Kvíðnir fyrir langvarandi jarðhræringaskeiði Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. maí 2022 13:12 Fannar Jónsson er bæjarstjóri í Grindavík. Vísir/Egill Bæjarstjóri Grindavíkur segir bæjarbúa uggandi vegna jarðskjálftahrinunnar sem staðið hefur yfir undanfarna daga og sumir hafi áhyggjur af langvarandi jarðhræringaskeiði sem nú gæti tekið við. Hann býst við góðri mætingu á íbúafundi vegna stöðunnar í kvöld. Hátt í fjögur þúsund jarðskjálftar hafa mælst við fjallið Þorbjörn við Gríndavík undanfarna viku. Óvissustigi var lýst yfir um helgina vegna jarðskjálftavirkninnar en fram kom í tilkynningu almannavarna í gær að kvika væri líkast til að safnast saman á um fjögurra kílómetra dýpi skammt norðvestan Þorbjarnar. Fannar Jónsson bæjarstjóri Grindavíkur segir að kvíða gæti meðal íbúa vegna jarðhræringanna. „En við töldum algjörlega nauðsynlegt að boða til fundar og reyna að upplýsa fólk sem best um það sem er að gerast,“ segir Fannar. Óþyrmilega vör við skjálftana Íbúafundurinn hefst klukkan hálf átta í kvöld í íþróttahúsi Grindavíkur. Framsögumenn verða meðal annarra vísindamenn, fulltrúar frá lögreglu og björgunarsveitum - og Fannar býst við góðri mætingu. Sambærilegir íbúafundir voru haldnir í aðdraganda eldgossins við Fagradalsfjall í fyrra - og Fannar segir stóru skjálftana um helgina óneitanlega hafa vakið upp minningar frá umbrotatímabilinu þá. „Við urðum óþyrmilega vör við þessa skjálfta því þeir voru svo nálægt okkur en það er eins og þessar bylgjur berist langar leiðir og miðað við nálægðina við okkur þá verðum við ekki eins mikið vör við það eins og margir skyldu ætla. Vísindamenn hafa verið að leita skýringa á því, meðal annars að þetta sé ungt berg og mikið brotið og að það kunni að deyfa áhrifin,“ segir Fannar. „En óþægindin eru samt sem áður heilmikil og kemur upp kvíði hjá mörgum fyrir því að þetta kunni einhvern veginn að vera langvarandi og er kannski ekki gott að segja hvað framtíðin ber í skauti sér.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Enn hætta á stórum skjálfta Enn er sú hætta fyrir hendi að jarðskjálfi allt að 6,5 að stærð verði í Brennisteinsfjöllum. Slíkur skjálfti hefði að öllum líkindum veruleg áhrif á höfuðbogarsvæðinu. Íbúafundur verður haldinn á Grindavík á morgun vegna aukinnar skjálftavirkni við bæinn. 18. maí 2022 15:35 Þenslu orðið vart við Grindavík Töluverð skjálftavirkni hefur verið á suðvesturhorni landsins síðustu daga og mælingar Háskóla Íslands benda til þess að land hafi risið við Grindavík frá mánaðarmótum. 14. maí 2022 22:24 Stærsti skjálftinn á svæðinu síðan kerfið var sett upp 1991 Snarpur jarðskálfti varð í fjöllunum norðan við Lambafell við Þrengslin í dag. Hann var 4,8 að stærð. Jarðskjálftafræðingur segir auknar líkur á frekari jarðskjálfavirkni á svæðinu. Skjálftinn í dag er sá stærsti sem mælst hefur á svæðinu frá því að mælakerfi Veðurstofunnar var sett upp árið 1991. 14. maí 2022 17:57 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Fleiri fréttir Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Sjá meira
Hátt í fjögur þúsund jarðskjálftar hafa mælst við fjallið Þorbjörn við Gríndavík undanfarna viku. Óvissustigi var lýst yfir um helgina vegna jarðskjálftavirkninnar en fram kom í tilkynningu almannavarna í gær að kvika væri líkast til að safnast saman á um fjögurra kílómetra dýpi skammt norðvestan Þorbjarnar. Fannar Jónsson bæjarstjóri Grindavíkur segir að kvíða gæti meðal íbúa vegna jarðhræringanna. „En við töldum algjörlega nauðsynlegt að boða til fundar og reyna að upplýsa fólk sem best um það sem er að gerast,“ segir Fannar. Óþyrmilega vör við skjálftana Íbúafundurinn hefst klukkan hálf átta í kvöld í íþróttahúsi Grindavíkur. Framsögumenn verða meðal annarra vísindamenn, fulltrúar frá lögreglu og björgunarsveitum - og Fannar býst við góðri mætingu. Sambærilegir íbúafundir voru haldnir í aðdraganda eldgossins við Fagradalsfjall í fyrra - og Fannar segir stóru skjálftana um helgina óneitanlega hafa vakið upp minningar frá umbrotatímabilinu þá. „Við urðum óþyrmilega vör við þessa skjálfta því þeir voru svo nálægt okkur en það er eins og þessar bylgjur berist langar leiðir og miðað við nálægðina við okkur þá verðum við ekki eins mikið vör við það eins og margir skyldu ætla. Vísindamenn hafa verið að leita skýringa á því, meðal annars að þetta sé ungt berg og mikið brotið og að það kunni að deyfa áhrifin,“ segir Fannar. „En óþægindin eru samt sem áður heilmikil og kemur upp kvíði hjá mörgum fyrir því að þetta kunni einhvern veginn að vera langvarandi og er kannski ekki gott að segja hvað framtíðin ber í skauti sér.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Enn hætta á stórum skjálfta Enn er sú hætta fyrir hendi að jarðskjálfi allt að 6,5 að stærð verði í Brennisteinsfjöllum. Slíkur skjálfti hefði að öllum líkindum veruleg áhrif á höfuðbogarsvæðinu. Íbúafundur verður haldinn á Grindavík á morgun vegna aukinnar skjálftavirkni við bæinn. 18. maí 2022 15:35 Þenslu orðið vart við Grindavík Töluverð skjálftavirkni hefur verið á suðvesturhorni landsins síðustu daga og mælingar Háskóla Íslands benda til þess að land hafi risið við Grindavík frá mánaðarmótum. 14. maí 2022 22:24 Stærsti skjálftinn á svæðinu síðan kerfið var sett upp 1991 Snarpur jarðskálfti varð í fjöllunum norðan við Lambafell við Þrengslin í dag. Hann var 4,8 að stærð. Jarðskjálftafræðingur segir auknar líkur á frekari jarðskjálfavirkni á svæðinu. Skjálftinn í dag er sá stærsti sem mælst hefur á svæðinu frá því að mælakerfi Veðurstofunnar var sett upp árið 1991. 14. maí 2022 17:57 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Fleiri fréttir Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Sjá meira
Enn hætta á stórum skjálfta Enn er sú hætta fyrir hendi að jarðskjálfi allt að 6,5 að stærð verði í Brennisteinsfjöllum. Slíkur skjálfti hefði að öllum líkindum veruleg áhrif á höfuðbogarsvæðinu. Íbúafundur verður haldinn á Grindavík á morgun vegna aukinnar skjálftavirkni við bæinn. 18. maí 2022 15:35
Þenslu orðið vart við Grindavík Töluverð skjálftavirkni hefur verið á suðvesturhorni landsins síðustu daga og mælingar Háskóla Íslands benda til þess að land hafi risið við Grindavík frá mánaðarmótum. 14. maí 2022 22:24
Stærsti skjálftinn á svæðinu síðan kerfið var sett upp 1991 Snarpur jarðskálfti varð í fjöllunum norðan við Lambafell við Þrengslin í dag. Hann var 4,8 að stærð. Jarðskjálftafræðingur segir auknar líkur á frekari jarðskjálfavirkni á svæðinu. Skjálftinn í dag er sá stærsti sem mælst hefur á svæðinu frá því að mælakerfi Veðurstofunnar var sett upp árið 1991. 14. maí 2022 17:57