Fótbolti

Ruddust inn á blaða­manna­fund þjálfarans með bjór og bikarinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Oliver Glasner með Evrópudeildarbikarinn eftir sigur Frankfurt í gær. Glasner er Austurríkismaður og á sínu fyrsta tímabili með liðið.
Oliver Glasner með Evrópudeildarbikarinn eftir sigur Frankfurt í gær. Glasner er Austurríkismaður og á sínu fyrsta tímabili með liðið. AP/Pablo Garcia

Eintracht Frankfurt var lið gærkvöldsins í fótboltaheiminum þegar liðið tryggði sér sigur í Evrópudeildinni og sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar með sigri á Rangers í úrslitaleik á Spáni.

Úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni en Rangers komst 1-0 yfir í leiknum.

Þetta var fyrsti Evróputitill Eintracht Frankfurt í 42 ár eða síðan liðið vann UEFA-bikarinn árið 1980.

Stuðningsmenn Frankfurt hafa vakið mikla athygli en þeir hafa fjölmennt á alla útivelli og þekkt var þegar þeir tóku yfir Nývang fyrr í vetur.

Það eru ekki aðeins læti í stuðningsmönnum liðsins því það var mikil fjör hjá leikmönnunum í gær.

Þeir höfðu ekki þolinmæði að bíða eftir að þjálfarinn Oliver Glasner kláraði blaðamannafund sinn eftir leikinn.

Leikmennirnir ruddust inn á blaðamannafund stjórans með bjór, bikar og sigursöngva eins og sjá má hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×