Nei eða já: Er Luka Doncic sá besti sem er á lífi í úrslitakeppninni? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2022 07:31 Luka Doncic hélt sínum mönnum í Dallas Mavericks á tánum og mótherjunum í Phoenix Suns við efnið í oddaleiknum. Getty/Christian Petersen Þegar Sigga Beinteins og Sigrún Eva byrja að syngja í NBA þættinum Lögmál leiksins á Stöð 2 Sport þá vita áhorfendur hvað er að fara að gerast. NBA- deildin í körfubolta er á lokasprettinum á þessu tímabili en nú er komið inn í úrslit deildanna sem hefjast í þessari viku. Það var því nóg að tala um í uppgjörsþætti vikunnar. Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða já“ var auðvitað á sínum stað í þætti gærkvöldsins af Lögmál leiksins og eins og alltaf var farið um víðan völl. Að þessu sinni voru sérfræðingarnir Tómas Steindórsson og Hörður Unnsteinsson með stjórnandanum Kjartani Atla Kjartanssyni í settinu og voru umræðuefni „Nei eða já“ fjögur í þetta skiptið: - Er hægt að horfa á stjórn Bucks og biðja um meira? - Þarf Memphis aðra stjörnu með Ja Morant? - Er Luka Doncic besti leikmaðurinn sem eftir er í keppninni? - Nær Chris Paul í titil einn daginn? Sérfræðingarnir voru efins um að það hefði verið hægt að biðja en það munaði auðvitað mikið um það að Milwaukee Bucks spilaði án stórstjörnunnar Khris Middleton sem var meiddur. „Gianni getur augljóslega haldið hausnum svolítið hátt að ýta Boston í leik sjö og er næstum því 48 mínútum frá því að slá þá út án Khris Middleton. Það er bara heljarins f-g afrek,“ sagði Hörður Unnsteinsson. „Ég held að það verði engin alvarleg naflaskoðun í sumar. Þeir þurfa aðeins að hugsa sinn gang en engin naflaskoðun,“ sagði Tómas Steindórsson. „Ja Morant er 22 ára og hann á nóg eftir til að vaxa. Hann er með gæja í kringum sig en svarið er já því hann þarf aðra stjörnu. En þeir geta búið hana til innan liðsins. Þú þarf ekki að fara og fórna framtíðinni þinni til að ná í einhvern,“ sagði Hörður. „Það heimskulegasta sem þeir gætu gert væri að skipta frá sér Bane, Brooks eða Jaren, Jackson Jr. og fá einhver einn inn fyrir tvo af þeim,“ sagði Tómas. Tómas er sammála því að Luka Doncic sé besti leikmaðurinn sem er eftir í úrslitakeppninni. „Ef menn vilja fá einhvern rökstuðning fyrir því horfið bara á fyrri hálfleikinn í leik sjö,“ sagði Tómas en Doncic skoraði jafnmikið og allt Phoenix Suns liðið í fyrri hálfleik oddaleiksins. Þeir töluðu um að mesta samkeppnin væri frá Steph Curry, Jimmy Butler og Jason Tatum. „Að mínu mati eru sex leikmenn á þessu efsta stigi í NBA deildarinnar, kannski bara fimm af því að ég myndi taka LeBron James út úr þessum pakka núna. Það eru Kevin Durant, Joel Embid, Nikola Jokić, Luka Doncic og Giannis Antetokounmpo. Ég set þessa efsta en svo koma LeBron, Cirry og Tatum þarna á eftir,“ sagði Hörður. Hörður heldur að Chris Paul nái ekki að verða NBA-meistari á sínum ferli og Tómas er sammála. Það má sjá alla umræðuna og öll svörin hér fyrir neðan. Klippa: Lögmál leiksins: Nei eða já 16.maí 2022 Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NBA Lögmál leiksins Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
NBA- deildin í körfubolta er á lokasprettinum á þessu tímabili en nú er komið inn í úrslit deildanna sem hefjast í þessari viku. Það var því nóg að tala um í uppgjörsþætti vikunnar. Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða já“ var auðvitað á sínum stað í þætti gærkvöldsins af Lögmál leiksins og eins og alltaf var farið um víðan völl. Að þessu sinni voru sérfræðingarnir Tómas Steindórsson og Hörður Unnsteinsson með stjórnandanum Kjartani Atla Kjartanssyni í settinu og voru umræðuefni „Nei eða já“ fjögur í þetta skiptið: - Er hægt að horfa á stjórn Bucks og biðja um meira? - Þarf Memphis aðra stjörnu með Ja Morant? - Er Luka Doncic besti leikmaðurinn sem eftir er í keppninni? - Nær Chris Paul í titil einn daginn? Sérfræðingarnir voru efins um að það hefði verið hægt að biðja en það munaði auðvitað mikið um það að Milwaukee Bucks spilaði án stórstjörnunnar Khris Middleton sem var meiddur. „Gianni getur augljóslega haldið hausnum svolítið hátt að ýta Boston í leik sjö og er næstum því 48 mínútum frá því að slá þá út án Khris Middleton. Það er bara heljarins f-g afrek,“ sagði Hörður Unnsteinsson. „Ég held að það verði engin alvarleg naflaskoðun í sumar. Þeir þurfa aðeins að hugsa sinn gang en engin naflaskoðun,“ sagði Tómas Steindórsson. „Ja Morant er 22 ára og hann á nóg eftir til að vaxa. Hann er með gæja í kringum sig en svarið er já því hann þarf aðra stjörnu. En þeir geta búið hana til innan liðsins. Þú þarf ekki að fara og fórna framtíðinni þinni til að ná í einhvern,“ sagði Hörður. „Það heimskulegasta sem þeir gætu gert væri að skipta frá sér Bane, Brooks eða Jaren, Jackson Jr. og fá einhver einn inn fyrir tvo af þeim,“ sagði Tómas. Tómas er sammála því að Luka Doncic sé besti leikmaðurinn sem er eftir í úrslitakeppninni. „Ef menn vilja fá einhvern rökstuðning fyrir því horfið bara á fyrri hálfleikinn í leik sjö,“ sagði Tómas en Doncic skoraði jafnmikið og allt Phoenix Suns liðið í fyrri hálfleik oddaleiksins. Þeir töluðu um að mesta samkeppnin væri frá Steph Curry, Jimmy Butler og Jason Tatum. „Að mínu mati eru sex leikmenn á þessu efsta stigi í NBA deildarinnar, kannski bara fimm af því að ég myndi taka LeBron James út úr þessum pakka núna. Það eru Kevin Durant, Joel Embid, Nikola Jokić, Luka Doncic og Giannis Antetokounmpo. Ég set þessa efsta en svo koma LeBron, Cirry og Tatum þarna á eftir,“ sagði Hörður. Hörður heldur að Chris Paul nái ekki að verða NBA-meistari á sínum ferli og Tómas er sammála. Það má sjá alla umræðuna og öll svörin hér fyrir neðan. Klippa: Lögmál leiksins: Nei eða já 16.maí 2022 Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
- Er hægt að horfa á stjórn Bucks og biðja um meira? - Þarf Memphis aðra stjörnu með Ja Morant? - Er Luka Doncic besti leikmaðurinn sem eftir er í keppninni? - Nær Chris Paul í titil einn daginn?
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NBA Lögmál leiksins Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira