Tónlist

Måneskin mætt heim til Ítalíu vegna Eurovision

Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifa
Blaðamenn bíða spenntir eftir að sjá Måneskin á Eurovision sviðinu á ný.
Blaðamenn bíða spenntir eftir að sjá Måneskin á Eurovision sviðinu á ný. EBU

Hljómsveitin Måneskin sást saman á hóteli í miðbæ Tórínó fyrr í dag. Rokkararnir koma fram á úrslitakvöldi Eurovsion í Pala Alpitour.

Måneskin hefur verið í Los Angeles í Bandaríkjunum við tökur og fögnuðu því aðdáendur þeirra þegar tilkynnt var að hljómsveitin kæmi fram á Eurovision. Einhverjir óttuðust þó að hljómsveitin myndi senda myndefni frá Bandaríkjunum en nú er það staðfest að ítölsku stjörnurnar mæta í Eurovision höllina.

Sigurvegarar Eurovision 2021 munu líklega æfa á sviðinu á lokaðri einkaæfingu samkvæmt okkar heimildum hér í blaðamannahöllinni.

Skjáskot af Instagrammi þeirra síðan fyrr í dag.

Måneskin hefur notið mikilla vinsælda síðan hljómsveitin vann Eurovision fyrir hönd Ítalíu á síðasta ári með laginu Zitti e buoni.  Ábreiða þeirra af laginu Beggin sló sem dæmi í gegn um allan heim. 

Á Eurovision munu þau flytja nýjasta lagið sitt Supermodel sem kom út fyrr í dag. Lagið má heyra hér fyrir neðan. 


Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum

Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi. 


Tengdar fréttir

Svona verður uppröðunin á lokakvöldi Eurovision

Nú liggur fyrir að Ísland verður átjánda landið á svið á úrslitakvöldi Eurovision keppninnar á laugardag. Systur eru að rísa ofar í veðbönkunum eftir seinna undankvöldið í gær og eru í tuttugasta sæti þegar þetta er skrifað, Úkraínu er enn spáð sigri.

Systur rísa en stjarna Úkraínu skín langskærast

Framlag Íslands í Eurovision er í tuttugasta sæti meðal veðbanka yfir þær þjóðir sem líklegastar eru til að bera sigur úr býtum annað kvöld. Fátt getur komið í veg fyrir sigur Úkraínu, ef marka má veðbanka að minnsta kosti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×