Tæknilausnir og sjálfbærni í ferðaþjónustu Inga Rós Antoníusdóttir og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifa 18. maí 2022 19:56 Ferðaþjónustan er vöknuð til lífsins! Eftir baráttu upp á líf og dauða sjá íslensk ferðaþjónustufyrirtæki nú flest aftur fram á blómleg viðskipti og glaða gesti á hlaðinu. Síðustu ár hafa einkennst af endurskipulagningu rekstursins, oft með undraverðum hætti, og ferðaþjónustan hefur sannað seiglu sinn og styrk. Breytt viðskiptaumhverfi og áskoranir kalla á nýjar lausnir. Margar af þeim eru tæknilegar og gerðar til að auka hagkvæmni sem og samkeppnishæfni í rekstri. Megináhersla íslenskrar ferðaþjónustu er á sjálfbærni. Reksturinn þarf að vera sjálfbær, náttúran þarf að geta borið þann fjölda ferðamanna sem við bjóðum velkomin til Íslands og að sjálfsögðu þurfa tæknilausnirnar sem notaðar eru einnig að hafa þetta að leiðarljósi. Sumar eru hreinlega til þess gerðar að auka sjálfbærni í ferðaþjónustu með einum eða öðrum hætti. Nýsköpun gegnir lykilhlutverki í öllum breytingum og er mikilvæg hverri grein sem vill dafna og vaxa. Nýsköpun gegnir ekki bara mikilvægu hlutverki á þróunar og vaxtaskeiði fyrirtækja heldur getur verið úrslitaþátturinn í því hvort eldri fyrirtæki lifi af nýja samkeppni eður ei. Ný tækni og bætt hæfni í notkun hennar bætir því ekki eingöngu skilvirkni og þjónustu heldur er rekstrarlegur ábati óumdeilanlegur. Ferðamálastofa og Íslenski ferðaklasinn standa fyrir Iceland Travel Tech ráðstefnunni í Grósku 19.maí. þar sem m.a. verða kynntar tæknislausnir sem eru að nýtast íslenskum ferðaþjónum vel á ýmsum stigum rekstursins. Fjallað verður m.a. um nýja tækni í bálkakeðjum og rafmyntum og hvert hún getur leitt okkur, hvernig bílaleiga og tæknifyrirtæki sameinuðust um að smíða miðlæga greiðslugátt sem sparar bílaleigum allt að heilt stöðugildi, hvernig Bláa lónið nýtir sér tækni og hringrásarhagkerfið til þess að efla forrystu og samkeppnisforskot og hvernig við auðveldum ferðamönnum og ferðaþjónum í sameiningu að auka sjálfbærni á ferðalögum með deilihagkerfi rafmagnsbíla. Viðburðurinn er ókeypis og opinn öllum en mikilvægt er að skrá sig: Iceland Travel Tech // 2022 (google.com) Inga Rós er verkefnastjóri stafrænnar þróunnar hjá Ferðamálastofu. Ásta Kristín er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Inga Rós Antoníusdóttir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan er vöknuð til lífsins! Eftir baráttu upp á líf og dauða sjá íslensk ferðaþjónustufyrirtæki nú flest aftur fram á blómleg viðskipti og glaða gesti á hlaðinu. Síðustu ár hafa einkennst af endurskipulagningu rekstursins, oft með undraverðum hætti, og ferðaþjónustan hefur sannað seiglu sinn og styrk. Breytt viðskiptaumhverfi og áskoranir kalla á nýjar lausnir. Margar af þeim eru tæknilegar og gerðar til að auka hagkvæmni sem og samkeppnishæfni í rekstri. Megináhersla íslenskrar ferðaþjónustu er á sjálfbærni. Reksturinn þarf að vera sjálfbær, náttúran þarf að geta borið þann fjölda ferðamanna sem við bjóðum velkomin til Íslands og að sjálfsögðu þurfa tæknilausnirnar sem notaðar eru einnig að hafa þetta að leiðarljósi. Sumar eru hreinlega til þess gerðar að auka sjálfbærni í ferðaþjónustu með einum eða öðrum hætti. Nýsköpun gegnir lykilhlutverki í öllum breytingum og er mikilvæg hverri grein sem vill dafna og vaxa. Nýsköpun gegnir ekki bara mikilvægu hlutverki á þróunar og vaxtaskeiði fyrirtækja heldur getur verið úrslitaþátturinn í því hvort eldri fyrirtæki lifi af nýja samkeppni eður ei. Ný tækni og bætt hæfni í notkun hennar bætir því ekki eingöngu skilvirkni og þjónustu heldur er rekstrarlegur ábati óumdeilanlegur. Ferðamálastofa og Íslenski ferðaklasinn standa fyrir Iceland Travel Tech ráðstefnunni í Grósku 19.maí. þar sem m.a. verða kynntar tæknislausnir sem eru að nýtast íslenskum ferðaþjónum vel á ýmsum stigum rekstursins. Fjallað verður m.a. um nýja tækni í bálkakeðjum og rafmyntum og hvert hún getur leitt okkur, hvernig bílaleiga og tæknifyrirtæki sameinuðust um að smíða miðlæga greiðslugátt sem sparar bílaleigum allt að heilt stöðugildi, hvernig Bláa lónið nýtir sér tækni og hringrásarhagkerfið til þess að efla forrystu og samkeppnisforskot og hvernig við auðveldum ferðamönnum og ferðaþjónum í sameiningu að auka sjálfbærni á ferðalögum með deilihagkerfi rafmagnsbíla. Viðburðurinn er ókeypis og opinn öllum en mikilvægt er að skrá sig: Iceland Travel Tech // 2022 (google.com) Inga Rós er verkefnastjóri stafrænnar þróunnar hjá Ferðamálastofu. Ásta Kristín er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun