Innlent

Opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd: Fræðsla og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Opinn fundur fer fram í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem umræðuefnið er fræðsla og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma.
Opinn fundur fer fram í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem umræðuefnið er fræðsla og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma. Vísir/Vilhelm

Allsherjar- og menntamálanefnd verður með opinn fund sem hefst klukkan 9:10 í dag. Efni fundarins er fræðsla og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma. 

Gestir fundarins verða Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri og Ólafur Örn Bragason forstöðumaður mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar. Fundurinn fer fram í húsnæði nefndarsviðs Alþingis í Austurstræti 8-10 og er eins og áður segir opinn öllum á meðan húsrými leyfir. 

Fundurinn er sýndur í beinni útsendingu á vef Alþingis og sjónvarpsrás Alþingis. Einnig verður hægt að horfa á hann í spilaranum hér að neðan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×