Ómar fór á kostum er Magdeburg setti aðra höndina á titilinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. maí 2022 18:57 Ómar Ingi Magnússon var frábær í kvöld. Bruno de Carvalho/SOPA Images/LightRocket via Getty Images Magdeburg er nú í kjörstöðu í baráttunni um þýska deildarmeistaratitilinn í handbolta eftir 18 marka stórsigur gegn TuS N-Lübbecke í kvöld, 38-20. Ómar Ingi Magnússon var markahæsti maður vallarins með átta mörk. Þrátt fyrir að lokatölurnar gefi það ekki til kynna þá var nokkuð jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik. Verðandi meistarar í Magdburg voru þó alltaf skrefinu framar og fóru með þriggja marka forystu inn í hálfleikinn í stöðunni 16-13. Liðið tók svo öll völd í síðari hálfleik og gjörsamlega keyrði yfir gestina. Í stöðunni 22-18 settu liðsmenn Magdeburg í fluggírinn og heimamenn skoruðu 16 mörk gegn aðeins tveimur mörkum gestanna á lokakaflanum. Magdeburg vann því að lokum 18 marka sigur, 38-20. Ómar Ingi Magnússon var sem fyrr segir markahæsti maður vallarins með átta mörk fyrir Magdeburg, en Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði þrjú. Magdeburg nálgast nú titilinn óðfluga, en liðið er með átta stiga forskot á toppnum þegar liðið á fjóra leiki eftir. Kiel situr í öðru sæti og á leik til góða og geta því mest fengið tíu stig í viðbót. HEIMSIEG mit ➕1️⃣8️⃣! Wir sichern uns die nächsten wichtigen Punkte im Nachholspiel gegen TuS N-Lübbecke mit einem 38:20 - Sieg! 🔥Spielbericht ➡️ https://t.co/tlcKPj4vjOTickets Heimspiel ➡️ https://t.co/TjYdt0Bknb#scmhuja 💚❤️📷 Franzi Gora pic.twitter.com/dVe06bEqNc— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) May 19, 2022 Ómar og Gísli voru þó ekki einu Íslendingarnir í eldlínunni í þýska handboltanum í kvöld, en Bjarki Már Elísson var markahæsti maður vallarins með sex mörk er Lemgo vann fimm marka sigur gegn Íslendingaliði Melsungen, 23-18. Alexander Petersson og Arnar Freyr Arnarsson skoruðu tvö mörk hvor fyrir Melsungen. Þá þurftu Janus Daði Smárason og félagar hans í Göppingen að sætta sig við sex marka tap gegn Füchse Berlin, 37-31. Janus Daði skoraði fim mörk fyrir Göppingen og lagði upp önnur þrjú fyrir liðsfélaga sína. Að lokum máttu Daníel Þór Ingason og félagar hans í HBW Balingen-Weilstetten að sætta sig við fjögurra marka tap gegn Wetzlar, 28-24, en liðið þarf sárlega á stigum að halda í fallbaráttunni. Þýski handboltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Þrátt fyrir að lokatölurnar gefi það ekki til kynna þá var nokkuð jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik. Verðandi meistarar í Magdburg voru þó alltaf skrefinu framar og fóru með þriggja marka forystu inn í hálfleikinn í stöðunni 16-13. Liðið tók svo öll völd í síðari hálfleik og gjörsamlega keyrði yfir gestina. Í stöðunni 22-18 settu liðsmenn Magdeburg í fluggírinn og heimamenn skoruðu 16 mörk gegn aðeins tveimur mörkum gestanna á lokakaflanum. Magdeburg vann því að lokum 18 marka sigur, 38-20. Ómar Ingi Magnússon var sem fyrr segir markahæsti maður vallarins með átta mörk fyrir Magdeburg, en Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði þrjú. Magdeburg nálgast nú titilinn óðfluga, en liðið er með átta stiga forskot á toppnum þegar liðið á fjóra leiki eftir. Kiel situr í öðru sæti og á leik til góða og geta því mest fengið tíu stig í viðbót. HEIMSIEG mit ➕1️⃣8️⃣! Wir sichern uns die nächsten wichtigen Punkte im Nachholspiel gegen TuS N-Lübbecke mit einem 38:20 - Sieg! 🔥Spielbericht ➡️ https://t.co/tlcKPj4vjOTickets Heimspiel ➡️ https://t.co/TjYdt0Bknb#scmhuja 💚❤️📷 Franzi Gora pic.twitter.com/dVe06bEqNc— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) May 19, 2022 Ómar og Gísli voru þó ekki einu Íslendingarnir í eldlínunni í þýska handboltanum í kvöld, en Bjarki Már Elísson var markahæsti maður vallarins með sex mörk er Lemgo vann fimm marka sigur gegn Íslendingaliði Melsungen, 23-18. Alexander Petersson og Arnar Freyr Arnarsson skoruðu tvö mörk hvor fyrir Melsungen. Þá þurftu Janus Daði Smárason og félagar hans í Göppingen að sætta sig við sex marka tap gegn Füchse Berlin, 37-31. Janus Daði skoraði fim mörk fyrir Göppingen og lagði upp önnur þrjú fyrir liðsfélaga sína. Að lokum máttu Daníel Þór Ingason og félagar hans í HBW Balingen-Weilstetten að sætta sig við fjögurra marka tap gegn Wetzlar, 28-24, en liðið þarf sárlega á stigum að halda í fallbaráttunni.
Þýski handboltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira