„Þá opnaði ég bara orðabók undir M og leitaði að einhverju sniðugu“ Elísabet Hanna skrifar 27. maí 2022 10:31 Myrkvi er óalgengara nafn en Magnús. Melina Rathjen Tónlistarmaðurinn Magnús Thorlacius hefur gert garðinn frægann undir listamannanafninu Myrkvi og einnig með hljómsveitinni Vio en nú er komið nýtt lag frá honum sem heitir Villt fræ. Þess má til gamans geta að „Villt fræ“ smáskífuna prýðir kötturinn Stefán Thorlacius, sem er óðum að taka yfir samfélagsmiðla Myrkva. Stefán fékk sína fyrstu sjálfstæðu birtingu um daginn á catsonamps miðlinum eða „kettir á mögnurum“. View this post on Instagram A post shared by Cats on Amps (@catsonamps) Hvaðan kemur nafnið Myrkvi?Í fyrstu ætlaði ég að gefa tónlistina út undir eigin nafni, en áttaði mig svo á að skírnarnafnið mitt er frekar algengt. Ég á meira að segja frænda sem heitir líka Magnús Thorlacius og hefur verið í tónlist. „Eftir að ég ákvað að ég vildi taka mér listamannsnafn, þá opnaði ég bara orðabók undir M og leitaði að einhverju sniðugu.“ Myrkvi greip mig strax og mér finnst það ná vel utan um tónlistina. Fallegur skuggi, það er eiginlega hornsteinninn í orðinu og mér finnst andstæðurnar í því heillandi. Ég hef einmitt gert svolítið af því að semja hress lög með angurværa texta. Mér fannst líka plús að orðið virkar rammíslenskt án þess að vera með neina séríslenska stafi. View this post on Instagram A post shared by Myrkvi (@myrkvimusic) Hvernig er þitt ferli við að semja tónlist?Ró og næði. Ef ég finn tíma þar sem ekkert annað er að trufla mig og get einbeitt mér að fullu bara að því að spila og tjá mig, þá vella alltaf einhverjar tilfinningar upp á yfirborðið. Ég tek hugmyndirnar upp og kem síðan aftur að þeim seinna. Ef hugmyndirnar eldast vel, þá reyni ég að klára lagasmíðina. Textahugmyndin fæðist oft í þessu ferli og ákveðnar setningar verða stundum órjúfanlegur partur af laginu án þess að það sé fullklárað. Að lokum set ég höfuðið í bleyti og skrifa textann, sem getur tekið allt frá nokkrum mínútum í nokkrar vikur. View this post on Instagram A post shared by Myrkvi (@myrkvimusic) Hefur þú alltaf verið að semja tónlist?Allt frá því að ég fór að grípa í gamla gítarinn hjá pabba þegar ég var táningur fannst mér langt skemmtilegast að reyna að skapa eitthvað sjálfur. Á móti kemur, þá hef ég alltaf verið frekar latur við að læra lög annarra. Að spila á gítarinn varð mjög snemma að útrás og tjáningu sem hefur fylgt mér allar götur síðan. „Þessar stundir einn með gítarnum eru hálfgerð hugleiðsla.“ Allt í einu opnar maður augun, eftir að hafa sönglað og spilað eitthvað, og þá er maður kannski búinn að vinna út úr einhverju sem maður vissi ekki einu sinni að væri að angra mann í sálarlífinu. Ég er annars farinn að semja líka töluvert á hljómborð síðastliðin ár og finnst það líka mjög skemmtilegt. Mér líður smá eins og ég sé með eitthvað galdrabox fyrir framan mig sem ég veit ekkert hvernig virkar, og það sem kemur út úr því er allt öðruvísi heldur en glamrið á gítarinn. Magnús upplifir það sem ákveðna hugleiðslu að glamra á gítarinn.Melina Rathjen Hver var innblásturinn að Villt fræ?Ég er að taka upp plötu sem er mjög stór í þeim skilningi að ég er að útsetja fyrir mörg mismunandi hljóðfæri og kasta frekar stóru neti yfir lögin af ýmsum pælingum. Platan er komin vel á veg en hún endaði á að vera frekar flókin í framkvæmd. Villt fræ spratt út frá löngun til þess að gera einmitt hið gagnstæða. Bara taka lag, beint úr hugleiðslunni í herberginu, og leyfa því að standa nánast óbreyttu. Ekkert vera að prófa of mikið af pælingum, og nota eins fá hljóðfæri og hægt er. Eftir stendur þá líka að textinn verður þeim mun mikilvægari og skiptir eiginlega öllu máli. Ég myndi segja að ég sé að fara aftur í ræturnar en ég ólst mikið upp við að hlusta á söngvaskáld. Ástæðan fyrir því að ég vildi læra betur á gítar var að geta plokkað eins og Simon og Garfunkel. Simon og Garfunkel veittu innblástur.Melina Rathjen Finnst þér munur á því að semja fyrir Vio og fyrir þig sem Myrkvi?