Guardiola segir að City verði að aðlagast Haaland en ekki öfugt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2022 08:31 Leikmenn Borussia Dortmund kveðja Erling Haaland í lokaleiknum hans með liðinu. Getty/Alexandre Simoes Það verður erfitt fyrir önnur stórlið heims að toppa kaup Manchester City á Erling Braut Haaland, einum mest spennandi unga framherja heims. Knattspyrnustjórinn Pep Guaridola ætlar að gera allt í sínu valdi til að hjálpa Norðmanninum að aðlagast hlutnum hjá liðinu. Nú lítur út fyrir að Guaridola sé tilbúinn að breyta leikstíl City-liðsins til að ná því besta fram í Haaland. Will Man City have to adapt to fit Haaland's style of play? @rwohan writes on why it might be in their best interest (@ESPNPlus) https://t.co/o10T2mg3IZ pic.twitter.com/R0hVsbTjWB— ESPN FC (@ESPNFC) May 18, 2022 „Við munum gera allt sem við getum til að aðlagast að leikstíl Erlings. Ef hann þarf að aðlagast okkar leikstíl þá fáum við mögulega ekki fram öllum hans hæfileikum. Við verðum því að aðlagast honum,“ sagði Pep Guardiola í viðtali við Premier League Productions. Haaland skoraði 86 mörk í 89 leikjum með Borussia Dortmund í öllum keppnum þar af 15 mörk í 13 leikjum í Meistaradeildinni. Það voru flest stórlið Evrópu á eftir undirskrift Norðmannsins sem er aðeins 21 árs gamall en hefur þegar sannað sig sem mikil markavél bæði í þýsku deildinni og Meistaradeildinni. Guardiola on Erling Haaland: He will adapt quickly to the way we want to play. Good signing for the future, coming for many years hopefully . #MCFC I like to work with good players, they make you a good manager. Incredible young talent, we'll help him as good as possible . pic.twitter.com/cPK9P6ym3l— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 11, 2022 „Allt sem við viljum er að leikmennirnir sem við kaupum fái að njóta sína hjá okkur, bæði innan sem utan vallar. Ef hann lendir í mótlæti þá munum við styðja við bakið á honum. Það mikilvægast er að hann blómstri hjá okkur. Ég býst við engu nema að hann njóti sín hjá okkur,“ sagði Guardiola. Það verður talsverð breyting á liði City við komu Haaland sem er eins mikil nía og þær gerast en Guardiola er þekktur fyrir að leysa framherjastöðuna með falskri níu eða nýta sér kantmenn eða sókndjarfa miðjumenn til að sinna störfum fremsta manns. Nú getur Pep aftur á móti stillt upp markaskorara af guðs náð í kringum alla hröðu og léttleikandi leikmenn liðsins. Ógnvænleg tilhugsun fyrir flest önnur lið. "It's quite scary to think of the levels he could go to" Stephen Warnock says if Erling Haaland buys into Pep Guardiola's way of playing, it would be scary to think of the levels the striker can reach pic.twitter.com/RMRO2Fmtp8— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 16, 2022 Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Sjá meira
Nú lítur út fyrir að Guaridola sé tilbúinn að breyta leikstíl City-liðsins til að ná því besta fram í Haaland. Will Man City have to adapt to fit Haaland's style of play? @rwohan writes on why it might be in their best interest (@ESPNPlus) https://t.co/o10T2mg3IZ pic.twitter.com/R0hVsbTjWB— ESPN FC (@ESPNFC) May 18, 2022 „Við munum gera allt sem við getum til að aðlagast að leikstíl Erlings. Ef hann þarf að aðlagast okkar leikstíl þá fáum við mögulega ekki fram öllum hans hæfileikum. Við verðum því að aðlagast honum,“ sagði Pep Guardiola í viðtali við Premier League Productions. Haaland skoraði 86 mörk í 89 leikjum með Borussia Dortmund í öllum keppnum þar af 15 mörk í 13 leikjum í Meistaradeildinni. Það voru flest stórlið Evrópu á eftir undirskrift Norðmannsins sem er aðeins 21 árs gamall en hefur þegar sannað sig sem mikil markavél bæði í þýsku deildinni og Meistaradeildinni. Guardiola on Erling Haaland: He will adapt quickly to the way we want to play. Good signing for the future, coming for many years hopefully . #MCFC I like to work with good players, they make you a good manager. Incredible young talent, we'll help him as good as possible . pic.twitter.com/cPK9P6ym3l— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 11, 2022 „Allt sem við viljum er að leikmennirnir sem við kaupum fái að njóta sína hjá okkur, bæði innan sem utan vallar. Ef hann lendir í mótlæti þá munum við styðja við bakið á honum. Það mikilvægast er að hann blómstri hjá okkur. Ég býst við engu nema að hann njóti sín hjá okkur,“ sagði Guardiola. Það verður talsverð breyting á liði City við komu Haaland sem er eins mikil nía og þær gerast en Guardiola er þekktur fyrir að leysa framherjastöðuna með falskri níu eða nýta sér kantmenn eða sókndjarfa miðjumenn til að sinna störfum fremsta manns. Nú getur Pep aftur á móti stillt upp markaskorara af guðs náð í kringum alla hröðu og léttleikandi leikmenn liðsins. Ógnvænleg tilhugsun fyrir flest önnur lið. "It's quite scary to think of the levels he could go to" Stephen Warnock says if Erling Haaland buys into Pep Guardiola's way of playing, it would be scary to think of the levels the striker can reach pic.twitter.com/RMRO2Fmtp8— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 16, 2022
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Sjá meira