Neytendur

Pylsan kostar nú 600 krónur hjá Bæjarins beztu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Pylsuverðið hefur hækkað um 130 krónur á einu og hálfu ári hjá Bæjarins beztu.
Pylsuverðið hefur hækkað um 130 krónur á einu og hálfu ári hjá Bæjarins beztu. Vísir/Vilhelm

Pylsuvagninn Bæjarins beztu hefur hækkað verðið á pylsum og nú kostar ein pylsa með öllu 600 krónur. Verðið hækkaði fyrir tæpri viku síðan og hefur á einu og hálfu ári hækkað um 130 krónur.

Ófáir hafa lagt leið sína í pylsuvagna Bæjarins beztu, sem finna má á fjórum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Pylsuvagninn hefur verið í rekstri frá árinu 1937 en pylsuverðið hefur nú náð sögulegum hæðum. 

Guðrún Björk Kristmundsdóttir eigandi og framkvæmdastjóri Bæjarins beztu staðfesti við Fréttablaðið í dag að pylsuverðið hafi hækkað og sagði hún það mega rekja til gríðarlegra kostnaðarhækkana og launahækkana. 

Pylsuverðið hækkaði í nóvember 2020 úr 470 krónum í 500 krónur og hækkaði svo aftur í júlí í fyrra upp í 550 krónur. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×