Ég spái sjaldnast í því þegar ég sem lög. Upphaflega varð Myrkvi til út frá lögum sem ég hafði sýnt strákunum í Vio en þeim hafði ekki fundist passa fyrir bandið. „Það mætti segja að fyrsta Myrkva platan hafi verið samansafn af lögum sem Vio hafnaði!“ Eftir fyrstu Vio plötuna þróaðist þetta líka svolítið þannig hjá okkur að í staðinn fyrir að ég kæmi með heilsteypt lög á æfingar, þá fórum við að reyna að semja þau meira saman. En stundum sem ég lög sem ég einfaldlega heyri fyrir mér í Vio hljóðheiminum, sem ég myndi segja að sé mjög einkennandi þökk sé gítarsnillingnum Yngva Holm. Hvað er framundan hjá þér?Það er nóg framundan. Ég mun spila aðeins hérlendis með Myrkva í sumar, ásamt því að halda áfram að vinna að þessari stóru plötu sem ég er með í bígerð. Þá langar mig líka að gefa út fleiri lög í svipuðum stíl og Villt fræ, þar sem fókusinn verður á íslenska textagerð. View this post on Instagram A post shared by Myrkvi (@myrkvimusic) Hvernig er framtíðin hjá Vio? Við vorum að fá breiðskífu í hendurnar, rjúkandi heita beint úr masteringu/marineringu, fyrir nokkrum dögum síðan og erum byrjaðir að skipuleggja útgáfuna og næstu skref. Platan hefur eiginlega verið í smíðum í fimm ár og er einungis önnur breiðskífan okkar, þannig þetta er gríðarlega stór áfangi. View this post on Instagram A post shared by Vio (@vio.iceland) „Fólk getur byrjað að undirbúa sig fyrir nýtt lag á næstunni og almennar flugeldasýningar á þeim vígvelli.“ Tónlist Kettir Tengdar fréttir Tilfinningaböndin þurfa stundum lengri tíma til slitna Tónlistarmaðurinn Myrkvi sendi í dag frá sér sitt annað lag og nefnist það Skyline. Myrkvi er listamannsnafn Magnúsar Thorlacius en fyrsta lagið hans, Sér um sig, vakti töluverða athygli. 24. apríl 2020 13:00 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Þess má til gamans geta að „Villt fræ“ smáskífuna prýðir kötturinn Stefán Thorlacius, sem er óðum að taka yfir samfélagsmiðla Myrkva. Stefán fékk sína fyrstu sjálfstæðu birtingu um daginn á catsonamps miðlinum eða „kettir á mögnurum“. View this post on Instagram A post shared by Cats on Amps (@catsonamps) Hvaðan kemur nafnið Myrkvi?Í fyrstu ætlaði ég að gefa tónlistina út undir eigin nafni, en áttaði mig svo á að skírnarnafnið mitt er frekar algengt. Ég á meira að segja frænda sem heitir líka Magnús Thorlacius og hefur verið í tónlist. „Eftir að ég ákvað að ég vildi taka mér listamannsnafn, þá opnaði ég bara orðabók undir M og leitaði að einhverju sniðugu.“ Myrkvi greip mig strax og mér finnst það ná vel utan um tónlistina. Fallegur skuggi, það er eiginlega hornsteinninn í orðinu og mér finnst andstæðurnar í því heillandi. Ég hef einmitt gert svolítið af því að semja hress lög með angurværa texta. Mér fannst líka plús að orðið virkar rammíslenskt án þess að vera með neina séríslenska stafi. View this post on Instagram A post shared by Myrkvi (@myrkvimusic) Hvernig er þitt ferli við að semja tónlist?Ró og næði. Ef ég finn tíma þar sem ekkert annað er að trufla mig og get einbeitt mér að fullu bara að því að spila og tjá mig, þá vella alltaf einhverjar tilfinningar upp á yfirborðið. Ég tek hugmyndirnar upp og kem síðan aftur að þeim seinna. Ef hugmyndirnar eldast vel, þá reyni ég að klára lagasmíðina. Textahugmyndin fæðist oft í þessu ferli og ákveðnar setningar verða stundum órjúfanlegur partur af laginu án þess að það sé fullklárað. Að lokum set ég höfuðið í bleyti og skrifa textann, sem getur tekið allt frá nokkrum mínútum í nokkrar vikur. View this post on Instagram A post shared by Myrkvi (@myrkvimusic) Hefur þú alltaf verið að semja tónlist?Allt frá því að ég fór að grípa í gamla gítarinn hjá pabba þegar ég var táningur fannst mér langt skemmtilegast að reyna að skapa eitthvað sjálfur. Á móti kemur, þá hef ég alltaf verið frekar latur við að læra lög annarra. Að spila á gítarinn varð mjög snemma að útrás og tjáningu sem hefur fylgt mér allar götur síðan. „Þessar stundir einn með gítarnum eru hálfgerð hugleiðsla.“ Allt í einu opnar maður augun, eftir að hafa sönglað og spilað eitthvað, og þá er maður kannski búinn að vinna út úr einhverju sem maður vissi ekki einu sinni að væri að angra mann í sálarlífinu. Ég er annars farinn að semja líka töluvert á hljómborð síðastliðin ár og finnst það líka mjög skemmtilegt. Mér líður smá eins og ég sé með eitthvað galdrabox fyrir framan mig sem ég veit ekkert hvernig virkar, og það sem kemur út úr því er allt öðruvísi heldur en glamrið á gítarinn. Magnús upplifir það sem ákveðna hugleiðslu að glamra á gítarinn.Melina Rathjen Hver var innblásturinn að Villt fræ?Ég er að taka upp plötu sem er mjög stór í þeim skilningi að ég er að útsetja fyrir mörg mismunandi hljóðfæri og kasta frekar stóru neti yfir lögin af ýmsum pælingum. Platan er komin vel á veg en hún endaði á að vera frekar flókin í framkvæmd. Villt fræ spratt út frá löngun til þess að gera einmitt hið gagnstæða. Bara taka lag, beint úr hugleiðslunni í herberginu, og leyfa því að standa nánast óbreyttu. Ekkert vera að prófa of mikið af pælingum, og nota eins fá hljóðfæri og hægt er. Eftir stendur þá líka að textinn verður þeim mun mikilvægari og skiptir eiginlega öllu máli. Ég myndi segja að ég sé að fara aftur í ræturnar en ég ólst mikið upp við að hlusta á söngvaskáld. Ástæðan fyrir því að ég vildi læra betur á gítar var að geta plokkað eins og Simon og Garfunkel. Simon og Garfunkel veittu innblástur.Melina Rathjen Finnst þér munur á því að semja fyrir Vio og fyrir þig sem Myrkvi?Ég spái sjaldnast í því þegar ég sem lög. Upphaflega varð Myrkvi til út frá lögum sem ég hafði sýnt strákunum í Vio en þeim hafði ekki fundist passa fyrir bandið. „Það mætti segja að fyrsta Myrkva platan hafi verið samansafn af lögum sem Vio hafnaði!“ Eftir fyrstu Vio plötuna þróaðist þetta líka svolítið þannig hjá okkur að í staðinn fyrir að ég kæmi með heilsteypt lög á æfingar, þá fórum við að reyna að semja þau meira saman. En stundum sem ég lög sem ég einfaldlega heyri fyrir mér í Vio hljóðheiminum, sem ég myndi segja að sé mjög einkennandi þökk sé gítarsnillingnum Yngva Holm. Hvað er framundan hjá þér?Það er nóg framundan. Ég mun spila aðeins hérlendis með Myrkva í sumar, ásamt því að halda áfram að vinna að þessari stóru plötu sem ég er með í bígerð. Þá langar mig líka að gefa út fleiri lög í svipuðum stíl og Villt fræ, þar sem fókusinn verður á íslenska textagerð. View this post on Instagram A post shared by Myrkvi (@myrkvimusic) Hvernig er framtíðin hjá Vio? Við vorum að fá breiðskífu í hendurnar, rjúkandi heita beint úr masteringu/marineringu, fyrir nokkrum dögum síðan og erum byrjaðir að skipuleggja útgáfuna og næstu skref. Platan hefur eiginlega verið í smíðum í fimm ár og er einungis önnur breiðskífan okkar, þannig þetta er gríðarlega stór áfangi. View this post on Instagram A post shared by Vio (@vio.iceland) „Fólk getur byrjað að undirbúa sig fyrir nýtt lag á næstunni og almennar flugeldasýningar á þeim vígvelli.“
Tónlist Kettir Tengdar fréttir Tilfinningaböndin þurfa stundum lengri tíma til slitna Tónlistarmaðurinn Myrkvi sendi í dag frá sér sitt annað lag og nefnist það Skyline. Myrkvi er listamannsnafn Magnúsar Thorlacius en fyrsta lagið hans, Sér um sig, vakti töluverða athygli. 24. apríl 2020 13:00 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Tilfinningaböndin þurfa stundum lengri tíma til slitna Tónlistarmaðurinn Myrkvi sendi í dag frá sér sitt annað lag og nefnist það Skyline. Myrkvi er listamannsnafn Magnúsar Thorlacius en fyrsta lagið hans, Sér um sig, vakti töluverða athygli. 24. apríl 2020 13:00