Skapandi frelsi fyrir skólastjórnendur og jöfnuður fyrir nemendur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 13. maí 2022 15:21 Reykjavík hefur verið leiðandi varðandi aðgerðir til að bæta starfsumhverfi í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi og varið til þess yfir fimm milljörðum króna. Samfylkingin mun áfram leggja áherslu á bætt starfsumhverfi varðandi laun, starfskjör, húsnæði og annan aðbúnað enda er það forsenda þess að skólarnir í borginni séu eftirsóknarvert umhverfi fyrir kennara, starfsfólk almennt og börnin að sjálfsögðu. Fjármagn og frelsi með EDDU Nýtt úthlutunarlíkan fjármagns til grunnskóla, sem kallast EDDA, hefur verið tekið í notkun frá og með þessu ári með 1,5 milljarða viðbótar fjárframlagi til grunnskóla borgarinnar. Það stýrir hvernig fjármagni er úthlutað til einstakra skóla og tekur mið af félagslegum og lýðfræðilegum þáttum hvers skóla við úthlutun fjármagns. Samhliða fá skólastjórnendur aukið frelsi til að ráða inn fagfólk eftir þörfum sinna skóla, sem gagnast þegar upp er staðið fyrst og fremst börnum og fjölskyldum þeirra. Þetta er risa stórt framfaraskref fyrir grunnskólana og mun tryggja gagnsæi, fyrirsjánleika og jafna leikinn enn betur milli skóla og hverfa innan Reykjavíkur. Börnin og þjónusta við þau á alltaf að vera í forgangi og jöfnuður þeirra að vera tryggur. Betri borg fyrir öll börn Betri borg fyrir börn er yfirskrift verkefnis þar sem við færum starfsfólk, fjármagn og áhrif út í hverfin til að gera þjónustu við börn enn markvissari og betri. Með því að samhæfa og samþætta þjónustu viljum við jafna aðstöðu barna og styrkja sérstaklega börn í viðkvæmri stöðu. Við aukum fjármagn til skóla þar sem félagsleg og efnahagsleg staða foreldra er þrengri, aukum snemmtækan stuðning við börn og tryggjum að hann sé ekki háður greiningum. Stuðningur veittur sem mest í nærumhverfinu í umhverfi sem barnið þekkir og líður vel í, strax í leikskóla og á yngsta stigi grunnskóla. Við viljum hækka frístundastyrk í 75 þúsund krónur og ganga enn lengra fyrir með hækkun styrksins í 100 þúsund fyrir börn fjölskyldna með lágar tekjur. Við setjum þjónustu við barnið í fyrsta sæti, einföldum leiðina að henni og aðlögum kerfið fyrir foreldra, forrráðamenn og fagfólk. 200 milljóna þróunarsjóður Menntastefnan er flaggskip borgarinnar í menntamálum og fyrirmynd annara sveitarfélaga og reyndar ríkisins líka. Mótun stefnunnar tók tvö ár og var eitt stærsta lýðræðisverkefni Reykjavíkurborgar á síðustu árum en um 10.000 þúsund einstaklingar komu að gerð hennar, kennarar og nemendur, starfsfólk leikskóla, grunnskóla og frístundar, fulltrúar fagstétta og fræðasamfélagsins. Með nýjum nýsköpunar- og þróunarsjóði menntastefnunnar voru framlög til skólaþróunar tífölduð úr 19 milljónum í 200 milljónir. Þetta skipti öllu máli til að tryggja að stefnan er ekki bara fögur orð á blaði heldur leiðir strax til raunverulegra úrbóta í skóla- og frístundastarfi því allt þetta fjármagn fer beint út í skólana. Markmið menntastefnunnar er að styrkja fimm grunnþætti meðal barna: félagsfærni, sjálfseflingu, sköpun, læsi og heilbrigði svo þau séu vel nestuð til að láta drauma sína rætast. Þróunarsjóðurinn gefur starfsfólki í frístund, leik- og grunnskólum borgarinnar byr undir báða vængi til að innleiða menntastefnuna. Skapandi, faglegt frelsi starfsfólksins á góflinu. Það er mikið í húfi - X-S! Samfylkingin þarf nýtt umboð frá borgarbúum í kosningum 14. maí 2022 til að halda áfram að vera leiðandi afl í menntamálum í landinu. Reykjavík er á réttri leið með flaggskipi Menntastefnunnar, EDDA kemur með fjármagn, gegnsæi og frelsi til skólastjórnenda í grunnskólum og sambærileg líkön eru í smíðum fyrir leikskóla og frístundastarfið. Brúum bilið planið mun tryggja börnum frá tólf mánaða aldri leikskólapláss og saman sköpum við Betri borg fyrir börn í borginni. Setjum X við S á morgun og tryggjum áfram að menntamálin verði í forgangi í borginni! Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og skipar 7. sæti á lista Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Reykjavík hefur verið leiðandi varðandi aðgerðir til að bæta starfsumhverfi í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi og varið til þess yfir fimm milljörðum króna. Samfylkingin mun áfram leggja áherslu á bætt starfsumhverfi varðandi laun, starfskjör, húsnæði og annan aðbúnað enda er það forsenda þess að skólarnir í borginni séu eftirsóknarvert umhverfi fyrir kennara, starfsfólk almennt og börnin að sjálfsögðu. Fjármagn og frelsi með EDDU Nýtt úthlutunarlíkan fjármagns til grunnskóla, sem kallast EDDA, hefur verið tekið í notkun frá og með þessu ári með 1,5 milljarða viðbótar fjárframlagi til grunnskóla borgarinnar. Það stýrir hvernig fjármagni er úthlutað til einstakra skóla og tekur mið af félagslegum og lýðfræðilegum þáttum hvers skóla við úthlutun fjármagns. Samhliða fá skólastjórnendur aukið frelsi til að ráða inn fagfólk eftir þörfum sinna skóla, sem gagnast þegar upp er staðið fyrst og fremst börnum og fjölskyldum þeirra. Þetta er risa stórt framfaraskref fyrir grunnskólana og mun tryggja gagnsæi, fyrirsjánleika og jafna leikinn enn betur milli skóla og hverfa innan Reykjavíkur. Börnin og þjónusta við þau á alltaf að vera í forgangi og jöfnuður þeirra að vera tryggur. Betri borg fyrir öll börn Betri borg fyrir börn er yfirskrift verkefnis þar sem við færum starfsfólk, fjármagn og áhrif út í hverfin til að gera þjónustu við börn enn markvissari og betri. Með því að samhæfa og samþætta þjónustu viljum við jafna aðstöðu barna og styrkja sérstaklega börn í viðkvæmri stöðu. Við aukum fjármagn til skóla þar sem félagsleg og efnahagsleg staða foreldra er þrengri, aukum snemmtækan stuðning við börn og tryggjum að hann sé ekki háður greiningum. Stuðningur veittur sem mest í nærumhverfinu í umhverfi sem barnið þekkir og líður vel í, strax í leikskóla og á yngsta stigi grunnskóla. Við viljum hækka frístundastyrk í 75 þúsund krónur og ganga enn lengra fyrir með hækkun styrksins í 100 þúsund fyrir börn fjölskyldna með lágar tekjur. Við setjum þjónustu við barnið í fyrsta sæti, einföldum leiðina að henni og aðlögum kerfið fyrir foreldra, forrráðamenn og fagfólk. 200 milljóna þróunarsjóður Menntastefnan er flaggskip borgarinnar í menntamálum og fyrirmynd annara sveitarfélaga og reyndar ríkisins líka. Mótun stefnunnar tók tvö ár og var eitt stærsta lýðræðisverkefni Reykjavíkurborgar á síðustu árum en um 10.000 þúsund einstaklingar komu að gerð hennar, kennarar og nemendur, starfsfólk leikskóla, grunnskóla og frístundar, fulltrúar fagstétta og fræðasamfélagsins. Með nýjum nýsköpunar- og þróunarsjóði menntastefnunnar voru framlög til skólaþróunar tífölduð úr 19 milljónum í 200 milljónir. Þetta skipti öllu máli til að tryggja að stefnan er ekki bara fögur orð á blaði heldur leiðir strax til raunverulegra úrbóta í skóla- og frístundastarfi því allt þetta fjármagn fer beint út í skólana. Markmið menntastefnunnar er að styrkja fimm grunnþætti meðal barna: félagsfærni, sjálfseflingu, sköpun, læsi og heilbrigði svo þau séu vel nestuð til að láta drauma sína rætast. Þróunarsjóðurinn gefur starfsfólki í frístund, leik- og grunnskólum borgarinnar byr undir báða vængi til að innleiða menntastefnuna. Skapandi, faglegt frelsi starfsfólksins á góflinu. Það er mikið í húfi - X-S! Samfylkingin þarf nýtt umboð frá borgarbúum í kosningum 14. maí 2022 til að halda áfram að vera leiðandi afl í menntamálum í landinu. Reykjavík er á réttri leið með flaggskipi Menntastefnunnar, EDDA kemur með fjármagn, gegnsæi og frelsi til skólastjórnenda í grunnskólum og sambærileg líkön eru í smíðum fyrir leikskóla og frístundastarfið. Brúum bilið planið mun tryggja börnum frá tólf mánaða aldri leikskólapláss og saman sköpum við Betri borg fyrir börn í borginni. Setjum X við S á morgun og tryggjum áfram að menntamálin verði í forgangi í borginni! Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og skipar 7. sæti á lista Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun