Lífið samstarf

Heildarútlit á svefnherbergið með sérsniðnum höfðagafli

Vogue fyrir heimilið
„Við erum með fjölda sýnishorna hér í versluninni en ef fólk vill eitthvað annað þá græjum við það,“ segir Halldór Snæland hjá Vogue fyrir heimilið.
„Við erum með fjölda sýnishorna hér í versluninni en ef fólk vill eitthvað annað þá græjum við það,“ segir Halldór Snæland hjá Vogue fyrir heimilið.

Fallegur höfðagafl setur punktinn yfir i-ið í svefnherberginu. Hjá Vogue fyrir heimilið er hægt að fá sérsmíðaðan höfðagafl eftir máli og velja mismunandi form. Gaflinn er bólstraður með slitsterku áklæði og er hægt að velja milli fjölda ólíkra tegunda og lita.

Halldór Snæland er hönnuðurinn á bak við höfðagaflana hjá Vogue fyrir heimilið.

„Fólk býr við mismikið pláss í svefnherberginu og staðlaðar stærðir ganga ekki alltaf upp. Þar sem plássið er lítið eða veggljós staðsett fyrir ofan rúmið fer vel að hafa lágan og nettan gafl meðan hár og voldugur sómir sér vel í stóru rými. Við erum með fjölda sýnishorna hér í versluninni en ef fólk vill eitthvað annað þá græjum við það,“ segir Halldór.

„Vinsældir höfðagafla hafa stóraukist undanfarin ár og fólk tekur þeim möguleika fagnandi að fá sérsniðið eftir eigin þörfum. Hjá okkur er einnig hægt að fá rúmbotninn í sama áklæði og gaflinn og fá þannig heildarútlit á rúmið og svefnherbergið. Ef fólk er einungis að kaupa höfðagaflinn en ekki rúmið þá höfum við framleitt lok, eða skúffur eftir máli utan um rúmið, í sama lit og nýi höfðagaflinn. Þeir kröfuhörðustu vilja einnig fá dýnuna klædda í sama áklæði og við höfum orðið við því. Þá er neðri helmingur dýnunnar í sama áklæði og rúmbotninn. Einnig er hægt að fá púða og ábreiður úr sama efni en mjög vinsælt er að leggja 70 sentimetra breiðar ábreiður á rúmið til fóta. Til að loka hringnum taka margir gardínur í svipuðum lit í herbergið. Möguleikarnir eru óþrjótandi og fólk vill fá fallegt heildarútlit á allt heimilið og að svefnherbergið sé hluti af þeirri heild. Þá þarf ekki að loka inn í svefnherbergi þegar það koma gestir,“ segir Halldór.

Hér má sjá brot af úrvali höfðagafla í versluninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×