Hverjum treystir þú? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar 13. maí 2022 16:21 Það er fallegur og sólríkur dagur í dag, degi fyrir kjördag og von á góðu veðri um helgina. Undanfarnar vikur höfum við í Framsókn verið á fleygiferð um borgina og reynt eftir fremsta megni að hlusta vel á raddir borgara. Hvort sem er með símtali, fyrir utan verslunarkjarna eða á fundum. Það er að mörgu að hyggja og verkefnin næg framundan. Reykjavík, eins og samfélag okkar allt, stendur á krossgötum. Samgöngu- og skipulagsmál, húsnæðismál og leikskólapláss, endurnýjaðir skólar og leikskólar. Lífið í borginni, í hverfum okkar snýst þó ekki eingöngu um byggingar og stræti heldur hvernig okkur líður frá degi til dags. Við erum stödd á þessum krossgötum sökum þess hversu hratt samfélagið okkar hefur breyst. Sífellt fleiri kjósa að búa í borginni, sum koma hingað á flótta og eiga ekki kost á öðru, sum velja að flytja hingað frá öðrum löndum og enn önnur eru utan af landi. Aldurssamsetning er að breytast og við erum fleiri og fleiri sem erum í seinni hálfleik lífsins og viljum öðruvísi leikreglur en áður. Atvinnulífið er að breytast gríðarlega, nefna má að deilihagkerfið, sjálfvirknivæðingin og gigg-hagkerfið breyta því hvernig við vinnum og öflum okkur lífsviðurværis Mannlífið er að kvikna að nýju eftir langan dvala vegna heimsfaraldursins og því vert að staldra við og spyrja okkur, hvernig viljum við þróast og hvert stefnum við? Það er tímabært að endurnýja framtíðarsýn Reykjavíkurborgar og vera metnaðarfull. Reykjavík á að bera titilinn höfuðborg með rentu. Í Reykjavík eigum við að tilheyra hvert öðru, standa saman og styðja þau sem standa höllum fæti. Í Reykjavík á fólk að geta valið sér húsakost við hæfi, séð framtíð sína og hlakkað til að ala fjölskyldu. Reykjavík á að vera borg tækifæranna. Reykjavík á að vera skemmtileg allt árið um kring. Alltaf eitthvað að gera, hlakka til eða taka þátt í. Reykjavík á að vera hrein og búa yfir sem flestum grænum svæðum. Reykjavík á að miða að því að vera í senn umhverfisvæn, barnvæn og aldursvæn. Reykjavík á a vera staður þar sem hlutirnir gerast, það sem auðvelt er að verða ástfanginn, hvort sem er af umhverfinu eða hvort af öðru. Hverjum treystir þú til að leiða borgina? Þitt atkvæði skiptir máli, Framsókn í Reykjavík er nýtt afl. Við höfum ekki átt borgarfulltrúa síðustu kjörtímabil. Við erum fjölbreyttur hópur með mismunandi lífsreynslu en öll brennum við fyrir góðu samfélagi. Við teljum okkur traustsins verð og að við höfum látið verkin tala hingað til á lífsins vegi. Það verður gott veður á morgun og eftir helgi og líklega munu Systur eiga gott gengi í Eurovision, það áttu ekki margir von á því en þær hafa risið við hverja nýja áskorun. Hvar sem við ræðum við borgarbúa finnum við sterkan meðbyr. Framsókn er að rísa og mun líklega, eins og Systur, koma á óvart með því að standa betur en búist var við. Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Það er fallegur og sólríkur dagur í dag, degi fyrir kjördag og von á góðu veðri um helgina. Undanfarnar vikur höfum við í Framsókn verið á fleygiferð um borgina og reynt eftir fremsta megni að hlusta vel á raddir borgara. Hvort sem er með símtali, fyrir utan verslunarkjarna eða á fundum. Það er að mörgu að hyggja og verkefnin næg framundan. Reykjavík, eins og samfélag okkar allt, stendur á krossgötum. Samgöngu- og skipulagsmál, húsnæðismál og leikskólapláss, endurnýjaðir skólar og leikskólar. Lífið í borginni, í hverfum okkar snýst þó ekki eingöngu um byggingar og stræti heldur hvernig okkur líður frá degi til dags. Við erum stödd á þessum krossgötum sökum þess hversu hratt samfélagið okkar hefur breyst. Sífellt fleiri kjósa að búa í borginni, sum koma hingað á flótta og eiga ekki kost á öðru, sum velja að flytja hingað frá öðrum löndum og enn önnur eru utan af landi. Aldurssamsetning er að breytast og við erum fleiri og fleiri sem erum í seinni hálfleik lífsins og viljum öðruvísi leikreglur en áður. Atvinnulífið er að breytast gríðarlega, nefna má að deilihagkerfið, sjálfvirknivæðingin og gigg-hagkerfið breyta því hvernig við vinnum og öflum okkur lífsviðurværis Mannlífið er að kvikna að nýju eftir langan dvala vegna heimsfaraldursins og því vert að staldra við og spyrja okkur, hvernig viljum við þróast og hvert stefnum við? Það er tímabært að endurnýja framtíðarsýn Reykjavíkurborgar og vera metnaðarfull. Reykjavík á að bera titilinn höfuðborg með rentu. Í Reykjavík eigum við að tilheyra hvert öðru, standa saman og styðja þau sem standa höllum fæti. Í Reykjavík á fólk að geta valið sér húsakost við hæfi, séð framtíð sína og hlakkað til að ala fjölskyldu. Reykjavík á að vera borg tækifæranna. Reykjavík á að vera skemmtileg allt árið um kring. Alltaf eitthvað að gera, hlakka til eða taka þátt í. Reykjavík á að vera hrein og búa yfir sem flestum grænum svæðum. Reykjavík á að miða að því að vera í senn umhverfisvæn, barnvæn og aldursvæn. Reykjavík á a vera staður þar sem hlutirnir gerast, það sem auðvelt er að verða ástfanginn, hvort sem er af umhverfinu eða hvort af öðru. Hverjum treystir þú til að leiða borgina? Þitt atkvæði skiptir máli, Framsókn í Reykjavík er nýtt afl. Við höfum ekki átt borgarfulltrúa síðustu kjörtímabil. Við erum fjölbreyttur hópur með mismunandi lífsreynslu en öll brennum við fyrir góðu samfélagi. Við teljum okkur traustsins verð og að við höfum látið verkin tala hingað til á lífsins vegi. Það verður gott veður á morgun og eftir helgi og líklega munu Systur eiga gott gengi í Eurovision, það áttu ekki margir von á því en þær hafa risið við hverja nýja áskorun. Hvar sem við ræðum við borgarbúa finnum við sterkan meðbyr. Framsókn er að rísa og mun líklega, eins og Systur, koma á óvart með því að standa betur en búist var við. Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun