Alvöru skammbyssur á stærsta skotfimimóti Íslandssögunnar Snorri Másson skrifar 13. maí 2022 22:40 Stærsta skotíþróttamót sem haldið hefur verið á Íslandi hófst í Egilshöll í morgun. Um fimmtíu skandinavískir lögreglumenn taka þátt í mótinu og keppa meðal annars við íslenska lögreglumenn með níu millimetra skammbyssur. Vísir/Einar Stærsta skotíþróttamót sem haldið hefur verið á Íslandi hófst í Egilshöll í morgun. Um fimmtíu skandinavískir lögreglumenn taka þátt í mótinu og keppa meðal annars við íslenska lögreglumenn með níu millimetra skammbyssur. Skothvellirnir glumdu í kjallaranum í Egilshöll og á æfingasvæði í Digranesi frameftir degi. Mótið, sem var haldið á vegum Íþróttasambands lögreglumanna, fór fram í húsnæði elsta íþróttafélags landsins, Skotfélags Reykjavíkur sem verður 155 ára á árinu. Einnig dregur til tíðinda í því að nú er í fyrsta sinn keppt í skotfimi með lögregluskotvopnum, níu millimetra skammbyssum. Íslensku lögreglumennirnir í hópnum höfðu forgöngu um að það yrði gert. „Það eru mjög sterkir skotmenn að keppa hérna,“ segir Jón S. Ólason, yfirlögregluþjónn hjá Akranesi. „Þetta er rosa gaman. Þetta eru kollegar að hittast og það er mikið spjallað á kvöldin. Það eru auðvitað verðmæti fyrir lögregluna að hittast og spjalla,“ segir Jón. Þótt allt séu þetta lögreglumenn og ekki atvinnumenn í íþróttum, leynast skyttur á heimsmælikvarða í hópnum. Eins og hin norska Sina Oleane, sem er þrautreynd skytta, sem hefur keppt á heimsmeistaramótum. Oleane hefur verið að keppa á alþjóðamótum í skotfimi árum saman en keppir um helgina í Reykjavík.Vísir/Einar Virkilega skemmtilegt, segir Oleane: „Maður hittir svo marga starfsfélaga, bæði þá sem keppa með byssum og rifflum. Það er mjög gott að koma hingað til Íslands að keppa. Samkeppnin er mjög mikil og það er mjög vel að mótinu staðið.“ Ætlarðu að vinna? „Engin spurning. Ég hef æft hvern einasta dag og ég stefni á það,“ segir Oleane. 50 lögreglumenn frá Skandinavíu og Eistlandi eru mættir á skotfimimót í Reykjavík.Vísir/Einar Skotíþróttir Skotvopn Lögreglan Reykjavík Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Skothvellirnir glumdu í kjallaranum í Egilshöll og á æfingasvæði í Digranesi frameftir degi. Mótið, sem var haldið á vegum Íþróttasambands lögreglumanna, fór fram í húsnæði elsta íþróttafélags landsins, Skotfélags Reykjavíkur sem verður 155 ára á árinu. Einnig dregur til tíðinda í því að nú er í fyrsta sinn keppt í skotfimi með lögregluskotvopnum, níu millimetra skammbyssum. Íslensku lögreglumennirnir í hópnum höfðu forgöngu um að það yrði gert. „Það eru mjög sterkir skotmenn að keppa hérna,“ segir Jón S. Ólason, yfirlögregluþjónn hjá Akranesi. „Þetta er rosa gaman. Þetta eru kollegar að hittast og það er mikið spjallað á kvöldin. Það eru auðvitað verðmæti fyrir lögregluna að hittast og spjalla,“ segir Jón. Þótt allt séu þetta lögreglumenn og ekki atvinnumenn í íþróttum, leynast skyttur á heimsmælikvarða í hópnum. Eins og hin norska Sina Oleane, sem er þrautreynd skytta, sem hefur keppt á heimsmeistaramótum. Oleane hefur verið að keppa á alþjóðamótum í skotfimi árum saman en keppir um helgina í Reykjavík.Vísir/Einar Virkilega skemmtilegt, segir Oleane: „Maður hittir svo marga starfsfélaga, bæði þá sem keppa með byssum og rifflum. Það er mjög gott að koma hingað til Íslands að keppa. Samkeppnin er mjög mikil og það er mjög vel að mótinu staðið.“ Ætlarðu að vinna? „Engin spurning. Ég hef æft hvern einasta dag og ég stefni á það,“ segir Oleane. 50 lögreglumenn frá Skandinavíu og Eistlandi eru mættir á skotfimimót í Reykjavík.Vísir/Einar
Skotíþróttir Skotvopn Lögreglan Reykjavík Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira