Það sem ekki sést í heilbrigðiskerfinu Sólveig Bjarney Daníelsdóttir skrifar 13. maí 2022 13:31 Í dag eru langflestar heilsugæslustöðvar reknar af sveitarfélögunum. Á þessum stöðvum er veitt svokölluð fyrsta stigs þjónusta en þangað á fólk að geta leitað til að fá aðstoð við andlegum og líkamlegum kvillum. Í seinni tíð hefur mörgum verið tíðrætt um að búið sé að efla þjónustuna a heilsugæslum fyrir þá sem leita þangað með andleg veikindi. Í því samhengi má nefna að stór hluti af þeim geðlæknum, sem hafa hætt á Landspítalanum síðustu tvö árin, hafi fært sig yfir í störf á heilsugæslunum til dæmis í geðheilsuteymunum, geðráðgjöf fyrir heimilislækna og fleira. Samhliða þessu hafa margir sálfræðingar verið ráðnir inn á heilsugæslustöðvarnar til að sinna þessari þjónustu. Þrátt fyrir þessa viðbót hefur þjónusta gagnvart einstaklingum með andleg veikindi ekki aukist inni á stöðvunum eins og ætla mætti. Ríkisendurskoðun réðist í gerð skýrslu um stöðu heilbrigðismála á Íslandi og var hún birt í apríl 2022. Þar kom fram að meðalbiðtími eftir geðheilbrigðisþjónustu hjá heilsugæslum landsins væri upp undir eitt ár. Ef rétt væri að öllu staðið ætti heilsugæslurnar að geta gripið þessa einstaklinga miklu fyrr en ekki þegar veikindin eru orðin það mikil að þörf sé að aðkomu Landspítalans. Samhliða því ætti aðflæði að geðheilbrigðisþjónustu á Landspítalanum að minnka. Þetta hefur ekki gerst, þvert á móti hefur aðflæðið að Landspítalanum aukist. Sem dæmi um það má sjá aukningu í komu veikra á Bráðaþjónustu geðsviðs síðastliðna mánuði, þar sem meðaltals koma á dag sjö daga vikunnar hefur verið um 15 einstaklingar sem telst mikið fyrir lágmarks mönnun. Aðflæðið hefur ekki bara aukist, heldur er fólkið sem kemur þangað veikara en það þyrfti að vera ef viðeigandi þjónusta hefði fengist fyrr. Vert er að hafa í huga að veita skal rétta þjónustu á réttum stað til að ná sem besta árangri. Greinilegt er að ekki hefur tekist að standa við þetta, þrátt fyrir ráðningar á hinum ýmsu sérfræðingum. Þetta er enn eitt dæmið um hinn mikla vanda sem á sér stað innan borgarinnar, þar sem rekstur og þjónusta heilsugæslustöðvanna er engan vegin í samræmi við óskir og þarfir þeirra sem þangað leita. Settu X við M á morgun svo ég geti lagað þessi mál. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur og aðstoðardeildarstjóri Bráðaþjónustu geðsviðs og skipar 3. sæti á lista Miðflokksins til borgarstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Reykjavík Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Í dag eru langflestar heilsugæslustöðvar reknar af sveitarfélögunum. Á þessum stöðvum er veitt svokölluð fyrsta stigs þjónusta en þangað á fólk að geta leitað til að fá aðstoð við andlegum og líkamlegum kvillum. Í seinni tíð hefur mörgum verið tíðrætt um að búið sé að efla þjónustuna a heilsugæslum fyrir þá sem leita þangað með andleg veikindi. Í því samhengi má nefna að stór hluti af þeim geðlæknum, sem hafa hætt á Landspítalanum síðustu tvö árin, hafi fært sig yfir í störf á heilsugæslunum til dæmis í geðheilsuteymunum, geðráðgjöf fyrir heimilislækna og fleira. Samhliða þessu hafa margir sálfræðingar verið ráðnir inn á heilsugæslustöðvarnar til að sinna þessari þjónustu. Þrátt fyrir þessa viðbót hefur þjónusta gagnvart einstaklingum með andleg veikindi ekki aukist inni á stöðvunum eins og ætla mætti. Ríkisendurskoðun réðist í gerð skýrslu um stöðu heilbrigðismála á Íslandi og var hún birt í apríl 2022. Þar kom fram að meðalbiðtími eftir geðheilbrigðisþjónustu hjá heilsugæslum landsins væri upp undir eitt ár. Ef rétt væri að öllu staðið ætti heilsugæslurnar að geta gripið þessa einstaklinga miklu fyrr en ekki þegar veikindin eru orðin það mikil að þörf sé að aðkomu Landspítalans. Samhliða því ætti aðflæði að geðheilbrigðisþjónustu á Landspítalanum að minnka. Þetta hefur ekki gerst, þvert á móti hefur aðflæðið að Landspítalanum aukist. Sem dæmi um það má sjá aukningu í komu veikra á Bráðaþjónustu geðsviðs síðastliðna mánuði, þar sem meðaltals koma á dag sjö daga vikunnar hefur verið um 15 einstaklingar sem telst mikið fyrir lágmarks mönnun. Aðflæðið hefur ekki bara aukist, heldur er fólkið sem kemur þangað veikara en það þyrfti að vera ef viðeigandi þjónusta hefði fengist fyrr. Vert er að hafa í huga að veita skal rétta þjónustu á réttum stað til að ná sem besta árangri. Greinilegt er að ekki hefur tekist að standa við þetta, þrátt fyrir ráðningar á hinum ýmsu sérfræðingum. Þetta er enn eitt dæmið um hinn mikla vanda sem á sér stað innan borgarinnar, þar sem rekstur og þjónusta heilsugæslustöðvanna er engan vegin í samræmi við óskir og þarfir þeirra sem þangað leita. Settu X við M á morgun svo ég geti lagað þessi mál. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur og aðstoðardeildarstjóri Bráðaþjónustu geðsviðs og skipar 3. sæti á lista Miðflokksins til borgarstjórnar.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun