Fjárfestingar lífeyrissjóða, ávöxtun og áhætta Yngvi Harðarson skrifar 20. maí 2022 17:30 Ávöxtun lífeyrissjóða hefur almennt verið góð sl. nokkur ár. Frá árinu 2015 hefur raunávöxtun valinna lífeyrissjóða að meðaltali verið frá um 6% og jafnvel yfir 7% þegar virði eigna er metið á gangvirði. Yfir sama tímabil hefur áhættustig í formi breytileika ávöxtunar verið tiltölulega lítið í sögulegu samhengi. Á tímabilinu sem um ræðir hafa vextir lækkað mikið ekki bara hérlendis heldur alþjóðlega. Er það á meðal atriða sem stuðlað hefur að verðhækkun eigna. Má búast við að þetta haldi áfram til langrar framtíðar? Að öllum líkindum ekki. Það er a.m.k. afar krefjandi viðfangsefni að ná slíkum árangri í breyttu fjárfestingarumhverfi. Vextir skuldabréfa til langs tíma hafa farið lækkandi ekki einungis síðustu ár heldur áratugi. Sumir muna eftir því að raunvextir (ávöxtunarkrafa) 25 ára húsbréfa var nærri 9% haustið 1991 og vextir ríkisskuldabréfa um 0,4 prósentum lægri. Í dag er ávöxtunarkrafa álíka langra verðtryggðra ríkisskuldabréfa um 0,8% eða minna en tíundi hluti þess sem var fyrir rúmum 30 árum. Þegar ávöxtunarkrafa lækkar þá hækkar verð skuldabréfa með föstum vöxtum. Samhliða verður nýr útgangspunktur framtíðarávöxtunar sem er hið nýja og lægra vaxtastig. Hinn nýi útgangspunktur er ekki bara lægri en fyrir 30 árum heldur einnig um helmingi lægri en fyrir 4 árum. Fjárfestingarumhverfið hefur því stórbreyst. Fjárfestar fá áhættuálag fyrir það að fjárfesta í dreifðu safni hlutabréfa. Talið er að til langs tíma geti þetta álag numið 4-6 prósentum ofan á ávöxtun ríkisskuldabréfa. Af þeim sökum hafa lífeyrissjóðir lagt aukna áherslu á fjárfestingu í hlutabréfum eftir því sem vextir ríkisskuldabréfa hafa lækkað. Staðan núna er sú að til þess að geta átt von á langtímaávöxtun í takt við það sem náðst hefur árin frá 2015 þyrftu sjóðirnir að fjárfesta nær eingöngu í hlutabréfum. Slíkt er óraunhæft vegna áhættu. Miðað við það að fjárfest sé 40% í hlutabréfum og 60% í skuldabréfum má rökstyðja væntingar um ca. 3,5% ávöxtun til langs tíma en ef fjárfest er 60% í hlutabréfum og 40% í skuldabréfum gæti niðurstaðan orðið ca. 4,5%. Þetta er um 2,5% lakari ávöxtun en náðst hefur á árunum síðan 2015. Höfundur er framkvæmdastjóri Analytica og er í framboði til stjórnar Frjálsa lífeyrissjóðsins þar sem rafræn kosning stendur yfir til hádegis 22/5 nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Kauphöllin Mest lesið Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ávöxtun lífeyrissjóða hefur almennt verið góð sl. nokkur ár. Frá árinu 2015 hefur raunávöxtun valinna lífeyrissjóða að meðaltali verið frá um 6% og jafnvel yfir 7% þegar virði eigna er metið á gangvirði. Yfir sama tímabil hefur áhættustig í formi breytileika ávöxtunar verið tiltölulega lítið í sögulegu samhengi. Á tímabilinu sem um ræðir hafa vextir lækkað mikið ekki bara hérlendis heldur alþjóðlega. Er það á meðal atriða sem stuðlað hefur að verðhækkun eigna. Má búast við að þetta haldi áfram til langrar framtíðar? Að öllum líkindum ekki. Það er a.m.k. afar krefjandi viðfangsefni að ná slíkum árangri í breyttu fjárfestingarumhverfi. Vextir skuldabréfa til langs tíma hafa farið lækkandi ekki einungis síðustu ár heldur áratugi. Sumir muna eftir því að raunvextir (ávöxtunarkrafa) 25 ára húsbréfa var nærri 9% haustið 1991 og vextir ríkisskuldabréfa um 0,4 prósentum lægri. Í dag er ávöxtunarkrafa álíka langra verðtryggðra ríkisskuldabréfa um 0,8% eða minna en tíundi hluti þess sem var fyrir rúmum 30 árum. Þegar ávöxtunarkrafa lækkar þá hækkar verð skuldabréfa með föstum vöxtum. Samhliða verður nýr útgangspunktur framtíðarávöxtunar sem er hið nýja og lægra vaxtastig. Hinn nýi útgangspunktur er ekki bara lægri en fyrir 30 árum heldur einnig um helmingi lægri en fyrir 4 árum. Fjárfestingarumhverfið hefur því stórbreyst. Fjárfestar fá áhættuálag fyrir það að fjárfesta í dreifðu safni hlutabréfa. Talið er að til langs tíma geti þetta álag numið 4-6 prósentum ofan á ávöxtun ríkisskuldabréfa. Af þeim sökum hafa lífeyrissjóðir lagt aukna áherslu á fjárfestingu í hlutabréfum eftir því sem vextir ríkisskuldabréfa hafa lækkað. Staðan núna er sú að til þess að geta átt von á langtímaávöxtun í takt við það sem náðst hefur árin frá 2015 þyrftu sjóðirnir að fjárfesta nær eingöngu í hlutabréfum. Slíkt er óraunhæft vegna áhættu. Miðað við það að fjárfest sé 40% í hlutabréfum og 60% í skuldabréfum má rökstyðja væntingar um ca. 3,5% ávöxtun til langs tíma en ef fjárfest er 60% í hlutabréfum og 40% í skuldabréfum gæti niðurstaðan orðið ca. 4,5%. Þetta er um 2,5% lakari ávöxtun en náðst hefur á árunum síðan 2015. Höfundur er framkvæmdastjóri Analytica og er í framboði til stjórnar Frjálsa lífeyrissjóðsins þar sem rafræn kosning stendur yfir til hádegis 22/5 nk.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun