Fyrirmælum reglugerðar ekki fylgt við kosningu utan kjörfundar Indriði Stefánsson skrifar 19. maí 2022 14:01 Á mikilvægi þess að traust sé á framkvæmd kosninga er vart hægt að leggja of mikla áherslu. Ég bjóst við því að ef uppgötvaðist að framkvæmdin væri ekki í samræmi við forskrift yrði fljótt brugðist við annars yrði úr stórfrétt. Svo var ekki. Ítrekaðar athugasemdir við skort á framsetningu framboðslista Ég starfaði sem umboðsmaður lista Pírata í Kópavogi við síðustu kosningar til sveitarstjórna og gerði sem slíkur margvíslegar athugasemdir við framkvæmdina. Við sumum var brugðist við sumum ekki. Eitt af því sem ég gerði athugasemd við var að upplýsingar um framboðslista og frambjóðendur héngu ekki uppi eins og er þó skýrt kveðið á um í reglugerð. Um þetta eru til bókanir. Brugðist við eftir umfjöllun fjölmiðla Ég reyndi að fá Kjörstjóra og svo Landskjörstjórn til að bregðast við án árangurs í fyrstu. Þá reyndi ég að benda fjölmiðlum á þetta og á endanum var fjallað um þetta í grein á Vísi en það var ekki fyrr en þá sem að brugðist var við með því að hengja upp upplýsingar um lista sem þó uppfyllir ekki reglugerð. Þá var svo einungis vika eftir af framkvæmd utankjörfundar og því stórir hópar þegar búnir að kjósa. Óvíst um áhrif Í Garðabæ munaði örfáum atkvæðum á því að Garðabæjarlistinn bætti við sig fulltrúa, svo litlum að atkvæði greidd Samfylkingunni utan kjörfundar hefðu nægt. Því má velta því upp hvort það að fara ekki eftir reglugerðinni hafi haft áhrif á niðurstöðuna í Garðabæ. Þetta ætti að sýna mikilvægi þess að taka umkvartanir umboðsmanna til greina og hversu mikilvægt er að fara eftir þeirri forskrift sem í lögum og reglugerðum liggur. Kjósendur voru margir í vandræðum með að finna upplýsingar um listana og óvíst að allir hafi áttað sig á hvernig kjósa ætti Garðarbæjarlistann þar sem notkun síma er óheimil í kjörklefa. Jafnframt var ekki hlaupið að því að leita uppi rétta lista og sé leitað að framboðum var allt eins hægt að finna eldri niðurstöður þar sem Samfylkingin var í framboði og þá kjósendum hennar eðlilegt að velja S. Vel má færa rök fyrir að atkvæðin ættu að vera gild Þegar meta á utan kjörfundaratkvæði og í raun öll atkvæði ætti fyrst og fremst að horfa til þess hvort vilji kjósandans sé skýr. Til dæmis er fullnægjandi við utankjörfund að skrifa nafn frambjóðanda á listanum til að atkvæðið sé gilt. Því mætti vel sjá fyrir sér að það að nýta staf stjórnmálasamtaka sem beint eða óbeint koma að framboðinu yrði tekið til greina. Það virðist nokkuð ljóst að kjósendur í Garðabæ sem settu stafi S, P eða V vildu styðja framboð þessarra lista. Sérstaklega þegar tekið er til greina að stjórnvöld fóru ekki eftir reglugerð hvað varðar upplýsingagjöf til kjósenda. Afar mismunandi hvernig tekið var í kvartanir umboðsmanna Það var mjög mismunandi hvernig umkvörtunum umboðsmanna var sinnt. Sumum var sinnt hratt og vel og brugðist við, öðrum var tekið fálega. Brotum á lögum um áróður á kjörstað var ekki sinnt. Um það eru til bókanir. Kvörtunum vegna brota á persónuverndarlögum var ekki heldur ansað og enduðu þau mál í kærum til lögreglu og Persónuverndar. Traust á kosningum eykur kjörsókn Í kjölfar klúðursins í Norðvesturkjördæmi í fyrra heyrði ég marga segjast aldrei ætla að kjósa aftur. Þrátt fyrir að telja mikilvægt að sem flestir kysu get ég vel skilið þá afstöðu. Kjörsókn nú var ein hin minnsta í íslandssögunni. Ég tel hlutverk umboðsmanna lista vera að auka traust á kosningum sem er gert með því að veita aðhald og benda sjálfstætt á það sem betur má fara. Þessum tilgangi verður þó ekki náð ef aðfinnslum umboðsmanna er ekki sinnt. Ég vil því hvetja yfirvöld til að taka til greina þær kvartanir sem fram hafa komið og framvegis taka meira mark á ábendingum umboðsmanna. Höfundur er umboðsmaður lista Pírata í Kópavogi og verðandi varabæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Píratar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Sjá meira
Á mikilvægi þess að traust sé á framkvæmd kosninga er vart hægt að leggja of mikla áherslu. Ég bjóst við því að ef uppgötvaðist að framkvæmdin væri ekki í samræmi við forskrift yrði fljótt brugðist við annars yrði úr stórfrétt. Svo var ekki. Ítrekaðar athugasemdir við skort á framsetningu framboðslista Ég starfaði sem umboðsmaður lista Pírata í Kópavogi við síðustu kosningar til sveitarstjórna og gerði sem slíkur margvíslegar athugasemdir við framkvæmdina. Við sumum var brugðist við sumum ekki. Eitt af því sem ég gerði athugasemd við var að upplýsingar um framboðslista og frambjóðendur héngu ekki uppi eins og er þó skýrt kveðið á um í reglugerð. Um þetta eru til bókanir. Brugðist við eftir umfjöllun fjölmiðla Ég reyndi að fá Kjörstjóra og svo Landskjörstjórn til að bregðast við án árangurs í fyrstu. Þá reyndi ég að benda fjölmiðlum á þetta og á endanum var fjallað um þetta í grein á Vísi en það var ekki fyrr en þá sem að brugðist var við með því að hengja upp upplýsingar um lista sem þó uppfyllir ekki reglugerð. Þá var svo einungis vika eftir af framkvæmd utankjörfundar og því stórir hópar þegar búnir að kjósa. Óvíst um áhrif Í Garðabæ munaði örfáum atkvæðum á því að Garðabæjarlistinn bætti við sig fulltrúa, svo litlum að atkvæði greidd Samfylkingunni utan kjörfundar hefðu nægt. Því má velta því upp hvort það að fara ekki eftir reglugerðinni hafi haft áhrif á niðurstöðuna í Garðabæ. Þetta ætti að sýna mikilvægi þess að taka umkvartanir umboðsmanna til greina og hversu mikilvægt er að fara eftir þeirri forskrift sem í lögum og reglugerðum liggur. Kjósendur voru margir í vandræðum með að finna upplýsingar um listana og óvíst að allir hafi áttað sig á hvernig kjósa ætti Garðarbæjarlistann þar sem notkun síma er óheimil í kjörklefa. Jafnframt var ekki hlaupið að því að leita uppi rétta lista og sé leitað að framboðum var allt eins hægt að finna eldri niðurstöður þar sem Samfylkingin var í framboði og þá kjósendum hennar eðlilegt að velja S. Vel má færa rök fyrir að atkvæðin ættu að vera gild Þegar meta á utan kjörfundaratkvæði og í raun öll atkvæði ætti fyrst og fremst að horfa til þess hvort vilji kjósandans sé skýr. Til dæmis er fullnægjandi við utankjörfund að skrifa nafn frambjóðanda á listanum til að atkvæðið sé gilt. Því mætti vel sjá fyrir sér að það að nýta staf stjórnmálasamtaka sem beint eða óbeint koma að framboðinu yrði tekið til greina. Það virðist nokkuð ljóst að kjósendur í Garðabæ sem settu stafi S, P eða V vildu styðja framboð þessarra lista. Sérstaklega þegar tekið er til greina að stjórnvöld fóru ekki eftir reglugerð hvað varðar upplýsingagjöf til kjósenda. Afar mismunandi hvernig tekið var í kvartanir umboðsmanna Það var mjög mismunandi hvernig umkvörtunum umboðsmanna var sinnt. Sumum var sinnt hratt og vel og brugðist við, öðrum var tekið fálega. Brotum á lögum um áróður á kjörstað var ekki sinnt. Um það eru til bókanir. Kvörtunum vegna brota á persónuverndarlögum var ekki heldur ansað og enduðu þau mál í kærum til lögreglu og Persónuverndar. Traust á kosningum eykur kjörsókn Í kjölfar klúðursins í Norðvesturkjördæmi í fyrra heyrði ég marga segjast aldrei ætla að kjósa aftur. Þrátt fyrir að telja mikilvægt að sem flestir kysu get ég vel skilið þá afstöðu. Kjörsókn nú var ein hin minnsta í íslandssögunni. Ég tel hlutverk umboðsmanna lista vera að auka traust á kosningum sem er gert með því að veita aðhald og benda sjálfstætt á það sem betur má fara. Þessum tilgangi verður þó ekki náð ef aðfinnslum umboðsmanna er ekki sinnt. Ég vil því hvetja yfirvöld til að taka til greina þær kvartanir sem fram hafa komið og framvegis taka meira mark á ábendingum umboðsmanna. Höfundur er umboðsmaður lista Pírata í Kópavogi og verðandi varabæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun