Mikilvægt að fella meirihlutann Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2022 11:57 Ómar Már Jónsson og fjölskylda hans. Vísir/Sigurjón Ómar Már Jónsson, oddviti Miðflokksins í borginni, segir flokkinn á mikilli siglingu og vonast til þess að hægt verði að fella meirihlutann. Hann segir mikilvægt að setja væntingar, óskir og þarfir íbúa í fyrsta sæti. Hann mætti á kjörstað í Ölduselsskóla um klukkan 11:30 í dag. „Dagurinn leggst rosalega vel í mig,“ sagði Ómar og bætti við að kosningabaráttan hefði verið rosalega skemmtileg. „Ég er eitt af þessum nýju andlitum sem hafa verið að gefa kost á sér til að starfa í þágu íbúanna og mér finnst það hafa tekist vel. Mér finnst ég hafa fengið mikinn stuðning og ég vona svo innilega að ég fái stuðning til þess að fara inn í borgarstjórn. Því ég tel að ég geti haft raunveruleg áhrif.“ Ómar sagði erfitt að greina kannanir almennilega því um fimmtíu prósent fólks vildi ekki gefa upp afstöðu sína. Miðflokkurinn hefði margfaldað fylgi sitt í Reykjavík í kosningabaráttunni og væri á mikilli siglingu. Varðandi það hver hans fyrstu verk yrðu, komist hann í bæjarstjórn sagði Ómar að miðflokkurinn hefði skapað sér gríðarlega sérstöðu. Þau væru alfarið á móti Borgarlínunni og vildu standa vörð um flugvöllinn í Vatnsmýri og setja væntingar, óskir og þarfir íbúa í fyrsta sæti. „Þeir hafa ekki verið áberandi á borðinu hjá borgarstjórn. Þetta hefur verið einhver sérhagsmunagæsla sem ég skil ekki og við þurfum að breyta því hjá borginni. Borgin á að vera að sinna íbúum sínum fyrst og fremst.“ Ómar sagðist tilbúinn til að taka að sér embætti borgarstjóra og sagði að hann myndi leysa það vel af hendi. Aðalmálið væri þó í dag að komast í borgarstjórn og fella meirihlutann. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Miðflokkurinn Tengdar fréttir Kosningavaktin 2022: Íslendingar ganga að kjörborðinu Kosningar til sveitarstjórna fara fram í sveitarfélögum landsins í dag. Kjörstaðir verðar opnaðir klukkan níu og verður flestum lokað klukkan 22. Fréttastofa fylgist grannt með gangi mála alla helgina. 14. maí 2022 07:00 „Í dag upplifi ég aðallega þakklæti“ Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, segist nú á leið til fundar við félaga sína í Sjálfstæðisflokknum þar sem þau ætli að klára þennan síðasta dag í kosningunum, heyra í fólki og „sigla þessu heim í kvöld“. 14. maí 2022 11:30 „Það viðrar vel til breytinga í Reykjavík“ Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í borginni, segir vel viðra til breytinga í Reykjavík. Hann segir daginn leggjast afskaplega vel í sig. 14. maí 2022 11:28 Líf um kosningabaráttuna: „Þurfum að varast að fara í manninn“ Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir kosningabaráttuna að þessu sinni hafa verið stutta og snarpa en óvægna á köflum. Hún segir að fólk ætti að forðast að „fara í manninn“ og að málefnin skipti mestu máli. 14. maí 2022 10:51 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira
Hann mætti á kjörstað í Ölduselsskóla um klukkan 11:30 í dag. „Dagurinn leggst rosalega vel í mig,“ sagði Ómar og bætti við að kosningabaráttan hefði verið rosalega skemmtileg. „Ég er eitt af þessum nýju andlitum sem hafa verið að gefa kost á sér til að starfa í þágu íbúanna og mér finnst það hafa tekist vel. Mér finnst ég hafa fengið mikinn stuðning og ég vona svo innilega að ég fái stuðning til þess að fara inn í borgarstjórn. Því ég tel að ég geti haft raunveruleg áhrif.“ Ómar sagði erfitt að greina kannanir almennilega því um fimmtíu prósent fólks vildi ekki gefa upp afstöðu sína. Miðflokkurinn hefði margfaldað fylgi sitt í Reykjavík í kosningabaráttunni og væri á mikilli siglingu. Varðandi það hver hans fyrstu verk yrðu, komist hann í bæjarstjórn sagði Ómar að miðflokkurinn hefði skapað sér gríðarlega sérstöðu. Þau væru alfarið á móti Borgarlínunni og vildu standa vörð um flugvöllinn í Vatnsmýri og setja væntingar, óskir og þarfir íbúa í fyrsta sæti. „Þeir hafa ekki verið áberandi á borðinu hjá borgarstjórn. Þetta hefur verið einhver sérhagsmunagæsla sem ég skil ekki og við þurfum að breyta því hjá borginni. Borgin á að vera að sinna íbúum sínum fyrst og fremst.“ Ómar sagðist tilbúinn til að taka að sér embætti borgarstjóra og sagði að hann myndi leysa það vel af hendi. Aðalmálið væri þó í dag að komast í borgarstjórn og fella meirihlutann.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Miðflokkurinn Tengdar fréttir Kosningavaktin 2022: Íslendingar ganga að kjörborðinu Kosningar til sveitarstjórna fara fram í sveitarfélögum landsins í dag. Kjörstaðir verðar opnaðir klukkan níu og verður flestum lokað klukkan 22. Fréttastofa fylgist grannt með gangi mála alla helgina. 14. maí 2022 07:00 „Í dag upplifi ég aðallega þakklæti“ Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, segist nú á leið til fundar við félaga sína í Sjálfstæðisflokknum þar sem þau ætli að klára þennan síðasta dag í kosningunum, heyra í fólki og „sigla þessu heim í kvöld“. 14. maí 2022 11:30 „Það viðrar vel til breytinga í Reykjavík“ Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í borginni, segir vel viðra til breytinga í Reykjavík. Hann segir daginn leggjast afskaplega vel í sig. 14. maí 2022 11:28 Líf um kosningabaráttuna: „Þurfum að varast að fara í manninn“ Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir kosningabaráttuna að þessu sinni hafa verið stutta og snarpa en óvægna á köflum. Hún segir að fólk ætti að forðast að „fara í manninn“ og að málefnin skipti mestu máli. 14. maí 2022 10:51 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira
Kosningavaktin 2022: Íslendingar ganga að kjörborðinu Kosningar til sveitarstjórna fara fram í sveitarfélögum landsins í dag. Kjörstaðir verðar opnaðir klukkan níu og verður flestum lokað klukkan 22. Fréttastofa fylgist grannt með gangi mála alla helgina. 14. maí 2022 07:00
„Í dag upplifi ég aðallega þakklæti“ Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, segist nú á leið til fundar við félaga sína í Sjálfstæðisflokknum þar sem þau ætli að klára þennan síðasta dag í kosningunum, heyra í fólki og „sigla þessu heim í kvöld“. 14. maí 2022 11:30
„Það viðrar vel til breytinga í Reykjavík“ Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í borginni, segir vel viðra til breytinga í Reykjavík. Hann segir daginn leggjast afskaplega vel í sig. 14. maí 2022 11:28
Líf um kosningabaráttuna: „Þurfum að varast að fara í manninn“ Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir kosningabaráttuna að þessu sinni hafa verið stutta og snarpa en óvægna á köflum. Hún segir að fólk ætti að forðast að „fara í manninn“ og að málefnin skipti mestu máli. 14. maí 2022 10:51