Ólafur vildi lítið tjá sig um mál Eggerts sem æfði með FH á meðan leyfinu stóð Valur Páll Eiríksson skrifar 15. maí 2022 16:55 Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, var ánægður með sigur dagsins en síður glaður að þurfa að svara spurningum um mál Eggerts Gunnþórs. Vísir/Hulda Margrét Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, var ánægður með innkomu Eggerts Gunnþórs Jónssonar inn í lið hans í dag er FH vann 2-0 sigur á ÍBV í Bestu deild karla í fótbolta í Kaplakrika í Hafnarfirði. Að öðru leyti vildi hann lítið tjá sig um mál hans. Matthías Vilhjálmsson og Davíð Snær Jóhannesson voru á skotskónum er FH hafði betur gegn nýliðum ÍBV í dag. Um er að ræða annan sigur FH í deildinni, en hinn sigurinn kom gegn öðrum nýliðum, Fram, þann 25. apríl síðastliðinn. Sigurinn er því kærkominn. „Ég er náttúrulega mjög ánægður. Mér fannst við vera ofan á lungann úr leiknum og vera betri en þeir. Það er jákvætt að halda markinu hreinu eftir smá ströggl á okkur en það gefur okkur mikið að vinna þetta í dag.“ Ólafur stillti upp í þriggja hafsenta kerfi í dag, 3-5-2, sem hann segir hafa komið vel út. Hann ítrekar þá mikilvægi sigursins fyrir framhaldið. „Við höfum notað þetta stundum, ásamt öðrum leikkerfum, og mér finnst það koma ágætlega út. Við erum náttúrulega með fínt lið, en gengið ekki verið alveg eins og við höfum viljað, svo það er smá skjálfti í okkur sem við þurfum að ná úr okkur og sigurinn í dag gerir það.“ „Það er lífsnauðsynlegt. Þrátt fyrir að við höfum ekki spilað neitt sérstaklega fallegan fótbolta í dag, þá gefa stigin okkur mikið og við vinnum út frá því.“ segir Ólafur. Eggert æfði á meðan hann var í leyfi frá félaginu Eggert í leik dagsins.Vísir/Hulda Margrét Mál sem snerist um meint kynferðisofbeldi Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar, leikmanns FH, var látið niður falla á föstudag. Eftir að hafa spilað fyrsta leik tímabilsins gegn Víkingi var Eggert sendur í tímabundið leyfi frá störfum sínum fyrir FH, vegna þrýstings frá bæði almenningi og styrktaraðilum félagsins. Eggert sneri beint aftur í byrjunarliðið í dag, sem Ólafur segir mikilvægt fyrir félagið. „Eggert er einn af betri leikmönnunum í þessari deild og það er geysilega öflugt að fá hann inn. Frábært.“ FH sendi frá sér stuttorða yfirlýsingu í morgun þar sem greint var frá því að Eggert hefði snúið aftur til starfa sinna hjá félaginu. Aðspurður um hvort það hefði aldrei verið spurning um að setja hann aftur í liðið sagði Ólafur hann hafa æft með FH-ingum á meðan leyfinu stóð. „Hann er búinn að æfa með okkur allan tímann og það var aldrei vafi í mínum huga.“ Ólafur var þá spurður hvort samhugur hefði verið innan félagsins um ákvarðanirnar tvær, annars vegar að senda hann upprunalega í leyfi, og hins vegar að setja hann beint aftur inn í liðið. „Félagið sendi frá sér yfirlýsingu bæði fyrir og eftir. Lesið þið bara hana þá vitið þið allt.“ Aðspurður um áhrif máls Eggerts á leikmannahóp FH svaraði Ólafur með sjö sekúndna þögn áður en hann sagði: „Mér fannst við bara spila vel í dag og er ánægður með það.“ sagði Ólafur. Ólafur brást ókvæða við spurningum blaðamanns um mál Eggerts og lét óánægju sína í ljós í lok viðtals. Besta deild karla FH Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Umfjöllun: FH 2-0 ÍBV | FH-ingar aftur á sigurbraut FH vann 2-0 sigur á nýliðum ÍBV í 6. umferð Bestu deildar karla í Kaplakrika í Hafnarfirði í dag. FH fer upp í sjö stig en Eyjamenn leita enn síns fyrsta sigurs. 15. maí 2022 16:20 Eggert Gunnþór snýr aftur til fyrri starfa hjá FH Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hefur fengið leyfi til að snúa aftur til fyrri starfa hjá FH eftir að mál hans og Arons Einars Gunnarssonar var fellt niður. 15. maí 2022 10:09 Mál Arons Einars og Eggerts Gunnþórs fellt niður Kynferðisbrotamál knattspyrnumannanna Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar hefur verið fellt niður af héraðssaksóknara. 13. maí 2022 18:34 Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Matthías Vilhjálmsson og Davíð Snær Jóhannesson voru á skotskónum er FH hafði betur gegn nýliðum ÍBV í dag. Um er að ræða annan sigur FH í deildinni, en hinn sigurinn kom gegn öðrum nýliðum, Fram, þann 25. apríl síðastliðinn. Sigurinn er því kærkominn. „Ég er náttúrulega mjög ánægður. Mér fannst við vera ofan á lungann úr leiknum og vera betri en þeir. Það er jákvætt að halda markinu hreinu eftir smá ströggl á okkur en það gefur okkur mikið að vinna þetta í dag.“ Ólafur stillti upp í þriggja hafsenta kerfi í dag, 3-5-2, sem hann segir hafa komið vel út. Hann ítrekar þá mikilvægi sigursins fyrir framhaldið. „Við höfum notað þetta stundum, ásamt öðrum leikkerfum, og mér finnst það koma ágætlega út. Við erum náttúrulega með fínt lið, en gengið ekki verið alveg eins og við höfum viljað, svo það er smá skjálfti í okkur sem við þurfum að ná úr okkur og sigurinn í dag gerir það.“ „Það er lífsnauðsynlegt. Þrátt fyrir að við höfum ekki spilað neitt sérstaklega fallegan fótbolta í dag, þá gefa stigin okkur mikið og við vinnum út frá því.“ segir Ólafur. Eggert æfði á meðan hann var í leyfi frá félaginu Eggert í leik dagsins.Vísir/Hulda Margrét Mál sem snerist um meint kynferðisofbeldi Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar, leikmanns FH, var látið niður falla á föstudag. Eftir að hafa spilað fyrsta leik tímabilsins gegn Víkingi var Eggert sendur í tímabundið leyfi frá störfum sínum fyrir FH, vegna þrýstings frá bæði almenningi og styrktaraðilum félagsins. Eggert sneri beint aftur í byrjunarliðið í dag, sem Ólafur segir mikilvægt fyrir félagið. „Eggert er einn af betri leikmönnunum í þessari deild og það er geysilega öflugt að fá hann inn. Frábært.“ FH sendi frá sér stuttorða yfirlýsingu í morgun þar sem greint var frá því að Eggert hefði snúið aftur til starfa sinna hjá félaginu. Aðspurður um hvort það hefði aldrei verið spurning um að setja hann aftur í liðið sagði Ólafur hann hafa æft með FH-ingum á meðan leyfinu stóð. „Hann er búinn að æfa með okkur allan tímann og það var aldrei vafi í mínum huga.“ Ólafur var þá spurður hvort samhugur hefði verið innan félagsins um ákvarðanirnar tvær, annars vegar að senda hann upprunalega í leyfi, og hins vegar að setja hann beint aftur inn í liðið. „Félagið sendi frá sér yfirlýsingu bæði fyrir og eftir. Lesið þið bara hana þá vitið þið allt.“ Aðspurður um áhrif máls Eggerts á leikmannahóp FH svaraði Ólafur með sjö sekúndna þögn áður en hann sagði: „Mér fannst við bara spila vel í dag og er ánægður með það.“ sagði Ólafur. Ólafur brást ókvæða við spurningum blaðamanns um mál Eggerts og lét óánægju sína í ljós í lok viðtals.
Besta deild karla FH Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Umfjöllun: FH 2-0 ÍBV | FH-ingar aftur á sigurbraut FH vann 2-0 sigur á nýliðum ÍBV í 6. umferð Bestu deildar karla í Kaplakrika í Hafnarfirði í dag. FH fer upp í sjö stig en Eyjamenn leita enn síns fyrsta sigurs. 15. maí 2022 16:20 Eggert Gunnþór snýr aftur til fyrri starfa hjá FH Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hefur fengið leyfi til að snúa aftur til fyrri starfa hjá FH eftir að mál hans og Arons Einars Gunnarssonar var fellt niður. 15. maí 2022 10:09 Mál Arons Einars og Eggerts Gunnþórs fellt niður Kynferðisbrotamál knattspyrnumannanna Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar hefur verið fellt niður af héraðssaksóknara. 13. maí 2022 18:34 Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Umfjöllun: FH 2-0 ÍBV | FH-ingar aftur á sigurbraut FH vann 2-0 sigur á nýliðum ÍBV í 6. umferð Bestu deildar karla í Kaplakrika í Hafnarfirði í dag. FH fer upp í sjö stig en Eyjamenn leita enn síns fyrsta sigurs. 15. maí 2022 16:20
Eggert Gunnþór snýr aftur til fyrri starfa hjá FH Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hefur fengið leyfi til að snúa aftur til fyrri starfa hjá FH eftir að mál hans og Arons Einars Gunnarssonar var fellt niður. 15. maí 2022 10:09
Mál Arons Einars og Eggerts Gunnþórs fellt niður Kynferðisbrotamál knattspyrnumannanna Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar hefur verið fellt niður af héraðssaksóknara. 13. maí 2022 18:34