Gísli dæmdur fyrir líkamsárás: Brotaþola létt eftir tveggja ára bið og tjáir sig um ofbeldið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. maí 2022 14:54 Gísli Hauksson stofnaði Gamma í félagi við annan mann árið 2008. Gamma Gísli Hauksson, einn stofnenda fjárfestingasjóðsins GAMMA, hefur verið dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi í nánu sambandi. Fyrrverandi sambýliskona Gísla segist þakklát því að málinu sé lokið fyrir dómstólum, tveimur árum eftir árásina, Þetta staðfestir Arnar Þór Stefánsson lögmaður konunar. Gísli var jafnframt dæmdur til þess að greiða h enni fimm hundruð þúsund krónur í miskabætur auk vaxta. Gísli játaði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku að hafa ráðist á þáverandi sambýliskonu sína í maí 2020. Fram kemur í dómnum, sem fréttastofa hefur undir höndum, að Gísli hafi ítrekað tekið konuna kverkataki, skellt henni utan í vegg, þrengt að hálsi hennar svo hún hafi átt erfitt með andardrátt og fallið í gólfið. Eftir að konan hörfaði hafi hann farið á eftir henni, ítrekað gripið í handleggi hennar og fleygt henni á rúm. Konan tognaði á handlegg, hlaut ofreynslu á hálshrygg og brjósthrygg, auk mikilla yfirborðsáverka á hálsi, öxl og upphandlegg. Arnar Þór gerði þá kröfu fyrir hönd hennar, Helgu Kristínar Auðunsdóttur, að Gísla yrði gert að greiða henni þrjár milljónir króna í miskabætur. Þeirri kröfu var hafnað af dómnum og hann dæmdur til að greiða henni hálfa milljón í miskabætur og þóknun Arnars Þórs, eða rétt rúmar 400 þúsund krónur. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins var niðurstaða dómsins sú að brot Gísla hafi varðað við grein 2018, lið b, í almennum hegningarlögum. Viðurlög við slíkum brotum geta verið allt að sex ár í fangelsi. Gísli stofnaði GAMMA ásamt Agnari Tómasi Möller árið 2008 og starfaði Gísli lengst af sem formaður félagsins. Hann hætti þar árið 2018 en var enn stærsti hluthafi félagsins. Í desember 2020 sagði Gísli sig frá stöðu formanns fjármálaráðs Sjálfstæðisflokksins eftir að Gísli var kærður fyrir líkamsárás gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni. „Flúði berfætt með svefnpoka sem ég greip með mér“ Helga Kristín Auðunsdóttir, lektor við Háskólann á Bifröst, og fyrrverandi sambýliskona Gísla segir mikinn létti fólginn í því að málinu sé lokið fyrir dómstólum. Hún segir bjart framundan, enda eigi hún góða að. „Það var í maí fyrir tveimur árum sem ráðist var á mig á heimili mínu og ég flúði berfætt með svefnpoka sem ég greip með mér. Ég hefði aldrei trúað því að ég myndi upplifa svona mikla ógn og svona ofbeldi inni á heimili mínu og af hálfu manneskju sem ég treysti,“ skrifar Helga í færslu á Facebook. Helga Kristín og Arnar Þór lögmaðurinn hennar.Facebook Hún segist í dag vita að þolandi hafi enga stjórn á ákvörðun annarra um að beita ofbeldi. „Sömu nótt hringdi ég í Kvennaathvarfið og bað nánast um númeraðan lista yfir atriði sem ég yrði að gera til að tryggja að ég færi aldrei aftur þarna inn á heimilið. Þakklæti til þeirr verður alltaf til staðar,“ skrifar hún og bætir við að starfsmenn Kvennaathvarfsins hafi beint henni til bráðamóttökunnar vegna alvarleika áverkanna. „Á bráðamóttöku fékk ég staðfestingu. Það var mér ótrúlega mikilvægt að fá viðurkenningu á því sem gerðist og viðurkenningu á ég var beitt ofbeldi. Líkamlegt ofbeldi skilur eftir merki og hefur áhrif á líðan í langan tíma. Það er því gaslýsing á hæsta stigi þegar gerandi ítrekað neitar sök. Í tvö heil ár,“ skrifar Helga. Segist þakklát konunum sem á undan komu Hún segir þá staðreynd að Gísli hafi neitað sök allan þann tíma hafa gert líðanina margfalt verri. „Ákvörðunin um að kæra kom til mín einn dag þegar mér fannst ég geta loks dregið andann ofan í lungu og brosað með augunum. Haustið 2020 hringdi ég í gamlan kunningja, Arnar Þór Stefánsson, og bað hann um aðstoð við að kæra þetta ofbeldi til lögreglunnar.“ Hún segir kæruferlið hafa verið með því erfiðasta sem hún hafi upplifað og á ákveðin hátt hafi það ferli gert ofbeldisupplifunina verri. „Ég er svo þakklát þeim konum sem börðust á undan mér fyrir það að skila skömminni. Það er þeim að þakka að ég finn ekki í dag fyrir skömm yfir því að það var ráðist á mig. En mig langar ekki að dvelja í því að þetta var lífsreynsla sem ég bað ekki um og óska engum. Orkuna sem fór í að brotna ekki hefði ég svo gjarnan viljað nýta í eitthvað annað,“ skrifar Helga. „Í dag lýkur þessu ferli. Í dag var gerandinn sakfelldur eftir að hafa loksins játað brotið. Dómstóll hefur viðurkennt ofbeldið sem átti sér stað bakvið luktar dyr í maí 2020. Einu og hálfu ári frá kæru. Tveimur árum frá árás. Léttirinn við að þessu er lokið er ólýsanlegur. Það er bjart framundan enda á ég góða að. “ Fréttin var uppfærð eftir að fréttastofa fékk dóminn afhentan. Dómsmál GAMMA Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Gísli Hauksson játaði brot í nánu sambandi Gísli Hauksson, einn stofnenda fjárfestingasjóðsins GAMMA, játaði í dag fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að hafa í maí árið 2020 ráðist á þáverandi sambýliskonu sína. 10. maí 2022 18:18 Gísli ákærður fyrir brot í nánu sambandi Athafnamaðurinn Gísli Hauksson hefur verið ákærður fyrir brot í nánu sambandi með því að hafa ráðist á þáverandi sambýliskonu sína með ofbeldi á heimili þeirra í Reykjavík í maí 2020. 1. apríl 2022 08:27 Gísli sagður kærður fyrir líkamsárás og hættur hjá Sjálfstæðisflokknum Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxar Fiskeldis, er nýr formaður fjármálaráðs Sjálfstæðisflokksins. Tók hann við stöðunni af Gísla Haukssyni, gjarnan kenndum við Gamma, en Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Gísli hefði verið kærður fyrir líkamsárás. 22. desember 2020 11:22 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Þetta staðfestir Arnar Þór Stefánsson lögmaður konunar. Gísli var jafnframt dæmdur til þess að greiða h enni fimm hundruð þúsund krónur í miskabætur auk vaxta. Gísli játaði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku að hafa ráðist á þáverandi sambýliskonu sína í maí 2020. Fram kemur í dómnum, sem fréttastofa hefur undir höndum, að Gísli hafi ítrekað tekið konuna kverkataki, skellt henni utan í vegg, þrengt að hálsi hennar svo hún hafi átt erfitt með andardrátt og fallið í gólfið. Eftir að konan hörfaði hafi hann farið á eftir henni, ítrekað gripið í handleggi hennar og fleygt henni á rúm. Konan tognaði á handlegg, hlaut ofreynslu á hálshrygg og brjósthrygg, auk mikilla yfirborðsáverka á hálsi, öxl og upphandlegg. Arnar Þór gerði þá kröfu fyrir hönd hennar, Helgu Kristínar Auðunsdóttur, að Gísla yrði gert að greiða henni þrjár milljónir króna í miskabætur. Þeirri kröfu var hafnað af dómnum og hann dæmdur til að greiða henni hálfa milljón í miskabætur og þóknun Arnars Þórs, eða rétt rúmar 400 þúsund krónur. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins var niðurstaða dómsins sú að brot Gísla hafi varðað við grein 2018, lið b, í almennum hegningarlögum. Viðurlög við slíkum brotum geta verið allt að sex ár í fangelsi. Gísli stofnaði GAMMA ásamt Agnari Tómasi Möller árið 2008 og starfaði Gísli lengst af sem formaður félagsins. Hann hætti þar árið 2018 en var enn stærsti hluthafi félagsins. Í desember 2020 sagði Gísli sig frá stöðu formanns fjármálaráðs Sjálfstæðisflokksins eftir að Gísli var kærður fyrir líkamsárás gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni. „Flúði berfætt með svefnpoka sem ég greip með mér“ Helga Kristín Auðunsdóttir, lektor við Háskólann á Bifröst, og fyrrverandi sambýliskona Gísla segir mikinn létti fólginn í því að málinu sé lokið fyrir dómstólum. Hún segir bjart framundan, enda eigi hún góða að. „Það var í maí fyrir tveimur árum sem ráðist var á mig á heimili mínu og ég flúði berfætt með svefnpoka sem ég greip með mér. Ég hefði aldrei trúað því að ég myndi upplifa svona mikla ógn og svona ofbeldi inni á heimili mínu og af hálfu manneskju sem ég treysti,“ skrifar Helga í færslu á Facebook. Helga Kristín og Arnar Þór lögmaðurinn hennar.Facebook Hún segist í dag vita að þolandi hafi enga stjórn á ákvörðun annarra um að beita ofbeldi. „Sömu nótt hringdi ég í Kvennaathvarfið og bað nánast um númeraðan lista yfir atriði sem ég yrði að gera til að tryggja að ég færi aldrei aftur þarna inn á heimilið. Þakklæti til þeirr verður alltaf til staðar,“ skrifar hún og bætir við að starfsmenn Kvennaathvarfsins hafi beint henni til bráðamóttökunnar vegna alvarleika áverkanna. „Á bráðamóttöku fékk ég staðfestingu. Það var mér ótrúlega mikilvægt að fá viðurkenningu á því sem gerðist og viðurkenningu á ég var beitt ofbeldi. Líkamlegt ofbeldi skilur eftir merki og hefur áhrif á líðan í langan tíma. Það er því gaslýsing á hæsta stigi þegar gerandi ítrekað neitar sök. Í tvö heil ár,“ skrifar Helga. Segist þakklát konunum sem á undan komu Hún segir þá staðreynd að Gísli hafi neitað sök allan þann tíma hafa gert líðanina margfalt verri. „Ákvörðunin um að kæra kom til mín einn dag þegar mér fannst ég geta loks dregið andann ofan í lungu og brosað með augunum. Haustið 2020 hringdi ég í gamlan kunningja, Arnar Þór Stefánsson, og bað hann um aðstoð við að kæra þetta ofbeldi til lögreglunnar.“ Hún segir kæruferlið hafa verið með því erfiðasta sem hún hafi upplifað og á ákveðin hátt hafi það ferli gert ofbeldisupplifunina verri. „Ég er svo þakklát þeim konum sem börðust á undan mér fyrir það að skila skömminni. Það er þeim að þakka að ég finn ekki í dag fyrir skömm yfir því að það var ráðist á mig. En mig langar ekki að dvelja í því að þetta var lífsreynsla sem ég bað ekki um og óska engum. Orkuna sem fór í að brotna ekki hefði ég svo gjarnan viljað nýta í eitthvað annað,“ skrifar Helga. „Í dag lýkur þessu ferli. Í dag var gerandinn sakfelldur eftir að hafa loksins játað brotið. Dómstóll hefur viðurkennt ofbeldið sem átti sér stað bakvið luktar dyr í maí 2020. Einu og hálfu ári frá kæru. Tveimur árum frá árás. Léttirinn við að þessu er lokið er ólýsanlegur. Það er bjart framundan enda á ég góða að. “ Fréttin var uppfærð eftir að fréttastofa fékk dóminn afhentan.
Dómsmál GAMMA Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Gísli Hauksson játaði brot í nánu sambandi Gísli Hauksson, einn stofnenda fjárfestingasjóðsins GAMMA, játaði í dag fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að hafa í maí árið 2020 ráðist á þáverandi sambýliskonu sína. 10. maí 2022 18:18 Gísli ákærður fyrir brot í nánu sambandi Athafnamaðurinn Gísli Hauksson hefur verið ákærður fyrir brot í nánu sambandi með því að hafa ráðist á þáverandi sambýliskonu sína með ofbeldi á heimili þeirra í Reykjavík í maí 2020. 1. apríl 2022 08:27 Gísli sagður kærður fyrir líkamsárás og hættur hjá Sjálfstæðisflokknum Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxar Fiskeldis, er nýr formaður fjármálaráðs Sjálfstæðisflokksins. Tók hann við stöðunni af Gísla Haukssyni, gjarnan kenndum við Gamma, en Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Gísli hefði verið kærður fyrir líkamsárás. 22. desember 2020 11:22 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Gísli Hauksson játaði brot í nánu sambandi Gísli Hauksson, einn stofnenda fjárfestingasjóðsins GAMMA, játaði í dag fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að hafa í maí árið 2020 ráðist á þáverandi sambýliskonu sína. 10. maí 2022 18:18
Gísli ákærður fyrir brot í nánu sambandi Athafnamaðurinn Gísli Hauksson hefur verið ákærður fyrir brot í nánu sambandi með því að hafa ráðist á þáverandi sambýliskonu sína með ofbeldi á heimili þeirra í Reykjavík í maí 2020. 1. apríl 2022 08:27
Gísli sagður kærður fyrir líkamsárás og hættur hjá Sjálfstæðisflokknum Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxar Fiskeldis, er nýr formaður fjármálaráðs Sjálfstæðisflokksins. Tók hann við stöðunni af Gísla Haukssyni, gjarnan kenndum við Gamma, en Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Gísli hefði verið kærður fyrir líkamsárás. 22. desember 2020 11:22
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent