Fyrsta skóflustunga að nýju bílastæða- og tæknihúsi nýs Landspítala Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. maí 2022 13:57 Hressileg fyrsta skóflustunga að nýju bílastæða- og tæknihúsi nýs Landspítala var tekin í dag. Nýr Landspítali/Eva Björk Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, tók í dag fyrstu skóflustungu að nýju bílastæða– og tæknihúsi nýs Landspítala, ásamt Pétri Guðmundssyni stjórnarformanni Eyktar og Runólfi Pálssyni forstjóra Landspítala. Þá tóku fulltrúar starfsmanna, þær Rannveig Rúnarsdóttir frá Landspítala og Þórana Elín Dietz frá HÍ einnig skóflustungu að húsinu. Nýtt bílastæða- og tæknihús hins nýja Landspítala verður um 19 þúsund fermetrar að stærð með um 500 bílastæði og 200 hjólastæði. Í húsinu verða þar að auki 200 bílastæði í bílakjallara við meðferðarkjarnann fyrir sjúklinga og aðstandendur. Þá liggja einnig fyrir áfrom um byggingu bílakjallara undir Sóleyjartorgi, sambærilegum bílakjallara Hörpunnar, sem er ætlað sama tilgangi. Í fréttatilkynningu er tekið fram að tæknihluti hússins sé afar mikilvægur en þar verði tæknirými fyrir varaaflsvélar Landspítalans þannig að tryggt sé að rafmagn verði til staðar á öllu svæðinu ef truflanir verða á afhendingu rafmagns. Það sama gildir um búnað fyrir varakyndingu ef skortur verður á heitu vatni. Húsið mun þar að auki hýsa kælikerfi spítalans og loftræstikerfi. Teikning af nýju bílastæða- og tæknihúsi nýs Landspítala.Nýr Landspítali Góður skriður á verkefni um nýjan Landspítala „Það er ánægjulegt að enn bætast við byggingar sem eru á framkvæmdastigi hér í þessari mikilvægu uppbyggingu við nýjan Landspítala. Vel hefur tekist til hér við framkvæmdir á svæðinu og bílastæða – og tæknihúsið er áfangi á þessari vegferð að nýjar byggingar hér á svæðinu myndi eina heild,“ segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, tekur í sama streng: „Það er ánægjulegt að sjá hversu góður skriður hefur verið á verkefninu um nýjan Landspítala. Við fögnum hverjum áfanga, stórum sem smáum, á þessari vegferð því takmarkið færist nær. Bílastæða- og tæknihúsið er mikilvægur hlekkur í þessu stóra verkefni“. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, tók fyrstu skóflustungu að nýja húsinu.Nýr Landspítali/Eva Björk Eitt af mörgum mikilvægum skrefum Varðandi útboð á verkefninu segir Gunnar Svavarsson, framkvæmdarstjóri Nýs Landspítala, að eftir alútboð hafi verið samið við byggingarverktakann Eykt um bæði hönnun og verkframkvæmd. „Jarðvinnu á rannsóknahúsinu er lokið og nú strax hefst nýr áfangi við jarðvinnu á bílastæða– og tæknihúsinu. Dagurinn í dag eitt af mörgum mikilvægum skrefum í hraðri uppbyggingu hér við Hringbraut“. Pétur Guðmundsson, stjórnarformaður Eyktar ehf., segir Eykt þekkja vel til Hringbrautarverkefnisins: “Við erum núna að steypa upp meðferðarkjarnann, þar er allt á fullri ferð. Samstarfið gengur vel við Nýja Landspítalann og húsið sem nú fer af stað er enn ein ný áskorun”. Rauða örin sýnir væntanlega staðsetningu nýs bílastæða- og tæknihúss.Nýr Landspítali/Eva Björk Bílastæði Landspítalinn Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Nýtt bílastæða- og tæknihús hins nýja Landspítala verður um 19 þúsund fermetrar að stærð með um 500 bílastæði og 200 hjólastæði. Í húsinu verða þar að auki 200 bílastæði í bílakjallara við meðferðarkjarnann fyrir sjúklinga og aðstandendur. Þá liggja einnig fyrir áfrom um byggingu bílakjallara undir Sóleyjartorgi, sambærilegum bílakjallara Hörpunnar, sem er ætlað sama tilgangi. Í fréttatilkynningu er tekið fram að tæknihluti hússins sé afar mikilvægur en þar verði tæknirými fyrir varaaflsvélar Landspítalans þannig að tryggt sé að rafmagn verði til staðar á öllu svæðinu ef truflanir verða á afhendingu rafmagns. Það sama gildir um búnað fyrir varakyndingu ef skortur verður á heitu vatni. Húsið mun þar að auki hýsa kælikerfi spítalans og loftræstikerfi. Teikning af nýju bílastæða- og tæknihúsi nýs Landspítala.Nýr Landspítali Góður skriður á verkefni um nýjan Landspítala „Það er ánægjulegt að enn bætast við byggingar sem eru á framkvæmdastigi hér í þessari mikilvægu uppbyggingu við nýjan Landspítala. Vel hefur tekist til hér við framkvæmdir á svæðinu og bílastæða – og tæknihúsið er áfangi á þessari vegferð að nýjar byggingar hér á svæðinu myndi eina heild,“ segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, tekur í sama streng: „Það er ánægjulegt að sjá hversu góður skriður hefur verið á verkefninu um nýjan Landspítala. Við fögnum hverjum áfanga, stórum sem smáum, á þessari vegferð því takmarkið færist nær. Bílastæða- og tæknihúsið er mikilvægur hlekkur í þessu stóra verkefni“. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, tók fyrstu skóflustungu að nýja húsinu.Nýr Landspítali/Eva Björk Eitt af mörgum mikilvægum skrefum Varðandi útboð á verkefninu segir Gunnar Svavarsson, framkvæmdarstjóri Nýs Landspítala, að eftir alútboð hafi verið samið við byggingarverktakann Eykt um bæði hönnun og verkframkvæmd. „Jarðvinnu á rannsóknahúsinu er lokið og nú strax hefst nýr áfangi við jarðvinnu á bílastæða– og tæknihúsinu. Dagurinn í dag eitt af mörgum mikilvægum skrefum í hraðri uppbyggingu hér við Hringbraut“. Pétur Guðmundsson, stjórnarformaður Eyktar ehf., segir Eykt þekkja vel til Hringbrautarverkefnisins: “Við erum núna að steypa upp meðferðarkjarnann, þar er allt á fullri ferð. Samstarfið gengur vel við Nýja Landspítalann og húsið sem nú fer af stað er enn ein ný áskorun”. Rauða örin sýnir væntanlega staðsetningu nýs bílastæða- og tæknihúss.Nýr Landspítali/Eva Björk
Bílastæði Landspítalinn Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira