Bandaríkjunum. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, mun ávarpa bandarísku þjóðina í nótt að íslenskum tíma vegna árásarinnar.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í grunnskóla í Uvalde Tengdar fréttir Fimmtán látnir eftir skotárás í grunnskóla í Texas Fjórtán nemendur og einn kennari eru látin eftir mannskæða skotárás í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas-ríki Bandaríkjanna. 24. maí 2022 21:01 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Fimmtán látnir eftir skotárás í grunnskóla í Texas Fjórtán nemendur og einn kennari eru látin eftir mannskæða skotárás í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas-ríki Bandaríkjanna. 24. maí 2022 21:01