Ísland í aðalhlutverki í Hyundai auglýsingu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 22. maí 2022 07:01 Ioniq 5 og starfsmaður tökuliðsins. Jonathan Lichtenberg Kvikmyndatökulið á vegum bílaframleiðandans Hyundai var statt hér á landi fyrr á árinu til að taka upp myndefni þar sem Heimsbíll ársins 2022, Ioniq 5 og jepplingurinn Tucson PHEV voru í aðalhlutverkum. Tucson við tökur með Ioniq 5 í bakgrunninum.Jonathan Lichtenberg Bílunum var stillt upp á ýmsum myndrænum stöðum með ströndinni á Reykjanesi og Suðurlandi, en einnig í uppsveitum Borgarfjarðar og á Snæfellsnesi. Markmiðið með myndatökunum var að vekja athygli á hreinleika íslenskrar náttúru og mikilvægi kolefnishlutleysis og aukinnar sjálfbærni með nýtingu á grænum og endurnýjanlegum orkugjöfum. Í því samhengi gegna stóru hlutverki náttúruauðlindir landsins, sem skapa margvísleg jákvæð tækifæri í þágu grænnar framtíðar fyrir land og þjóð og eiga stóran þátt í miklum lífsgæðum landsmanna. Ioniq 5 við tökur.Jonathan Lichtenberg Verkefnið er stórt samfélagsmiðlaverkefni á vegum Hyundai sem hleypt verður af stokkunum í júní með fjölbreyttu myndefni af stórbrotnum stöðum, þar sem kallast á einstök náttúra Íslands og Spánar, þar sem sambærilegt verkefni var einnig unnið. Vistvænir bílar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent
Tucson við tökur með Ioniq 5 í bakgrunninum.Jonathan Lichtenberg Bílunum var stillt upp á ýmsum myndrænum stöðum með ströndinni á Reykjanesi og Suðurlandi, en einnig í uppsveitum Borgarfjarðar og á Snæfellsnesi. Markmiðið með myndatökunum var að vekja athygli á hreinleika íslenskrar náttúru og mikilvægi kolefnishlutleysis og aukinnar sjálfbærni með nýtingu á grænum og endurnýjanlegum orkugjöfum. Í því samhengi gegna stóru hlutverki náttúruauðlindir landsins, sem skapa margvísleg jákvæð tækifæri í þágu grænnar framtíðar fyrir land og þjóð og eiga stóran þátt í miklum lífsgæðum landsmanna. Ioniq 5 við tökur.Jonathan Lichtenberg Verkefnið er stórt samfélagsmiðlaverkefni á vegum Hyundai sem hleypt verður af stokkunum í júní með fjölbreyttu myndefni af stórbrotnum stöðum, þar sem kallast á einstök náttúra Íslands og Spánar, þar sem sambærilegt verkefni var einnig unnið.
Vistvænir bílar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent