Arnar Daði óvænt hættur: „Ég var bara orðinn bensínlaus“ Sindri Sverrisson skrifar 20. maí 2022 15:57 Arnar Daði Arnarsson kom Gróttu upp í úrvalsdeild og var hársbreidd frá því að stýra liðinu í úrslitakeppnina í Olís-deildinni í vor. vísir/hulda margrét Arnar Daði Arnarsson er óvænt hættur sem þjálfari Gróttu í handbolta karla, mánuði eftir að hafa skrifað undir nýjan samning til þriggja ára. Hann segist hreinlega hafa lent á vegg. Handbolti.is greindi fyrst frá því að Arnar Daði væri hættur og að Róbert Gunnarsson, silfurdrengur, tæki við af honum. Tíðindin koma mjög á óvart en á Arnari Daða er að heyra að það spili inn í ákvörðun hans að hafa ekki fengið nægan stuðning í leikmannamálum til að byggja ofan á árangur Gróttu undir hans stjórn síðustu ár. Fyrst og fremst hafi hann þó þurft frí sem sé einfaldlega ekki í boði fyrir þjálfara. „Ég var bara í raun orðinn bensínlaus og ég sá ekki fyrir mér að geta fyllt á tankinn fyrir næsta tímabil,“ segir Arnar Daði við Vísi. Átti erfitt með svefn eftir tímabilið Tímabilinu hjá Gróttu lauk með grátlegum hætti en liðið var hársbreidd frá því að komast í úrslitakeppnina í Olís-deildinni og rangur dómur í leik gegn ÍBV í Vestmannaeyjum í næstsíðustu umferð reyndist liðinu dýrkeyptur. Arnar Daði var svo úrskurðaður í þriggja leikja bann vegna ummæla sinna í kjölfarið. „Eftir tímabilið „krassaði“ ég bara smá. Við vorum búnir að vera í góðum fílingi í nokkra mánuði og Grótta endaði með besta árangurinn í síðustu 5-6 umferðunum, ásamt Val. Það var nánast sjokk að vera flautaðir úr leik í Eyjum og svo fylgdi þetta þriggja leikja bann, og þá hugsaði maður með sér til hvers maður væri að gera þetta. Ég átti í erfiðleikum með svefn eftir tímabilið. Eins og ég hef sagt við stjórnina þá er ég léttklikkaður og líf mitt hefur snúist um ekkert annað en handbolta síðustu tvö ár. Ég varð að setja mig í fyrsta sæti núna,“ segir Arnar Daði sem eins og fyrr segir skrifaði þó undir nýjan samning í síðasta mánuði. Arnar Daði Arnarsson er hættur með Gróttu og hefur ekki hug á að hlusta á tilboð um þjálfun á næstunni.vísir/vilhelm „Aðrar forsendur þegar ég skrifaði undir“ „Það voru aðrar forsendur þegar ég skrifaði undir samninginn, það verða breytingar á liðinu og mér fannst réttast fyrir liðið og hópinn að það kæmi inn ný rödd og nýr þjálfari sem gæti haldið áfram að þróa liðið eins og við Maksim [Akbachev, aðstoðarþjálfari] höfum gert síðustu tvö ár. Við höfum verið í miklu uppbyggingarstarfi með lítinn pening á milli handanna, og höfum unnið með leikmenn sem kostuðu lítið en eru allt í einu orðnir meðal betri leikmanna deildarinnar og eftirsóttir af öðrum liðum. Það hefur tekið mikinn tíma og vinnu að framlengja við þá leikmenn sem þó hafa framlengt samninga sína en svo eru aðrir sem hafa yfirgefið liðið. Þá hugsaði maður með sér hver framtíðarplön Gróttu væru og hver framtíðarplön mín og Maksims væru. Mér fannst við eiginlega vera komnir aftur á byrjunarreit og þurfa að fá 3-4 leikmenn til að byrja upp á nýtt. Við Maksim eru metnaðarfullir og vildum ná lengra, og liðið vildi það líka,“ segir Arnar Daði. Segir félög geta sleppt því að hringja næstu vikurnar Hann segist ekki útiloka að snúa aftur í þjálfun á næstu leiktíð en vill þó sem minnst hugsa um það núna. „Félög geta alveg sleppt því að heyra í mér næstu vikurnar og bjóða mér eitthvað starf. Ég er ekki að fara að hoppa á neitt. Mér líður eins og ég sé að yfirgefa barnið mitt og geri það ekki að ástæðulausu,“ sagði Arnar Daði og bætti við: „Eins og staðan er núna er ég búinn að panta mér þrjár utanlandsferðir í sumar og er með í huga að fara til útlanda næsta vetur líka. En eins og ég hef sagt við strákana í Gróttu þá ætla ég ekki að útiloka að þjálfa einhvers staðar á næsta ári. Líf mitt hefur snúist um handbolta síðan ég var smákrakki og ég held að ég hafi alveg náð að stimpla mig inn sem ágætis nafn í þjálfun. “ „Það er með miklum trega sem ég hef tekið þá ákvörðun að stíga til hliðar sem þjálfari meistaraflokks Gróttu eftir þriggja ára veru,“ segir Arnar Daði um afsögn sína á Facebook en færslu hans má lesa hér að neðan: Olís-deild karla Grótta Seltjarnarnes Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Fleiri fréttir Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Sjá meira
Handbolti.is greindi fyrst frá því að Arnar Daði væri hættur og að Róbert Gunnarsson, silfurdrengur, tæki við af honum. Tíðindin koma mjög á óvart en á Arnari Daða er að heyra að það spili inn í ákvörðun hans að hafa ekki fengið nægan stuðning í leikmannamálum til að byggja ofan á árangur Gróttu undir hans stjórn síðustu ár. Fyrst og fremst hafi hann þó þurft frí sem sé einfaldlega ekki í boði fyrir þjálfara. „Ég var bara í raun orðinn bensínlaus og ég sá ekki fyrir mér að geta fyllt á tankinn fyrir næsta tímabil,“ segir Arnar Daði við Vísi. Átti erfitt með svefn eftir tímabilið Tímabilinu hjá Gróttu lauk með grátlegum hætti en liðið var hársbreidd frá því að komast í úrslitakeppnina í Olís-deildinni og rangur dómur í leik gegn ÍBV í Vestmannaeyjum í næstsíðustu umferð reyndist liðinu dýrkeyptur. Arnar Daði var svo úrskurðaður í þriggja leikja bann vegna ummæla sinna í kjölfarið. „Eftir tímabilið „krassaði“ ég bara smá. Við vorum búnir að vera í góðum fílingi í nokkra mánuði og Grótta endaði með besta árangurinn í síðustu 5-6 umferðunum, ásamt Val. Það var nánast sjokk að vera flautaðir úr leik í Eyjum og svo fylgdi þetta þriggja leikja bann, og þá hugsaði maður með sér til hvers maður væri að gera þetta. Ég átti í erfiðleikum með svefn eftir tímabilið. Eins og ég hef sagt við stjórnina þá er ég léttklikkaður og líf mitt hefur snúist um ekkert annað en handbolta síðustu tvö ár. Ég varð að setja mig í fyrsta sæti núna,“ segir Arnar Daði sem eins og fyrr segir skrifaði þó undir nýjan samning í síðasta mánuði. Arnar Daði Arnarsson er hættur með Gróttu og hefur ekki hug á að hlusta á tilboð um þjálfun á næstunni.vísir/vilhelm „Aðrar forsendur þegar ég skrifaði undir“ „Það voru aðrar forsendur þegar ég skrifaði undir samninginn, það verða breytingar á liðinu og mér fannst réttast fyrir liðið og hópinn að það kæmi inn ný rödd og nýr þjálfari sem gæti haldið áfram að þróa liðið eins og við Maksim [Akbachev, aðstoðarþjálfari] höfum gert síðustu tvö ár. Við höfum verið í miklu uppbyggingarstarfi með lítinn pening á milli handanna, og höfum unnið með leikmenn sem kostuðu lítið en eru allt í einu orðnir meðal betri leikmanna deildarinnar og eftirsóttir af öðrum liðum. Það hefur tekið mikinn tíma og vinnu að framlengja við þá leikmenn sem þó hafa framlengt samninga sína en svo eru aðrir sem hafa yfirgefið liðið. Þá hugsaði maður með sér hver framtíðarplön Gróttu væru og hver framtíðarplön mín og Maksims væru. Mér fannst við eiginlega vera komnir aftur á byrjunarreit og þurfa að fá 3-4 leikmenn til að byrja upp á nýtt. Við Maksim eru metnaðarfullir og vildum ná lengra, og liðið vildi það líka,“ segir Arnar Daði. Segir félög geta sleppt því að hringja næstu vikurnar Hann segist ekki útiloka að snúa aftur í þjálfun á næstu leiktíð en vill þó sem minnst hugsa um það núna. „Félög geta alveg sleppt því að heyra í mér næstu vikurnar og bjóða mér eitthvað starf. Ég er ekki að fara að hoppa á neitt. Mér líður eins og ég sé að yfirgefa barnið mitt og geri það ekki að ástæðulausu,“ sagði Arnar Daði og bætti við: „Eins og staðan er núna er ég búinn að panta mér þrjár utanlandsferðir í sumar og er með í huga að fara til útlanda næsta vetur líka. En eins og ég hef sagt við strákana í Gróttu þá ætla ég ekki að útiloka að þjálfa einhvers staðar á næsta ári. Líf mitt hefur snúist um handbolta síðan ég var smákrakki og ég held að ég hafi alveg náð að stimpla mig inn sem ágætis nafn í þjálfun. “ „Það er með miklum trega sem ég hef tekið þá ákvörðun að stíga til hliðar sem þjálfari meistaraflokks Gróttu eftir þriggja ára veru,“ segir Arnar Daði um afsögn sína á Facebook en færslu hans má lesa hér að neðan:
Olís-deild karla Grótta Seltjarnarnes Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Fleiri fréttir Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Sjá meira