Innlent

Bjartsýn Hildur reiðubúin að mæta örlögum sínum

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
hildur

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagðist reiðubúin að mæta örlögum sínum þegar fréttastofa tók hana tali á kosningavöku Sjálfstæðisflokksins að Hilton Reykjavík Nordica.

Skoðanakönnun Maskínu sem birtist síðdegis í gær sýndi fylgi Sjálfstæðisflokksins upp á 20,5% en það myndi skila flokknum fimm borgarfulltrúum og yrði það mikið fylgishrun því flokkurinn er með átta borgarfulltrúa nú. Hildur virtist ekki hafa áhuga á að velta sér mikið upp úr könnunum.

„Ég ætla bara að sjá hvað kemur upp úr kössunum. Ég vona auðvitað bara að það myndast eitthvað mynstur upp úr kössunum þannig að hægt verði að mynda nýjan meirihluta um breytingar.“

Hildur sagði að það skipti hana sjálfa ekki höfuðmáli hver yrði borgarstjóri. „Það sem skiptir mig máli er að koma áleiðis þeim breytingum sem við höfum talað fyrir og málefnunum og að við séum að vinna í þágu fólksins.“

Hún segist hafa fundið fyrir miklum meðbyr í samtölum við kjósendur. „Við þurfum auðvitað bara að sjá hverjir skiluðu sér á kjörstað í dag.“


Tengdar fréttir

Ný könnun Maskínu: Pawel úti, Líf inni og Framsókn fær fjóra

Núverandi meirihluti í Reykjavík fengi tólf fulltrúa af 23 samkvæmt nýrri könnun Maskínu um fylgi flokkanna. Fylgi Framsóknar er á pari við Pírata en báðir flokkar fengju fjóra borgarfulltrúa verði niðurstaðan á morgun í samræmi við könnunina. 

Bitist um borgina í hörðum kappræðum

Oddvitar níu framboða af ellefu í Reykjavík mættust í kappræðum á Stöð 2 í gærkvöldi og reyndu hvað þeir gátu að sannfæra áhorfendur um að þau væru einmitt rétta fólkið til að stjórna borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×